Færsluflokkur: Ferðalög

Voru 110 mín á reiðhjólum að gosinu

0410_1237_14_1

Það eru fleiri og fleiri sem fara á reiðhjólum að gosinu. Enn ein fréttin af hjólagörpum sem eru búnir að skella sér er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur. En í þetta skipti voru það 2 af bestu keppnismönnum okkar Íslendinga, þeir Pétur Þór og Hafsteinn Ægir sem skelltu sér og að sjálfsögðu þurftu þeir að taka þetta með trompi.

Þeir fóru frá Skógum og voru einungis 1 klst og 50 mín á leiðinni að gosinu sem er öll upp í móti. Það gerir yfir 10 km meðalhraða þrátt fyrir að þeir hafi þurft að stoppa til að ýmist bæta í eða úr klæðnaði vegna hækkunar.

En verðlaunin fengu þeir með því að fá að fara þetta í frábæru veðri og svo var náttúrulega brekka niður í móti alla leiðina til baka sem tók einungis 25 mínútur.

Það væri nú gaman að fá einhver comment hérna ef fleiri hafa farið eða þið vitið af fleirum sem hafa hjólað þetta.

Myndir úr ferð drengjanna má sjá hér:

http://notendur.hi.is/aj/mynd/2010/eyjafjallaj_1april/

Og svo undraverðar myndir teknar af Alberti Hjólaþjálfara HFR af norðurljósunum og gosinu hér:

http://notendur.hi.is/~aj/mynd/2010/auroras_eruption/


Gat ekki gengið upp tröppur

"Það var svo furðulegt að ég gat hjólað endalaust en svo þegar ég var kominn á leiðarenda gat ég varla gengið upp tröppur"

Þetta var uppáhaldslýsingin mín í fréttinni því ég þekki þetta svo sannarlega og allir sem hafa hjólað eitthvað ættu að þekkja þetta. Maður hættir aldrei fyrr en maður er komin það sem þarf hverju sinni og hjólreiðar bjóða uppá að þrekið virðist endalaust, ólíkt því að hlaupa eða stunda aðrar íþróttir því ef maður heldur púlsinum í réttum gír þá virðast fæturnar endast og endast.

En Hávarður. Þú ert hetjan mín þessa vikuna og virkilega til hamingju með þetta og vonandi að maður sjái þig á þjóðvegunum næsta sumar líka því svona stórafrek hlýtur að vera upphafið að enn stærri verkefnum.

Sjáumst á hringveginum næsta sumar


mbl.is Hjólaði frá Reykjavík til Bolungarvíkur á 3 dögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

How do you like cycling in Iceland

TheAuthorAtHverar_smallÉg keyrði í gær frá Akureyri til Reykjavíkur. Á leiðinni sá ég þónokkra hjólreiðamenn vera á norðurleið en bara 1 á suðurleið. Allt voru þetta erlendir ferðalangar að ég tel. Það var jú aðallega hjólanördinn í mér sem ályktaði það því þeir voru ekki á þessum hefðbundnu hjólamerkjum sem við þekkjum á Íslandi og klæðnaðurinn var ekki 66, cintamani og þessi merki og jú engin þeirra var með hjálm.

Ég dáist alltaf af fólki sem kemur til Íslands til þess að hjóla hringveginn með allri þeirri umferð sem hann ber og stærð ökutækjanna á honum. Svo er náttúrulega allra veðra von og vegirnir oft ekki breiðir og stundum ekkert nema möl og ryk.

En þegar ég fer og gúggla fólk sem hefur komið og hjólað á Íslandi þá hafa allir sömu söguna að segja. Þetta var alltaf frábært ævintýri og allir fóru yfirsig glaðir heim og geta sagt frá snjókomu á möðrudalsörævum í júní og 20 metrum á sekúndu mótvind á holtavörðuheiði og svo af öllum þessum vinalegu bæjum og vinalegu fólki sem það hitti á leiðinni. Maður heyrir alltaf hvað Íslendingar séu lokaðir en hjólreiðamenn hrósa Íslendingum í hástert.

Það var virkilega gaman að taka púlsinn aðeins á þessu og kynna sér svona eftirá "how do you like Iceland" og komast að því hvað við erum gestrisið fólk hérna á klakanum og að þessir gestir koma ekki til íslands í von um 25°logn og heiðskýrt allan tímann heldur vilja þeir fá eitthvað til að segja frá þegar heim kemur og líta á Ísland sem landið þar sem allt getur gerst.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband