Færsluflokkur: Íþróttir

Hjólameistarinn á Íslandi

Enn bætist við þjónustu við hjólreiðamenn á Íslandi. Þegar ég byrjaði að skrifa um hjólreiðar fyrir 3 árum rúmlega þá var lítið um umfjöllun þar sem hjólreiðar áttu í hlut. Einnig var þjónustuframboð takmarkað og fáir sem litu á hjólreiðar sem eitthvað annað en frístundaiðju með börnunum sínum.

Nú hefur orðið stórkostlega breyting þar á og bæði á Akureyri og í Reykjavík er búin að vera virkileg hjólreiðavakning og maður fer ekki um götur og stíga án þess að hitta á nokkra hjólreiðamenn eða jafnvel heilann helling.

Góð þróun þar.

En síðan þá hefur einnig orðið mikil þróun í þjónustu við hjólreiðafólk, og þá sérstaklega á höfuðborgarsvæðinu og fyrir ekki alllöngu opnaði hjólreiðaverkstæðið http://www.kriacycles.com/ og fara þar á ferð menn með mikla þekkingu og bjóða uppá nýja vídd í þjónustu við hjólreiðafólk.

Síðan var núna einn af þeim sem segja má að hafi verið í framvarðasveit íslenskra fjallahjólreiða að opna verkstæði í Kópavogi. Sá heitir Rúnar og var gjarnan nefndur Rúnar í Markinu en ætli maður verði ekki að fara að nefna hann hjólameistarann (bara spurningin hvort það eigi að láta nafnið hans fylgja ;)

En Rúnar þessi er líklega sá sem klifið hefur hvað flest fjöll með hjólið á bakinu af Íslendingum og látið sig flakka niður þau aftur og má lesa um svaðilfarir hans á www.mtb.is (sem er einmitt skammstöfun á mountain biking) Mæli eindregið með því að fara að kíkja á síðuna hjá honum. Og einnig ef ykkur vantar góða þjónustu frá manni sem hefur þekkinguna frá A - Ö þá er um að gera að kíkja á hann með hjólið sitt til hans að Nýbýlavegi 28 eða hafa samband við hann í 892-1411

 


Eðalvideo af hjólreiðum á Íslandi

Það er svo komið að Sjónvarið á Íslandi er farið að sýna frá hjólreiðaviðburðum og keppnum hérna á klakanum... Undanfarin ár hefur þetta verið nokkuð sniðgengin íþrótt þegar kemur að því að sýna eitthvað.

Það er nú samt þannig að það hjóla fleiri en spila golf, það hjóla fleiri en eiga hesta og það hjóla fleiri en eiga mótorhjól. Samt hefur þetta alltaf setið a hakanum og ekki verið sýnt. Það er líklega ein ástæða að það þarf ákveðna þekkingu og úrfærsluhæfileika til að sýna frá svona keppni, samt ekki svo ólíka en frá Rallý keppnum.

Við Íslendingar erum sem betur fer svo keppin að einkaframtakið er að skila þessu í sjónvarið og undanfarið hef ég verið að sjá í fréttum Ruv vel útfærðar og flottar fréttaskýringar frá mótum á Íslandi. Þetta eigum við allt einum manni að þakka sem hefur lagt sig í frammi við að útfæra margmiðlunarefni í þeim klassa að RUV er tilbúið að sýna það.

Sá heitir Elvar Örn og heldur úti myndasafni um bæði Rall og Hjólreiðar á YouTube sem enginn á  að láta fram hjá sér fara. slóðin er http://www.youtube.com/user/elvarorn76 (hægt er að smella á hlekkinn.

Áhugaverðir hlekkir fyrir hjólreiðamenn eru samt þessir:

Samklippt efni sem birtist á RUV um hjólreiðamót sem allir hjólfærir menn geta tekið þátt í á vegum Hjólreiðafélags Reykjavíkur www.hfr.is Heiðmerkuráskorunin

Og svo fyrir þá sem þora... Jaðarsport þar sem hægt er að horfa á 2 ofurhuga skella sér niður úlfarsfellið í keppni um betri tíma... Þetta er náttúrulega ekki í rauntíma milli þeirra en þeir fara sömu leið og myndin er ræst á sama tíma á þeim báðum.... MUST SEE eins og maðurinn orðaði það.

Svo ef þið farið á síðuna hans Elvars á youtube sem ég vísa í að ofan er fullt af fleiri og eldri flottum hjólaviðburðum...

 Meira svona Elvar...


Bláalónsþrautin - Seinasti netskráningardagur 300 komnir

Í fyrra sló Bláalónskeppnin í hjólreiðum sitt eigið met með því að 300 tóku þátt. Í dag er þvílík vakning því það eru komnir 296 og ennþá eftir bæði netskráningartíminn í dag og svo er hægt að skrá sig á keppnisstað. Þú sparar reyndar 1000 kall með  því að skrá þig í dag á netinu á www.hfr.is

Hvet alla til að skrá sig og taka þátt í skemmtilegasta hjólaviðburði ársins.

0608_1940_21_1

Stel svo textanum af heimasíðu Bláalónskeppninnar og set hann sér:


Hópurinn hjólar saman undir lögreglufylgd suður að kirkjugarðinum þar sem tímataka hefst.  Ræsing fyrir 40 km er við Djúpavatnsafleggjara á sama tíma.

Keppendur sem ekki setja númer framan á hjólin sín þannig að þau sjáist í endamarki geta búist við því að fá ekki tíma eða sæti í keppninni.

Skráning
Netskráning: Smella hér.
Keppnisgjald er 2500 kr. á mann í netskráningu.
Netskráning lýkur 11. júní. Eftir 11. júní verður einungis hægt að skrá sig á keppnisdag. Skráningargjald á keppnisdag er  3500 kr. á mann.

Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina (kr. 4600). Einnig er létt máltíð eftir keppnina innifalin í skráningagjaldi.

Flokkar
60 km karlar og konur: 16-18, 19-29, 30-39, 40-49, 50+
40 km karlar og konur: opinn flokkur.

Liðakeppni
Liðakeppnin er á  60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.  
Öll lið eru leyfileg, allur aldur og bæði kyn, fjölskyldur, fyrirtæki o.s.frv.

Firmakeppni
Liðakeppnin er á  60 km leiðinni.
3-5 í liði, 3 bestu tímar gilda. Að a.m.k. 3 þurfa að klára keppni til að liðið fái tíma skráða.  
Hugmyndin er að fyrirtæki taki sig saman og keppi sem eitt lið.

Verðlaun
Verðlaun fyrir 1.-3. sæti í hverjum flokki á 60 km leið. Veitt eru 1.-3. verðlaun í opnum flokki karla og kvenna á 40 km leið.

Bláa Lónið kostar öll verðlaun.

 Verðlaunaafhending verður kl 15:00 við markið á bílastæði Bláa lónsins

Drykkjastöð
Tvær drykkjarstöðvar, önnur við gatnamót Djúpavatns- og Ísólfskálavegar. Síðari er við endamark.
Súpa og léttmeti handa öllum keppendum í keppnistjaldi á bílastæði að lokinni keppni.

Flutningar:

Töskur keppenda frá Strandgötu í Bláa lónið: Flutningabíll frá Vífilfelli mun flytja töskur keppenda frá Strandgötu í endamarkið við Bláa lónið

Hjólin: Vífilfell býður keppendum frían flutning á hjólum frá Bláa lóninu til baka í strandgötu. Flutningarbílar leggja af stað eftir verðlaunaafhendingu.
Keppendur: Áætlunarrúta á vegum Þingvallaleiða kl: 14:00, 16:00 og
18:00 á kostnað keppenda. Kynnisferðir fara einnig frá Bláa lóninu kl. 14:15 15:15, 16:15 og 17:15. Ath. Breytingar sem kunna að verða á áætlun, eru ekki á ábyrgð mótshaldara.

Ýmislegt
Keppnin er opin öllum 15 ára og eldri.
Hjálmaskylda er og eru keppendur á eigin ábyrgð í keppninni.
Vegurinn er opinn almennri umferð, keppendur eru beðnir að hjóla eftir umferðareglum.
Drykkjarstöð við Ísólfskálaveg er opin til kl. 12:30. 
Tímataka við markið hættir kl. 14:45.

Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík sér um brautargæslu og endamark.

Bláa Lónið hf. býður öllum keppendum í lónið eftir keppnina.

Vífilfell býður keppendum upp á orkudrykki og flutning á hjólum til baka.

Húsasmiðjan kostar brautargæslu og veitingar í endamarki.


Hjólhesturinn á netinu

Hjólhestur fjallahjólaklúbbsins er kominn á fullum lit og stórglæsilegt á netið.

Las þetta áðan og þetta er flottasta eintak af þessu eðalblaði sem ég hef séð og mæli eindregið með því að allir hjólaáhugamenn lesi það, það er gert með því að smella  HÉR

Efnistök blaðsins eru fjölbreitt og skemmtileg, umfjöllun um ferðalönd innanlands sem utan á reiðhjólum og fullt af efni um aðstöðu til hjólreiða á Íslandi. Skyldilesning!!!

hjolhesturinn


Meira um fjallabrun og nú á MBL.is

Frábært að sjá hvað hjólreiðar eru að fá mikla umfjöllun í fjölmiðlum þessa dagana.

Nokkrar blaðsíður í Fréttablaðinu um daginn svo er reglulega í mogganum.

Vil samt hvetja sjónvarpsstöðvarnar til að mæta á næsta fjallabrunsmót þar sem það er lang sjónvarpsvænasta hjólasportið. Svo er náttúrulega fyrir æsta fjölmiðla hægt að sjá keppnisskrá hjólreiða í sumar í þessu pdf skjali

http://hjolanefnd.isi.is/Forsida_files/hjola2010.pdf


mbl.is Fjallabrun í Öskjuhlíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hjólreiðaþjófnaður 5% glæpa á Íslandi ?

bikelock2Ég var að rýna í tölur um fjölda hjólreiðaþjófnaða á Íslandi og sá þar að þeir voru 787 á árinu 2009. Á sama tíma voru hegningarbrot 15.296. Það þýðir að 5,14% allra hegningarbrota á Íslandi eru hjólreiðaþjófnaðir.

Þetta fær litla umfjöllun, það er lítil fræðsla og engar aðvaranir neinstaðar.

Af hverju eru tryggingarfélögin ekki að keppast við að fræða fólk um hvernig bera skuli sig að við að ganga frá hjólinu.

Af hverju er ekki verið að setja upp hjólreiðastanda við skóla og í fjölbýlishúsum sem hægt er að læsa hjólunum við ?. Hvernig er útfærsla í skólum og almennum stofnunum, er hægt að læsa hjólinu sínu við fastann stand á þeim stöðum.

Sjálfur nota ég ljósastaura, garðbekki og hvað sem ég finn sem er boltað niður. Passa að hafa dekkin á hjólinu mínu vel hert með alvöru róm og skil ekki ljós og hraðamæla og þessháttar eftir á því.

Ég á dýr og flott hjól en hef ekki ennþá lent í því að það sé stolið frá mér hjóli á undanförnum árum vegna þessa frágangs.

Persónulega er ég með hnakktösku undir sætinu og í henni er ég með nokkuð volduga og langa keðju auk sterklegs hengiláss. Þegar ég fer svo í sund þá þræði ég keðjuna í gegnum alla helstu hluta hjólsins og jafnvel í gegnum hjól guttanna minna ef þeir eru með og svo vef ég henni utan um eitthvað sem er niðurskrúfað.

Endilega gangið vel frá lásamálum við börnin ykkar því það er ekkert sorglegra fyrir barn en nýja hjólinu sé stolið.


Séð með augum jaðarsportarans

Á Laugardaginn fór fram mót í fjallabruni og á heimasíðu HFR má finna hlekk í þetta frábæra myndband sem tekið var upp þar, Það er tekið með myndavél sem búið er að festa á hjálminn hjá keppandanum og sýnir af hverju adrenalínfíklar eiga heima í þessu sporti.

Mæli eindregið með þessu og líka að lesa meira um mótið á heimasíðu HFR www.hfr.is

Myndbandið er innan við 2 mín og vel þess virði að horfa á


Gleymdust hjólreiðamenn eða er bara bannað að Hjóla þarna!!!

Það er alveg merkilegt hvar við hjólreiðamenn erum í fæðukeðjunni. Okkur fjölgar ár frá ári, eigum fín landssamtök og féngum hellings umfjöllun í Fréttablaðinu í vikunni.

Samt virðist ekki vera hægt að muna eftir hjólreiðamönnum hjá vegagerðinni.

Eða þá að það sé bannað að hjóla því eins og fram kemur í fréttinni er tekið skýrt fram "einungis fyrir gangadi og ríðandi" 

 En hjólað í vinnuna er á næsta leiti, um að gera að skella sér í smá æfingarhjólreiðar áður og koma sér í nett form til að ná sem flestum dögum.... Klára ekki allt púðrið strax og gefast svo upp.

 

 


mbl.is Brú fyrir gangandi og ríðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hetjusaga - Blindur í fjallabruni

Það er áhugaverð kvikmyndahátið að fara að eiga sér stað í Reykjavík á vegum Íslenska Alpafélagsins.

Það sem gerir hana sérstaka er að þetta er fjallamyndahátíð og verða þar sýndar myndir sem snúa að útivist á fjöllum.

Það var samt ein mynd sem vakti áhuga minn meira en aðrar. Sú heitir Look to the ground og fjallar Bobby McMullin sem er blindur fjallabrunari "downhill" á reiðhjóli.

Bobby er alveg blindur á öðru auganu og einungis með smá sjón á hinu auganu sem hann lýsir sem svo að ef maður myndi prófa að rúlla upp dagblaði og horfa í gegnum gatið þá hefur maður sjónarhornið hans. Og til að bæta ofan á það þarf að setja eitthvað fyrir endann svo það verði móðukennt þetta litla sem maður sér.

En þessi snillingur lætur þetta ekki stöðva sig og notar önnur skynfæri til þess að hjóla niður snarbratta stíga og láta sig flakka fram af stökkpöllum.

Hægt er að sjá hvernig hann fer að og  fræðast meira um Bobby McMullin sem er klárlega ein af hetjum hjólreiðanna hér http://www.rideblindracing.com/

og svo sjá úr myndinni Look to the ground hér http://www.radical-films.com/riders/bobby-mcmullen

Og svo er hægt að fræðast um fjallamyndahátíðina sem fer fram 26. og 27. apríl hér  http://www.isalp.is/frettir/2-frettir/1074-banff-banff-banff.html


Jafn vitlaust og að keyra í ræktina

gym-stairsÞað eru alltaf skemmtileg þessi sjónarmið um hjálma og notkun þeirra. Sérstaklega þar sem þetta skiptist aðeins í 2  hluta.... Annarsvegar þeir sem vilja að allir noti hjálma og hafa engar áhyggjur af því að hjólreiðamönnum fækki hugsanlega fyrir vikið. Svo eru það hinir sem trúa því að fólk hætti almennt að hjóla ef það þurfi að nota hjálm.

En í seinni hluta greinarinnar um Cameron kom fram að hann hjólaði í vinnuna og embættisbíll á eftir með jakkafötin og töskuna og allt varð vitlaust.

Maður spyr sig í einfeldni sinni.... er það nokkuð vitlausara heldur að fólk keyri í ræktina ?


mbl.is Cameron enn í hjólavandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband