Akureyrarsíki

Núna er ég ekki alveg að fatta...

Er virkilega fylgni með síki á Akureyri ennþá... þeas þessu sem á að ná uppí miðbæ.

Er ekki forgangur að eitthvað af götunum hérna á Akureyri fari í lag og fólk geti hjólað á einhverju öðru en fjallahjólum án þess að það fari dekk eða gjörð.

Í fyrrasumar skemmdi ég allavega þrjár slöngur og 1 dekk við að hjóla á götuhjóli með hrútastýri á götum bæjarins... Það væri ágætt að kröfurnar og forgangurinn væri meiri fyrir samgöngur og minni fyrir einhverja skrúðsýningu fyrir túrista... plús að bæjarmynd Akureyrar er svo falleg að maður spyr sig, af hverju að laga það sem ekki er brotið.

Akureyrarbær... gefið nú okkur Akureyringum almennilega hjólastíga, framkvæðið hjólaáætlunina og hafið göturnar í lagi svo við sem hjólum á götunni séum ekki með fjallabrunstilfinningu við a hjóla eftir götum bæjarins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er útrás hjá akureyringum ennþá.

Ég hef alltaf haldið því fram að sá bær sé 20 árum eftir bæjum á suðvesturhorninu, svo þíð eigið eftir slatta af útrásinni og timburmönnunum á eftir henni.

Akureyringar lifa í eigin heimi og allt best á þeim bæ. Svo oft og vel kveður að þessu, að það er eind og íbúarnir séu að sannfæra sjálfa sig en ekki aðra.

Ferðalangar geta séð ágæti staðarins mjög vel, en hrifningin minnkar þegar maður kynnist sjálfsánægju íbúanna.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 3.2.2010 kl. 19:56

2 identicon

Nú held ég að ég sé ósammála flestum skoðunum þínum í þessari færslu ;-)

Síkinu vil ég koma í skipulagið, þó held ég að "síkið" væri enn betra ef það væri bara gras (eins og mig grunar að það verði næstu áratugina).  Reyndar vil ég að "grassíkið" nái alveg upp í Hafnarstræti og tengist þá Skátagilinu. Það er nauðsynlegt að fá Austur-Vestur svæði í miðbæinn og að tengja Hofið við bæinn. Eins og þetta er núna stendur Hofið niðri á eyri en ekki í miðbænum.

Það er sjaldan sem ég sakna hjólreiðastíga á Akureyri. Hjóla mest á götunni og vel mér bara leiðir þar sem umferðin er þolanleg, þó ég þurfi að taka smá króka. Þó eru nokkrir staðir þar sem mætti gera manni lífið auðveldara, en almennt held ég að þetta sé ekki mikið vandamál hér. Ég held til dæmis að stígur meðfram Drottningarbrautinni verði alltaf bara útivistarstígur og nýtist ekki til samgangna. Hafnarstrætið verður alltaf miklu praktískara fyrir hjólandi og gangandi samgöngur inn í innbæ.

Ég get verið sammála þér með viðhaldið á götunum, þó að ég hjóli á 1,95" breiðum dekkjum (sléttum á sumrin og nöglum á veturna) þannig að ég er ekki í neinum vandræðum með göturnar, en get vel ímyndað mér að þetta sé ekkert spes á 23 mm dekkjum.

Veistu hvort þessi hjólreiðaáætlun sé til á netinu?

Jens (IP-tala skráð) 10.2.2010 kl. 11:32

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæll Jens... Ég hef fylst með hjólablogginu þínu eða hreinlega síðunni þinni og finnst hún frábær... Þú ert greinilega að nálgast þetta á svipaðan hátt og ég.

Varðandi síkið þá er ég fylgjandi þrengingum og lækkun á hraða á Glerárgötu og tengja menningarhúsið og sjóinn við miðbæðinn og gera svona gönguhring í bæinn. En að grafa síki er ekki góður kostur og sérstaklega ekki í þessu árferði. En samt skárra en háhýsi og einhver nútímavæðing miðbæjarins....

En að tengja bæinn með grænu svæði, göngustígum og einhverju útivistarvænu væri örugglega ágætis kostur, ég hef bara ekki hugsað þetta nema í svart hvítu hingað til ;)

En varðandi stíga á Akureyri þá er krafa  mín á Akureyri ekki að fá sérstaka hjólreiðastíga heldur útivistarstíga útum allt. Það þarf ekki hraðskreiða stíga í bæinn fyrir hjólreiðamenn.... Þeir geta verið á götunum en það þarf samt blandaða stíga fyrir fjölskyldufólk á hjólum og fyrir þá sem vilja geta hjólað allt árið og treysta sér ekki á göturnar.

Sjálfur hjóla ég alltaf á götunni nema þegar ég er með guttana mína meðferðis og vildi eiga öruggari kost heldur en gangstéttir með vel grónum gatnamótum þar sem sýnileiki ökumanns á hjólreiðamanninn er kannski 1,5 meter áður en hann kemur alveg að gatnamótunum.

Og varðandi dekkinn... Þá er þetta eitthvað sem maður lærir að lifa með og lærir á holurnar en þetta bara versnar og versnar ef ekkert verður að gert. Sorglegt sem dæmi hvað leiðin inn að hrafnagili "eyjafjarðarhringurinn" er orðinn orðinn slæmur eftir framkvæmdirnar á flugvellinum.

Vilberg Helgason, 10.2.2010 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband