Er eitthvað betra en að skella sér á hjólið eftir erfiða viku

Ég er búin að vera duglegur þessa viku. 12 - 16 tímar pr dag af vinnu og vinnan mín er ekki líkamlega erfið heldur bara andlega og streytuvaldandi. En að skreppa í hálkuleysinu á Akureyri einn góðann hring á hjóli er það besta sem ég veit og ég er kominn heim sem glæný persóna.

Tók strákinn minn með og við áttum ánægjulegustu stund vikunnar hjá mér í róglegheitunum í myrkinu vel upplýstir og sýnilegir þvældumst við um göturnar og gangstéttar og fórum svo heim og borðuðum kjúkling.

Er eitthvað betra í lífinu.

Ég er allavega búinn að gera upp vikuna


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju med uppgjorid. Er alveg sammala thjer ad thad er fatt betra en ad komast ut fylla lungun af lofti og fa svo eitthvad gott ad borda og lata threituna lida ur ser.

afsakadu malfarid, eg er a utlendri tolvu

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 13.2.2010 kl. 06:59

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég held að fæstir geti gert sér í hugarlund, hversu góð tilfinning þetta er, sem ekki hafa upplifað að missa heilsuna einhvern tíma og geta ekki / mega ekki hreyfa sig.  Ef ég get ekki hreyft mig einhverra hluta vegna fer mig að dreyma endalaust að ég sé að fljúga.  Eins og undirmeðvitundin finni leið til að fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Hjóla-Hrönn, 13.2.2010 kl. 12:23

3 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Hjóla- Hrönn, ég get ekki verið meira en sammála þér. Frá því að ég má ekki stunda lengur langhlaup og blak hefur hjólið algjörlega bjargað mér frá því að verða alvarlega þunglynd út af hreyfingarleysi. Í dag hjólaði ég góðan hring í rigningu og mér líður alveg frábærlega núna. 

Úrsúla Jünemann, 13.2.2010 kl. 17:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband