Voru 110 mín á reiðhjólum að gosinu

0410_1237_14_1

Það eru fleiri og fleiri sem fara á reiðhjólum að gosinu. Enn ein fréttin af hjólagörpum sem eru búnir að skella sér er að finna á heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur. En í þetta skipti voru það 2 af bestu keppnismönnum okkar Íslendinga, þeir Pétur Þór og Hafsteinn Ægir sem skelltu sér og að sjálfsögðu þurftu þeir að taka þetta með trompi.

Þeir fóru frá Skógum og voru einungis 1 klst og 50 mín á leiðinni að gosinu sem er öll upp í móti. Það gerir yfir 10 km meðalhraða þrátt fyrir að þeir hafi þurft að stoppa til að ýmist bæta í eða úr klæðnaði vegna hækkunar.

En verðlaunin fengu þeir með því að fá að fara þetta í frábæru veðri og svo var náttúrulega brekka niður í móti alla leiðina til baka sem tók einungis 25 mínútur.

Það væri nú gaman að fá einhver comment hérna ef fleiri hafa farið eða þið vitið af fleirum sem hafa hjólað þetta.

Myndir úr ferð drengjanna má sjá hér:

http://notendur.hi.is/aj/mynd/2010/eyjafjallaj_1april/

Og svo undraverðar myndir teknar af Alberti Hjólaþjálfara HFR af norðurljósunum og gosinu hér:

http://notendur.hi.is/~aj/mynd/2010/auroras_eruption/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Gekk á Morinsheiði síðastliðin fimmtudag og þá kom mér á óvart að sjá þar för eftir reiðhjól.  Varð ekki var við slík för á leiðinni frá Básum svo ég ætla að þessi hjólreiðamaður hafi komið frá Skógum og snúið þangað aftur.  Var dásamlegur dagur, logn og heiðskýrt en lítið að gerast á gosstöðvunum.  Þær sóttu þó í sig veðrið undir kvöldið.     

Hrólfur Þ Hraundal, 12.4.2010 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband