Að setja sér markmið í sumar

Það er frekar stutt síðan ég tók þá ákvöðun að ég þyrfti að koma mér í almennilegt form aftur í sumar, búin að vera í hjólabanni síðan ég fór í uppskurð fyrir um ári síðan á öxl og hef bara rétt mátt dútla mér á hjóli.

Til þess að þetta myndi ganga setti ég mér það markmið að ég ætla að hjóla frá Akureyri til Reykjavíkur yfir kjöl um miðjan júní. Í þeim tilgangi þarf ég að koma mér í form og stunda æfingar þangað til. Og ég er byrjaður og það er frábært.

Markmiðin þurfa ekki endilega að vera svona stór en maður þarf að eiga markmið.

Þessvegna fannst mér frábært að lesa pistilinn hennar Karenar Axels þríþrautamanneskju um markmið sem hún birti í gær og langar að benda ykkur á hann því hann er algjör  skyldulesning.

Pistilinn hennar má sjá á forsíðu mbl.is neðarlega eða með því að fylgja þessari slóð http://www.mbl.is/mm/folk/serefni/pistlar/karen/entry.html?entry_id=1048783

Gleðilegt hjólreiðasumar 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Það verður spennandi að fylgjast með þessari ferð hjá þér. Hvað áætlar þú langan tíma í hana og hvar ætlar þú að láta ferðina byrja og enda? Verður þú með GPS  ...og kannski dagbók því tengt?

Sumarliði Einar Daðason, 3.5.2010 kl. 10:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband