Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Framsókn

Eftir að hafa rúllað yfir hvar hjólreiðar má finna í stefnuskrá Bæjarlistans á Akureyri ákvað ég að renna yfir Framsókn.

Fann það sem tengst gæti hjólreiðum í stefnuskrá Framsóknarflokksins á Akureyri og setti athugasemdir mínar við það. http://www.framsokn.is/Kosningar_2010/Akureyri 

Undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Vinna að frágangi strandlengjunnar frá miðbæ að flugvelli.
Ekki sérlega kjarnyrt stefna en vitanlega þarf að ráðast í þetta en ætlar Framsóknarflokkurinn að hafa útivistarstíg inní frágangi strandlengjunnar alla leið eða tengja hann við stígakerfið sem hefst hjá skautahöllinni ? Get ekki sagt að ég sé miklu nær eftir þennan lestur.

Vinna að heildarskipulagi útivistarsvæða í Eyjafirði í samvinnu við nágrannasveitarfélögin.
Þarna erum við að tala, að fá gott heildarskipulag og samvinnu. En engu að síður er ekkert talað um tengingu milli þeirra eða hvað átt er við þannig að ég myndi vilja heyra betur um þetta.

Undir samgöngumál má svo finna eftirfarandi:

Vinna áfram markvisst að uppbyggingu göngu- og hjólreiðastíga á Akureyri.
Það vantar eitthvað í þetta. þetta er of flatt fyrir mig. Mér finnst leiðinlegt að ekki sé hægt að setja eitthvað meira en bara að halda eigi áfram að gera eitthvað sem er ekki til fyrirmyndar nú þegar.

Svo í lokin undir flokknum Náttúruverndarmál má finna:

Gera stígakerfi útvistarsvæða hluta af göngu- og hjólreiðakerfi bæjarins og stuðla með því að umhverfisvænni ferðamáta. Bæta aðgengi að Glerárdal sem fólkvangi. 
Kominn tími til, það eru góð útivistarsvæði á Akureyri og í nágrenni sem þarf að tryggja að fólk geti hjólað með börnin sín á án þess að þurfa að vera með þau í rykmekki eða í hraðri umferð.

Leggja aukna áherslu á merkingar á örnefnum og göngu- hjóla- og reiðleiðum um bæjarlandið.
Þetta finnst mér standa uppúr hjá Framsókn, að fara að merka inn örnefni og gera leiðirnar meira aðlaðandi með því. Spurning hvort ekki hefði átt að fylgja með að gera kort af göngu og hjólaleiðum bæjarins í leiðinni. Það er nefnilega alveg fáránlegt að ekki sé hægt að nálgast, hvorki á vef bæjarins eða í prentuðu formi stígakort af Akureyri

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband