Gefum hjólreiðamönnum pláss á þjóðveginum um versló

hjolNúna þegar stærsta ferðahelgi ársins er að koma er ekki alvitlaust að minna ökumenn á að vegirnir eru bæði fyrir bíla og reiðhjól og á þjóðveginum og öðrum ferðavegum er allt krökkt af ferðalöngum á reiðhjólum.

Þeir sem ferðast um landið á reiðhjóli þurfa að búa við ýmsar hættur eins og að vera úti í kanti þegar tveir bílar mætast við hliðin á þeim og getur það oft verið óþægileg lífsreynsla fyrir hjólreiðamann sem getur fipast og lent í slysi.

Sérstök hætta stafar af fólki með fellihýsi og hjólhýsi sem eru breiðari en bílinn sem ekið er því ökumenn átta sig oft ekki á breiddinni þegar þeir taka fram úr hjólreiðamanni. Einnig er hætta á því að ökumenn geri sér ekki grein fyrir lengd ökutækis og vagns og fari of snemma í námunda við hjólreiðamanninn sem heldur sig úti í kanti með aftanívagninn.

Það sem líka þarf að varast er hliðarvindur því stór ökutæki eins og flutningabílar, húsbílar og oft stærri jeppar taka hliðarvindinn af hjólreiðamanninum þegar þeir fara of nálægt fram úr honum og þá myndast augnablikslogn hjá hjólreiðamanninum sem getur lent í því að hendast ýmist útaf eða inná veginn þegar ökutækið er farið framhjá og vindurinn kemur í öllu sínu veldi aftur.

Ökumenn, sýnið því hjólreiðamönnum tillitssemi með því að mæta ekki bílum við hliðin á hjólreiðamanni, bíðið frekar fyrir aftan þar til pláss gefst til framúraksturs og munið að hjólreiðamaðurinn er jafn rétthár bílnum í umferðinni og hefur ekki aðra aðstöðu til sinna ferðalaga.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband