Wow hjólreiðakeppnin og vá hversu flott framtak þetta er

Piltarnir-300x199

Það er búið að vera dásamlegt að fylgjast með Wowcyclothoninu á netinu, í fréttum og svo á facebook. Já líka í fréttum því þetta er fyrsti hjólreiðaviðburður íslandssögunnar sem fær aðra eins athygli.

Sýnir bara hversu mikilvægt það er að hafa PR sterka aðila á bakvið sig. Í gegnum tíðina hef ég fylgst með hjólreiðamótum á Íslandi, séð um skipulagningu þeirra eða tekið þátt í henni. Hef reynt að hafa samband við fjölmiðla og aldrei var áhugi, meira að segja fengið virtann PR gæja til að senda póst með fréttatilkynningum sem hafa ekki fengið birtast. Þetta var reyndar allt fyrir 2008 áður en hjólreiðavakningin var á Íslandi og hærra eldsneytisverði.

Núna er öldin önnur og Bláalónsþrautin fékk ágætis en þó alltof  litla umfjöllun í ár þrátt fyrir að vera stærsti hjólaviðburður á Íslandi ef horft er til fjölda þáttakenda. Að hafa WowAir á bak við sig gerir greinilega muninn en samt tókst Wow að gera þetta svo hárrétt. Landsþekktir þáttakendur féngu ekki athyglina eins og Skúli Morgensen, Ármann Þorvalds eða Bjarki Diego heldur fengu hjólreiðarnar að njóta sín og bestu hjólreiðamenn landsins sem kláruðu þetta á svo skömmum tíma að biðja þurfti þá að hægja aðeins á sér á hellisheiðinni því markið var ekki alveg til. Enda 7 tímum fyrr en ætlað var að fyrstu liðin kæmu í mark.

Sigurliðið er lið vaskra hjólreiðamanna sem hafa verið á sigurpöllum hjólreiðakeppna undanfarinna ára og má þar helst nefna Hafstein Ægi Geirsson sem keppt hefur á Ólympíuleikunum fyrir Ísland í siglingum (sá eini að ég held) sem þvældist út í hjólreiðar til að viðhalda og æfa upp þol fyrir siglingarnar (taki sér aðrir íþróttamenn úr öðrum greinum sér það til fyrirmyndar)

Árni Már sem hefur einn af sterkustu hjólreiðamönnum Íslands undanfarin ár og er nýlega komin að utan úr stórri keppni þar sem hann sýndi að bestu hjólreiðamenn Íslands gefa snjólausari þjóðum ekkert eftir ef smá snjór og kuldi er ekki eitthvað til að skæla yfir.

Pálmar er þarna og elstur í hópnum en sýnir að hjólreiðar eru ekki bara fyrir tvítuga stráka og hefur verið á verðlaunapöllum vinstri hægri í hjólreiðum hér á landi undanfarin ár.

Og svo að lokum er það Kári sem æfir hjólreiðar í Danmörku og er búinn að vera að keppa útum allt á norðurlöndum undanfarin ár og er bæði ungur og ótrúlega sterkur hjólreiðamaður.

Að þessir strákar hafi skipt með sér 1332 km á rétt rúmlega 40 klst er náttúrulega ótrúlegt afrek og þegar ég heyrði viðtalið við þá þar sem stærsta vandamálið var að allir vildu þeir helst alltaf vera að hjóla og helst ekki tilbúnir að gefa hinum tækifæri sýnir hversu miklir íþróttamenn þetta eru og hvað hjólreiðar eru ótrúlega flott sport fyrir menn í toppformi.

Crossfit, bootcamp eða hvað sem við köllum það á ekki roð í þol þessarra hjólreiðamanna og langar mig að óska þeim til hamingju með þetta.

Svo fyrst ég taldi upp liðið þá má ekki gleyma bílstjórunum þeirra sem hafa gert alveg ótrúlegustu hluti fyrir hjólreiðaíþróttina. Albert þjálfari HFR sem var annar ökumannanna er búin að þjálfa HFR nánast eða alveg launalaust síðan ég kynntist sportinu og löngu fyrir það og án hans væri HFR eflaust ekki til.

Elvar sem var með honum í ökumannadjobbinu er búin að mynda og videomynda hjólreiða í fjölda ára og ásamt Albert og fleirum varðveita þessa sögu sem fréttamenn hafa ekki haft áhuga á en videoin hans á finna á youtube á slóðinni http://www.youtube.com/user/elvarorn76?feature=results_main

Að lokum langar mig að setja inn slóð á youtube video sem er alveg frábært og myndað frá bíl sigurvegaranna. Og svo flott myndasafn á heimasvæði ofangreins Alberts

http://www.youtube.com/watch?v=v98XZ9ntl5U&feature=youtu.be

https://notendur.hi.is/~aj/mynd/2012/cyclathon2012/

Takk Wow og þáttakendur fyrir frábæra keppni sem vert var að fylgjast með.


mbl.is Hafa safnað yfir 3 milljónum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband