Nagladekk uppseld á höfuðborgarsvæðinu - en koma vonandi á föstudag

Það er alveg á hreinu að veturinn er kominn og fólk er ekki alveg tilbúið að leggja heilsuna og fjárhagslegan ávinning til hliðar á þessum síðustu og verstu...

Staðan er allavega sú að ég þurfti í dag að fara og redda nagladekkjum á hjól stráksins minns sem var að skríða úr 24" í 26" hjól. Sem þýðir eiginlega barna/unglinga yfir í fullorðnishjól. Hann er nú samt bara 10 ára ennþá en ákvað að vera stór eftir aldri og er kominn yfir 150 cm

Ég hóf leit mína með nokkrum símtölum. Fyrst hafði ég samband við Markið þar sem dekkin eru öll uppseld og þeir eru að bíða eftir að fá gjaldeyri til að geta flutt inn nagladekk. Svo hafði ég samband við Örninn sem er að vonast til að geta verið komin með dekk í kringum helgi helst á föstudag. Svo fór ég í Hjólasprett í Hafnarfirði og þeir áttu örfá dekk eftir sem reddaði mér gjörsamlega en til að skilja engan eftir útundan þá reyndi ég að hringja í Hvell og GAP en engin svaraði, vonandi nóg að gera í nagladekkjasölu þar.

En aðalmálið er að í forgangi í innflutning eru jú lyf, matur og svo OLÍA ?????? það er erfitt fyrir hjólreiðasölurnar til að fá gjaldeyri til að flytja inn NAGLADEKKá reiðhjól þar sem þau falla ekki undir bíladýrkunarstefnu DO og sjálfstæðisflokksins eða reyndar allra flokka því allir eru jú "umhverfisflokkar" en umhverfisvitund snýst bara um virkjanir og álver á Íslandi. Það hvarlar ekki að neinum að með því að hjálpa til með gjaldeyri fyrir Nagladekkjum á reiðhjólum er verið að draga úr olíunoktun, sliti á götum og verið að draga úr kostnaði heilbrigðiskerfisins með því að fólk sé jú að hreyfa sig og bæta heilsu.

Toppurinn var náttúrulega að Davíð Oddsson hringdi í forstjóra N1 sem er jú löggildur XD maður til að tilkynna honum að hann fengi gjaldeyri. Af hverju hringdi hann ekki í Markið og Örninn til að tilkynna þeim að þeir gætu flutt inn Nagladekk á reiðhjól og bætt svo marga þætti samfélagsins með því.

Ég tel að það eigi að fella öll gjöld af reiðhjólum, nagladekkjum og öllu sem tilheyrir hjólreiðum því það er fáránlegt að það sé verið að toll og virðisaukaskattsrukka einhverja bestu umhverfis,- heilsu,- og fjölskyldubót sem hægt er að virkja á Íslandi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Theódór Norðkvist

Heyrði um daginn að fyrirtækið Verklaginn á Vagnhöfðanum seldi nagladekk undir hjól og tæki að sér að setja þau undir. Fyrir 4.800 kr., sem er gott verð miðað við að algengt verð á einu nagladekki er 5-6 þúsund kr.

Reyndar eru þeir líka uppiskroppa með dekk eins og er, var að hringja í þá.

Theódór Norðkvist, 4.11.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Kreppulausnin er þá væntanlega að vefja grófu snæri um sumardekkin.  Þetta gerði maður í snjónum í gamla daga.  Annars er ég enn á sumartúttunum, og gengur fínt.  Hef hjólað alla daga til vinnu sem ég get, bara ef ég þarf að fara með farangur á milli heimilis og vinnu, þá fer ég á bílnum.  Hef aðeins lint í dekkjunum til að auka veggripið.  Ætli ég láti ekki kallinn gefa mér nagladekk í jólagjöf.  Svona af því ég er ekkert fyrir skartgripi.

Hjóla-Hrönn, 4.11.2008 kl. 11:57

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Sæll Guðjón,

skemmtileg nálgun á lýðræðinu þarna ;).

En ég er engu að síður á því að það séu fleiri ástæður fyrir því hversu lítið fólk tjáir sig hérna á blogginu mínu oft á tíðum. Ég held að vanþekking marga á málefnum hjólreiðamanna sé oft ástæða og á meðan fólk hefur bílinn sem fyrsta kost þá eru hjólreiðar bara hobbí eða eitthvað til að gera með fjölskyldunni og því ekki nauðsynlegt að hafa almennt skoðun á þessu málefni.

Á Íslandi er fjölgað akgreinum, byggð mislæg gatnamót og allar leiðir eru styðstar fyrir bílinn. Því er bílinn augljós kostur. En með hækkandi olíuverði, hækkandi lánum sem og öðrum rekstri bílsins er ég var við mikla aukningu á hjólreiðafólki sem notar hjólið til samgangna. Það sést líka vel í því að nagladekk séu uppseld í byrjun nóvember á öllum stöðum.

Mig langar að trúa því að með samdrætti í efnahagi þjóðarinnar muni fólk fá stuðning frá ríki og sveitafélögum til að geta hjólað. Það er meðalannars gert með því að fjölga hjólreiðastígum eða tileinka hjólreiðum einhvern hluta af gatnakerfinu. Ég efast ekki um að miðlæg gatnamót á kringlumýrarbraut og miklubraut kosti mun meira heldur að gera góða samgöngubót fyrir hjólreiðamenn meðfram öllum stofnbrautum og inná útivistarstígana sem fyrir eru í hverfum höfuðborgarsvæðisins.

En það er afturá móti frábært að heyra af bílaklúbbnum sem þú ert í. Þetta er eitthvað sem gæti hentað mér fullkomnlega því engin getur verið alveg bíllaus allt árið. Ég lít þannig á að sendibílar, leigubílar og bílaleigubílar verði að duga í bili en frábært væri að hafa fastann aðgang að bíl og borga lítið fyrir.

Hjóla-Hrönn.. Ég fékk bara dejavú þegar þú minntist á snærið, Ég man svo eftir þessu þegar maður var gutti að reyna að bæta aðeins vetrarástandið á sér. Maður ætti kannski að prófa aftur ;)

Vilberg Helgason, 4.11.2008 kl. 17:47

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég setti mín fyrir nokkru síðan. Hann Simmi félagi pantaði fyrir mig eitt af síðustu dekkjunum sem fengust í Erninum. Ég var dauðfeginn að ná þessu í gegn, finnst ótrúlegt að ástandið sé svona slæmt.

Róbert Þórhallsson, 10.11.2008 kl. 00:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband