Agalega var ég stoltur af Akureyringum í gær

Ég vaknaði, fór og rölti í vinnu, það hafði snjóað, það var ekki búið að skafa götur enda kannski ekki þörf á nema einhver ætti sportbíl en ég sá allavega 3 göngustígaruðningstæki á leiðinni frá brekkunni niður á eyri.

Þetta þarf að vera í forgangi alltaf.. Hvernig eigum við annars að geta lagt bílnum og gert eitthvað annað en hann?

En þegar mikill snjór kemur snýst allt um að koma bílum milli staða og þá er skafið uppá gangstíga og bílar ganga alveg fyrir.

Núna eru að koma kosningar á Akureyri sem og annarsstaðar eftir 100 daga eða svo.

Er ekki málið fyrir einhvern frambjóðanda að taka þetta upp og nota sem stefnumál.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband