Jafn vitlaust og að keyra í ræktina

gym-stairsÞað eru alltaf skemmtileg þessi sjónarmið um hjálma og notkun þeirra. Sérstaklega þar sem þetta skiptist aðeins í 2  hluta.... Annarsvegar þeir sem vilja að allir noti hjálma og hafa engar áhyggjur af því að hjólreiðamönnum fækki hugsanlega fyrir vikið. Svo eru það hinir sem trúa því að fólk hætti almennt að hjóla ef það þurfi að nota hjálm.

En í seinni hluta greinarinnar um Cameron kom fram að hann hjólaði í vinnuna og embættisbíll á eftir með jakkafötin og töskuna og allt varð vitlaust.

Maður spyr sig í einfeldni sinni.... er það nokkuð vitlausara heldur að fólk keyri í ræktina ?


mbl.is Cameron enn í hjólavandræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég á hjálm en hef lítið nennt að nota hann þar sem ég hjóla fremur stutt í einu, það er 1-2 km. í vinnu og úr og annað lítilsháttar innanbæjar þess utan og varla meira en þetta 250 km. á mánuði og allt á gangstéttum. Hraðinn fer varla mikið yfir 20-25 km/klst. þannig að ég er aldrei í neinni sérstakri hættu og ekki heldur aðrir notendur gangstéttanna mín vegna. Ég hef að vísu runnið á hliðina í hálku á síðustu árum en það hefur alltaf átt sinn aðdraganda og gerst á sáralitlum hraða þannig að aldrei hefur legið við að ég yrði fyrir heilaskaða vegna þess. Maður lendir á öxlunum og fær einhver tímabundin eymsli þar og annað er það ekki. Vegna eðlisávísunar forðast maður skiljanlega að lemja hausnum í steininn.

En margir eru á miklu meiri hraða en þetta og eru jafnvel á götunni innan um bílaumferð og við þær aðstæður fyndist mér óverjandi annað en að vera með hjálm og traustan fatnað. Það er vafalaust lítið varið í að veltast um á malbiki á gallabuxum.

Hjálmurinn á tvímælalaust rétt á sér, almennt séð, en óþarfi að líta á það sem einhvers konar trúarbrögð, þú átt að geta hjólað 500 metra út í sjoppu án þess að vera í yfirvofandi lífsháska þetta snýst aðallega um kommon sens held ég, að búa sig eftir aðstæðum og vera klár í að bregðast við því sem kann að koma uppá. Því meiri hraði því minni tími til að reyna að forðast veruleg meiðsli og því fleiri hlutir í umferðinni sem eru þyngri en þú sjálfur og gætu rekist á þig - allt skapar þetta þér hættu sem þarf að bregðast við. Virðingarfyllst, gammon.

Baldur Fjölnisson, 7.4.2010 kl. 19:56

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Fyrir 35 árum var tiltölulega lítið af bílum á götunum og þá hjólaði ég í útjaðri þeirra með svona plastflagg til að halda bílunum frá mér. Þá var þetta allt annar heimur, ekki var leyfilegt að hjóla á gangstéttum og aðeins sérvitringar notuðu reiðhjól í praktískum tilgangi því skv. opinberri innrætingu kostaðri af hagsmunaaðilum þá vildi landinn aka um á eigin bíl og safna skuldum fyrir eigin íbúð og öllu öðru. Sem síðan rúllaði á hausinn með tímanum. En þarna fyrir 35 árum notaði ég hjólreiðar sem þjálfunartæki meðfram langhlaupum sem ég stundaði þá. Síðan fyrir um 15 árum hætti ég hlaupunum og hef reynt að hjóla síðan. Þetta er afbragðs líkamsæfing og getur verið mjög svo praktísk að öðru leyti en það sem enn vantar eftir allan þennan tíma er hjólreiðabrautir, raunverulegar samgönguleiðir fyrir þessa meðal gáfulegasta uppfinninga mannsandans. Það gengur ekki að þeysa um göngubrautir og þurfa allt í einu að díla við sitúasjón þar sem maður er annars vegar brautar og hundur hins vegar og þú á milli. Við þurfum því alvöru samgönguleiðir fyrir hjólreiðar - loksins - en ekki einhvern vandræðagang í kringum þessa dásamlegu og mjög svo hagkvæmu iðju.

Baldur Fjölnisson, 7.4.2010 kl. 22:41

3 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þú getur drepið þig á 10 km hraða. Ég held að hjálmanotkun eigi að fara algerlega eftir hvað þú ferð hratt. 20 km hraði er töluverður hraði, þó maður hjóli nú oft upp í 30-40 þegar best lætur.

Ef þú ert að dóla á 5km hraða, þá skiptir hjálmur engu máli. 

Og þó, einn kunningi var með plastpoka á stýrinu. Hann hjólaði smáspotta út í búð og það hægt. Plastpokinn festist í ventlinum og vinurinn kominn beint á hausinn á augabragði. Beint á ennið, þ.e. og ekkert smá sár sem hann var lengi með. Hann hefði hetað drepið sig, en svona er eitt dæmið um hvernig þú drepur þig á lúshraða, án hjálms. Annar kunningi hjólaði í eitthvað ræsi og framdekkið festist og hann steyptist líka svona fram fyrir sig.Það var svona smá glufa á ræsislokinu.

Horfið vel fram fyrir ykkur, og endilega nota hjálm eftr því sem hentar.

Ólafur Þórðarson, 8.4.2010 kl. 10:02

4 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Þessi rúllustigi hlýtur að vera í ameríku :)

Það eru þessi óvæntu atvik sem steypa manni á hausinn, ekki endilega hraðinn.  Síðast flaug ég fram af hjólinu af því handföngin voru öfug miðað við gamla hjólið, þ.e. vinstri bremsar að framan og það er með dempurum að framan.  Ég var bara á 5 km hraða og það komu aðeins skrapför í hjálminn, svo já, hann gerði gagn í það sinn.  Sem og önnur skipti, ég er ferlegur klaufi þegar hjólreiðar eru annars vegar.  Ég set upp hjálm þó að ég sé bara að skreppa út í sjoppu.

Hjóla-Hrönn, 8.4.2010 kl. 11:04

5 identicon

Ég hjóla sjaldan með hjálm. Finnst eiginlega að ég ætti frekar að nota hjálm þegar ég er á bílnum.

Annars er hér fróleg síða um gagnsemi reiðhjólahjálma:

http://www.cyclehelmets.org/

Jens (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 11:12

7 Smámynd: Morten Lange

Það er því miður ekki hægt að skera úr um gagnsemi hjálma með því að vísa í nokkrar reynslusögur. Þetta er mun flóknari dæmi en sem svo. Kíkið til dæmis á Wikipediu, sem byrjun. 

http://en.wikipedia.org/wiki/Bicycle_helmet

Morten Lange, 8.4.2010 kl. 12:20

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Já, það minnir mig á það þegar ég var að labba niður Laugaveginn á uþb. sex kílómetra hraða á klst. sé ég þá ekki hinu megin gamla kærustu úr menntaskóla og missi alla einbeitingu, rek tærnar í brún á gangstéttarhellu og endasendist nokkra metra. Fyrir guðs mildi var ég þokkalega vel á mig kominn eftir áratuga hlaup og hjólreiðar og náði skrokkur og heili því að að hindra að ég hreinlega dræpist þarna og það hjálmlaus.

Baldur Fjölnisson, 9.4.2010 kl. 01:03

9 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Baldur, þú hefðir betur verið með hjálm!  hehehe 

Er meðvituð um þessar síður Morten, en það er einmitt persónuleg reynsla sem veldur því að ég vel að vera með hjálm.  Ég hef oft skrapað skinnið af hnjám og handleggjum við fall og einu sinni brákað handlegg eftir slæmt fall, kollhnís fram af hjóli á ca 25 km hraða.  Hjálmurinn fór í mask við það tækifæri, ég lenti fyrst á hausnum, rúllaði svo með hjólinu og braut handlegginn.

Ég er meðvituð um að hjálmurinn geti skapað aukna hættu, sérstaklega ef hjólreiðamaður lendir í árekstri og hjálmurinn festist í einhverju.  Ég veg bara og met hvort eru meiri líkur á að ég fljúgi á hausinn ein á lítilli ferð eða verði fyrir bíl.  Þetta er bara bölvað pjatt í mér að vilja ekki vera með malbiksskrapför á kinnbeinunum.

Ég glápi líka á karlmenn úti á götu, ef ég fer að hrynja á hausinn ítrekað og slasa mig við það, þá mun ég líka labba um með hjálm.

Hjóla-Hrönn, 9.4.2010 kl. 14:53

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Haha Hrönn, mig grunar að þú gleymir að geta þess að þessar byltur hafi átt sér stað á einhverjum vegleysum og jafnvel uppi á öræfum í grjóti og urð. Það er náttúrlega engan veginn sambærilegt við einhverja kalla sem skrölta eftir gangstéttum í Reykjavík.

Baldur Fjölnisson, 9.4.2010 kl. 20:38

11 Smámynd: Morten Lange

Vilberg, þú skrifaðir :

Annarsvegar þeir sem vilja að allir noti hjálma og hafa engar áhyggjur af því að hjólreiðamönnum fækki hugsanlega fyrir vikið. Svo eru það hinir sem trúa því að fólk hætti almennthjóla ef það þurfi að nota hjálm.

Þú ert að sjálfsögðu að setja þessu á oddinn. En á meðan ég hef rekist á mörgum sem passa við fyrri fullyrðingina, á netinu, erlendis, og á fundum Umferðarráðs, svo dæmi séu tekin, þá hef ég ekki rekist á fólki sem seinni lýsingin passi við. Sérstaklega er það orðið "almennt" sem fellur setninguna, en líka á vissan hátt "trúa".

trúa : Hljómar fyrir þann sem ekki þekkir til eins og að menn óttast um eitthvað án þess að hafa neitt fyrir sér í því.  Öðru nær. Í öllum tilfellum þar sem þetta hefur verið kannað af alvöru, hefur niðurstaðan verið að bann gegn hjólreiðar án hjálma hafi fækkað hjólreiðamönnum um 20 - 40%

almennt : Hljómar eins og "allir".  Að sjálfsögðu fjarstaða.   Áhrifin hlýtur að fara mikið eftir menningu, og ekki síst hversu margir notuðu hjálma áður en hjálmaskyldan /hjólreiðabannið  var sett á. En sérfræðingar eru á því að fækkun hjólreiðamanna hafi sést í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Nova Scotia (Kanada). Menn virðist vera með vísbendinga líka frá BNA. Þetta hefur verið  viðurkennt af sérfræðinga norsku Vegagerðarinnar, meðal annars byggt á úttektum frá Transportøkonimisk institutt. Ein fullkomnasti rannsóknin kemst að þeirri niðurstöðu að fækkun hjólreiðamanna er skýrasti afleiðingin af hjálmalögunum ( fyrir utan þess sem hærri _hlutfall_  notaði hjálma eftir að lögin tóku gildi ). Hins vegar er ekki merki um að öryggi hjólreiðamanna hafi batnað.   Það gefur auga leið að ítrekuð skilaboð um að hjólreiðar séu svo hættulegar  hvað varðar alvarleg höfuðmeiðsl (ólíkt göngu og akstur bíla) að maður verði að nota hjálm og stutt hræðsluáróðri hafi áhrif í sömu átt og hjálmaskyldu, þó erfitt sé að segja til um hversu stór áhrifin sé.

hjóla : Það hefur sýnt sér að hjólreiðar til samgangna og  hjólreiðar sem hluti af daglegu lífi (gjarnan í venjulegum fötum, ekki sér hjólafötum) verða fyrir barðinu af hjálmaskyldu,  en  frístundahjólreiðar í miklu minna mæli.

þurfi að nota hjálm :Þetta orðalag felur nokkrar staðreyndir :

  • Fyrir marga er upplifunin frekar að í gangi sé bann gegn hjólreiðar (án hjálms)  
  • Það er meir en að segja það að nota hjálm, fyrir suma. Sumir eru í erfiðleikum með finna hjálma sem passa. Mín reynsla er að það þurfi að stilla hjálminn nánast daglega. Og hann er fyrir þegar maður fer af hjólinu, oft eða stundum, til dæmis ef maður er á ferðalagi. En ef hjálmurinn verður fyrir hnjaski, þá verður að kaupa nýjan. Samkvæmt ráðleggingum þá endist hjálmur sem er í notkun daglega ekki nema þrjú ár, sama hversu vel er farið með honum. Þetta er engan veginn eins þægilegt og auðvelt og með bilbeltið. 
  • Orðið hjálmur ber með sér að hann sé hannaður til að vernda. En nútíma hjólahjálmur eru ekki eins öflugur og hjálmar voru á áttunda áratugnum. Það er búið að minnka kröfurnar í stöðlunum. Staðlarnir miða við stál-líkön sem kremur frauðplastið í botni við að sleppa hjálmi og líkön frá minna en tveggja metra hæð. Það er skellur ofaná hjálminum þegar hann er prófaður. Aldrei á hliðinni. Og prófanir með stál-kúlu er lélegt módel fyrir það sem gerist með  hausa í hjálmum. Staðlarnir hafa gert það að verki að frauðplastið er allt of stíft. Plastið hefur verið hannað miðað við stífa stál-kúlu til að uppfylla stöðlum, ekki til að vernda höfuð, sem er mýkri. Auk þessa er þekkt að snúningskrafturinn á heilanum er oft það hættulegasta í slysum heila-áverka.  Hjálmar verja ekki hvað varða snúningskrafta. Í sumum tilvikum geta hjálmar gert illt verra, til dæmis með að festast smá stund í yfirborðið, á stað þess að renna.  Höfuðið er ansi vel hannað frá náttúrunnar hendi á þeim hraða þar sem hjálmur eigi að vernda . Á hærri hraða brotna hjálmarnir og hjálpa almennt ekki mikið að manni skilst.  Hjálmasérfræðingur sem safnaði saman hjálmum eftir óhöppum fann nánast ekki hjálma sem litu út fyrir að hafa sinnt hlutverki sínu. Frauðplastið yfirleitt ekki kramið. 

Til að reyna að forðast misskilningi : Mér finnst óáhugavert að ræða hvað einstaklingar kjósa. Ég vil frelsi fyrir hver og einn til að velja, hvort hann noti hjálm við hjólreiða, gangandi, í bíll, við knattspyrnu eða við bjórdrykkju. Helst byggt á upplýsingum um raunverulega virkni, og fleiri tegundum af þekkingu, frekar en óskhyggjan um töfravirkni léttra "nútímalegra" hjálma, og ýktar sögur   um meint óöryggi hjólreiða (eða tölfræði sem lýgur). 

Morten Lange, 11.4.2010 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband