Hjólreiðar í kosningum á Akureyri - Bæjarlistinn

 Í fyrstu úttekt minni á hversu viljugir flokkarnir á Akureyri eru til að bæta aðstöðu fyrir hjólreiðamenn á Akureyri tók ég mig til og las stefnuskrá Bæjarlistans -XA á Akureyri. Það var nú ekki mikið á því að græða en það voru þó sérstaklega 2 atriði sem stungu mig lítillega.

En undir hlutanum Umhverfismál á heimasíðu þeirra (www.baejarlistinn.is) má finna eftirfarandi texta og svo set ég glósurnar mínar inn í bláu.

Bæjarlistinn leggur ríka áherslu á lagningu göngu- og reiðhjólahjólastíga
Bæjarlistinn verður að átta sig á því að gangandi og hjólandi umferð á enga sérstaka samleið sérstaklega ef notast á við reiðhjól sem samgöngutæki. Reyndar er gatan alltaf til staðar fyrir þá sem vilja fara hraðar.

og að lagðir verði stígar fyrir línuskauta
Fatta ekki alveg hvað er verið að fara þarna. Er einhver sérstakur línuskautamaður í Bæjarlistanum sem vill fá sér stíg fyrir línuskautafólk en sameiginlegan stíg fyrir gangandi og hjólandi.

 og fleiri brautir fyrir gönguskíðafólk.
Hvar eiga þessar brautir fyrir gönguskóðafólk að liggja ? ekki er hægt að samnýta göngustíga, línuskautastíga, hjólastíga á veturna með gönguskíðabrautum. (Set þetta með þar sem gönguskíðabraut kom undir umhverfishluta stefnuskráarinnar og var settur í lið með öðrum möguleikum til samgangna)

Þannig stuðlum við að aukinni hreyfingu, minni bílanotkun og minni mengun. Jafnframt er komið til móts við ferðalanga sem sækjast eftir útivist og hreyfingu.
Göfug marmið en engu að síður engin markmið. Það er hægt að setja inn markviss verkefni í tengslum við bílaumferð en bara að skella stígum hér og þar fyrir aðra samgöngumáta.

Síðan í undir Skipulagsmál má finna eftirfarandi

Gönguleið sú sem á að liggja meðfram strandlengjunni inn að flugvelli og finnst nú einungis í gömlum skinnhandritum verði kláruð á kjörtímabilinu.
Þetta er verkefni sem tími er kominn á. Reyndar hefur þetta aðallega staðið á vegagerðinni sem á í raun veginn inn að flugvellinum og því er um samstarfsverkefni bæjarins og vegagerðarinnar að ræða í þessu tilfelli.
En af hverju er samt ekki hægt að setja markmiðið hærra og útbúa tildæmis stíg alla leið uppí kjarna eftir þessarri leið og útbúa þar með góðann hring fyrir fólk að þvælast á nokkuð öruggri leið og svo fyrst við erum byrjuð í samstarfsverkefnum þá á náttúrulega að fara með þennan stíg alveg inn í Hrafnagil og stækka þjónustusvæði beggja sveitafélaganna með þessarri tengingu og búa þar til áhugaverðan kost jafnt fyrir Eyfirðinga sem ferðamenn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband