Græjuhornið: Fellihýsi fyrir reiðhjól

fellihýsi

Midget Buhtrekka er fellihýsið fyrir þá sem vilja ferðast með smá klassa á reiðhjóli. Fyrir okkur sem höfum gert það er yfirleitt það versta þegar tjalda þarf á blauta jörð, þarna losnar maður alveg við það.

Gallinn við þetta er samt eflaust að það er hundleiðinlegt að hjóla með svona breiðan aftanívagn sem er ástæðan fyrir því hvað vagnarnir Bob-Yak hafa náð miklum vinsældum enda jafn breiðir og hjólið með manni.

En þetta er samt eitthvað sem er alveg vert að skoða og kostar rúmlega 300$ frá framleiðanda (sjá slóð að neðan).

Græjan sjálf er 25 kg og tekur allt að 180 lítra af farangri sem er nokkuð gott. Vagninn er þrælsterkur og færi leikandi yfir meðalgróft yfirborð og ætti þar með að opna á flestar af fjallaleiðum hjólatúristans eins og sprengisand og kjöl.

Vagninn er stillanlegur á fjölmargann hátt og hentar dekkjum frá 20 til 29 tommum sem ætti að vera sirka öll hjól.

Fulltjaldað er innanrýmið 230 cm á lengd 80 cm á breidd og um 1m.  á hæð sem gerir þetta þægilegt 1 manns tjald og hálf vonlaust tveggjamanna :) En fyrir pör sem sofna í faðmlögum gæti það alveg gengið. En eins og áður kom fram er 180 lítra geymslupláss í vagninum þannig að ef 2 ferðast saman væri hægt að vera með aukatjald þar þó það hljómi hálf fáránlega.

Það verður spennandi að sjá hvort við fáum að sjá fyrsta svona vagninn á slóðum íslands næsta sumar, fann allavega ekki neinn umboðsaðila á Íslandi þegar ég athugaði.

Hér er slóðin á þetta hjá framleiðanda og svo myndband af þessu í aksjón.

http://store.kamprite.com/catalog/Midget-Bushtrekka-p-16143.html

 


« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

Fellihýsi á bakpokann er það sem mig vantar,

K.H.S., 7.4.2013 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband