Dæmi um samgönguáætlun fyrir hjólreiðar - ekki íslensk því hún er ekki til.

large_flag_of_norwayÉg tók mig til og las norsku samgönguáætlun þeirra um hjólreiðar og gerði smá útdrátt. Og þar sem norðmenn eru fyrirmyndir okkar í svo mörgu væri óskandi að Íslenska ríkisstjórnin myndi krota saman smá stefnu fyrir næstu ár. Enda sorglegt að lesa í grein í sunnudagsmogganum seinasta að þetta væri allt á valdi sveitafélaganna að mati vegagerðarinnar. Besta dæmið um það er eflaust að ekki hefur verið gerður göngu né hjólastígur frá Akureyrarflugvelli niður í bæ þar sem vegagerðin á veginn, ekki Akureyrarbær. 

Á meðan við Íslendingar eigum ekki stafkrók í samgönguáætlunum um hjólreiðar þá eru Norðmenn að standa sig mun betur en við. Þeir eru búnir að sjá að hjólreiðar eru hagkvæmur kostur fyrir fjármál ríkisins. Þeir eiga meira að segja orðið 2 af 11 hjólavænstu borgum heimsins. 

En hérna er stiklað á stóru í norsku samgönguáætluninni. 

Öryggi
Mikilvægt sé að hættan af dauðsföllum og varanlegum meiðslum hjólreiðamanna meigi ekki vera hærri hjá hjólreiðamönnum heldur en þeim sem ferðast á vélknúnum tækjum. 

Umhverfi
Að ná fram grænni samgöngumáta með öflugum hjólastígum frá úthverfum. 

Hagkvæmni
Norðmenn hafa reiknað það út að sparnaður af hverjum þeim sem velur hjólreiðar sem samgöngumáta sé um hálf milljón íslenskra króna. Þessi útreikningur er fengin út með því að finna kostnað við rekstur vegakerfis, árekstra, meiðsla og fleiru en þessi ávinningur miðast við að samgöngukerfið sé fullbúið fyrir hjólreiðamenn. 

Hlutdeild hjólreiða
Í Noregi eru hjól valin í 4% tilfella fram yfir aðra samgöngumáta en í flestum öðrum Evrópulöndum er það milli 5 og 10%, þar sem Holland er á toppnum með 28%, Svíþjóð með 12% og er markmið Norðmanna að koma þessu hlutfalli í 16% á árinu 2010.Helmingur allra ferða sem farnar eru í Noregi eru styttri en 5 km sem ætti að bjóða uppá að fjölga þeim sem labba eða hjóla þessar ferðir um 50% í bæjum og borgum stærri en 5.000 íbúa. 

Norðmenn vilja hlutdeild hjólreiða sem samgöngumáti í hjólreiðaborgum eigi að aukast um 50%Að fjöldi ferða þar sem reiðhjól er notað eigi að vera í það minnsta 8% af skreppum og öðrum ferðum.  

Að gera það öruggara og meira aðlaðandi að hjóla:
Markmiðinu að auka hjólreiðanotkun geti einungis verið náð með því að hjólreiðar séu öruggar fyrir einstaklinga, sérstaklega þannig að foreldrum finnist börnin sín örugg á leið til og frá skóla.Að hjólaleiðin sé sem styðst og auðveldara sé að komast á hjóli en á bíl á áfangastað.Að hjólaumferð sé gefin forgangur eða jafn réttur ávið bíla á götum og við gatnamót.Gott aðgengi og geymsla fyrir reiðhjól við verslunarmiðstöðvar og samgöngupunkta. 

Til að þetta sé hægt þurfi samhent átak ríkisins, vegamálastofnunar, fyrirtækja, stofnana og hagsmunasamtaka. 

Umferðarreglur
Bæta þurfi umferðarreglurnar til að gera hjólreiðar öruggari og hjólreiðafólk hvatt til að virða nýjar reglur. Öryggisstaðlar verði settar fyrir reiðhjól og hjólreiðamenn þurfi að vera með hjálm og í sýnilegum klæðnaði með endurskinsmerki. Einnig eigi að vera hjólreiðaþjálfun og kennsla fyrir börn. 

Hvatning til hjólreiða
Hvetja eigi til hjólreiða með því að draga úr forgangi bílaumferðar með veggjöldum og bílastæðagjöldum.  

Staðall um hjólastíga
Gerður verði staðall eða leiðbeinandi línur fyrir gerð hjólastíga og það væri ábyrgð ríkisstjórnarinnar að tryggja hjólastíga í borgum og bæjum með fleiri en 5.000 íbúa. Að halda áfram við gerð hjólastíga með þjóðvegum landsins. Sjá til þess að gæði hjólastíga séu góð. 

Góð og örugg hjólastæði
Að tryggja örugg hjólastæði við almenningssamgangnastöðvar og gera tryggar hjólaleiðir frá byggðum svæðum að svoleiðis stöðvum. 

Almenningssamgöngur
Tryggja að hægt sé að taka reiðhjól með í almenningssamgangnatæki utan háannatíma. 

Tenging við atvinnulífið
Vinnuveitendur þurfa að hvetja til hjólreiða. Með uppsetningu sturtu og hvatningu til hjólanotkunar í tengslum við vinnu, örugg hjólastæði, stofna til hjólasamninga og styrkja starfsmenn til hjólakaupa. 

Markaðssetning hjólreiða

Stefna í markaðssetningu hjólreiða sem miðar að öruggum hjólreiðum. Skilboðum til þjóðarinnar um kosti hjólreiða þurfi að fylgja eftir með auglýsingaherferð í hjólabæjum.

Þá er bara að bíða íslensku samgönguáætluninnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Margt gott í þessa áætlun, og sérstaklega það að hún sé til og norski Vegagerðin og systirsamtök Landssamtaka hjólreiðamanna (Syklistenes Landsforening) vinna saman að því að efla hjólreiðar.

Þeir halda saman ráðstefna um eflingu hjólreiðar með hundruðir þátttakenda frá sveitarfélögum  frá norðri til suðurs, auk sérfræðinga úr vegagerð, lýðheilsu og fulltrúa hjólreiðamanna.

En þetta með að láta eins og hjólreiðar séu sérstaklega óöruggar er að skjóta sér í fótinn ef maður vill virkilega efla hjólreiðar.   Og gefur skekkta mynd.   Eins og bent er á í bæklingnum "Cycling the way ahead for towns and cities"  (ESB, 1999). Eins og kennarinn í hjólafærni, sem kom til landsins benti á.  Og höfundur bókarinnar sem er notuð sem kennslubók, John Franklin.  Ef eðlilegri samanburður er gerður, en að nota kílómetrana sem grundvöll, en í staðinn notuð fjölda ferða eða miðað við klukkustundir eyddar í farartækinu, koma hjólreiðar mjög vel út.  

Við skulum líka hafa tvennt hugfast :

  • Þeir sem hjóla til vinnu og skóla lífa lengur. Það sýna fjöldi rannsókna. Frægust er sú sem Lars Bo Andersen og kollegar skrifuðu um árið 2000.  30% lægri dánarlíkur fyrir samtals yfir alla dauðdaga yfir 14 ára rannsóknatímabili, þar sem 30.000 fullorðnir tóku þátt.  Það mikið hollara er að hjóla en að hjóla ekki.
  • Hegðun bílstjóra, hár leyfður hraði og þess háttar er það sem er orsök mannforna í umferðinni.  Bílstjórar og umhverfið sem er búið til fyrir þá er það sem drepur hjólreiðamenn í Noregi. Það stafar ekki hætta af hjólreiðum, heldur af bílum og bílstjórum. Lækkun hraða, og að viðurkenna ábyrgð þeirra sem eru á stórum og hraðskreiðum ökutækjum hljóta að vera forgangsmál sem ættu að hafa jafn mikla áherslu og lagningu hjólreiðabrauta ( oftast eru þetta blandaðir stígar reyndar )

Eftir að þessi samgönguáætlun var kláruð er komin viðurkenningu á því í Vegagerðinni norsku, sem er raðgjafi Samgönguráðuneytisins, að  hvers konar þvingun varðandi hjálma mundi að öllum líkindum draga verulega úr hjólreiðum. Heildarvirkin væri afar neikvæð fyrir lýðheilsu. Sjálfur hefði ég mögulega einhver þátt í endurmatinu, í gegnum fundi með Transportøkonomisk institutt um hjálma og virkni þeirra.  ESB bæklingurinn "Kids on te move" (2002) , nýleg álýktun European Cyclists' Federation,  kafli  í Helmet Manual frá WHO  og skýrsla frá National Childrens' Bureau (UK)   koma öll með sterk rök gegn ofuráherslu á hjálma.  Meðal annars er bent á "victim blaming", og að reynslan frá löndum með hjálmaskyldu er afar neikvæð hvað varðar þróun höfuðmeiðsla.   

En á heildina er þessi áætlun mjög gott skref. Takk fyrir að vekja athygli á þessu og segja frá með svona greinargóðum hætti. 

Morten Lange, 9.6.2008 kl. 00:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband