Hjólreiðamenn vilja loftpúða utan á bíla

loftpudiutanaLoftpúðar í bílum hafa dregið úr dauðsföllum í umferðarslysum undanfarin ár og nú vilja hjólreiðamenn í Hollandi fá það sama fyrir sig.

Hollensku hjólreiðasamtökin segja að 60 lífum gæti verið bjargað á ári ef loftpúðar væru settir í húdd bíla, sem er einmitt staðurinn sem hjólreiðamenn lenda yfirleitt á ef ökumaður keyrir á þá. Loftpúðar sem skjótast út gætu einnig fækkað alvarlegum slysum um 1500 á ári. 

„Hingað til hefur allt snúist um að vernda þá sem sitja í bílunum en nánast ekkert gert til að vernda þá sem verða fyrir bílulnum.“ Var sagt í yfirlýsingu frá samtökunum. 

Samtökin kalla eftir því að ríkisstjórnin og bílaiðnaðurinn taki þátt í aðgerðum til að draga úr alvarlegum slysum

Samtökin segja að 216 hjólreiðamenn hafi dáið í Hollandi 2006, þar af 106 sem lendu í samstuði við bíla.

Sweden‘s Autoliv Inc, stærsti framleiðandi loftpúða og sætisbelta hefur þegar hannað púða sem blæs út neðst frá framrúðunni.

loftpudihjol

Hjólreiðar hafa alltaf verið vinsælar í Hollandi þar sem hjólreiðasamfélaginu er vél þjónað með stígum og akreiknum. Í Hollandi eru 18 milljón reiðhjól fyrir 16 milljón íbúa þess.

Svo er hægt að redda loftpúða sjálfur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband