bensín mun ekki lækka - veljum annað.

Leiðir til að lækka bensínkostnað.

 Nýjasta fréttatískan er að allir séu að fá sér vespu. Það er alveg þrælsniðugt, eyðir litlu og væri virkilega gaman að sjá göturnar þéttsetnar af vespum. Til að toppa þessi tískuvespukaup þá er hægt að fá rafmagnsvespur sem þú hleður bara heima og keyrir einhverja tugi km á. Það er enn sniðugra.

Gallinn við vespu er að hún er því miður svo "sumar" eitthvað. Ég hreinlega þekki það ekki hvort hægt sé að fá nagladekk á hana og svo hvort fólki myndi líða sem það væri öruggt á henni í hálku og slabbi þó það væri með nagladekk. Svo má ekki vera á hjóla/göngustígum á vespu.

Þessvegna er kjörið að fá sér reiðhjól, reiðhjól með stuðningsmótor eða jafnvel fullorðið keðjudrifið  þríhjól.

 Á reiðhjóli er hægt að hjóla allt árið í Reykjavík sem dæmi, maður fær sér bara nagladekk og góð föt. Það eru örfáir dagar sem maður myndi taka strætó eða leigubíl eða jafnvel grípa í bíl makans sem ekki hefur fengist til hjólreiða. 

Sparnaður af því að annar aðilinn á heimilinu sé á reiðhjóli er gífurlegur fyrir eina fjölskyldu.
Peningalega þá sparast þónokkrir þúsundkallar á mánuði, sá sem hjólar öðlast mun betri heilsu og svo eru börn að jafnaði stolt af foreldrum sem hjóla.

Svo er að láta börn hjóla á æfingar og til vina, leyfa þeim að nota reiðhjól sem samgöngutæki fyrir sig í stað þess að skutla þeim allan skapaða hluti. Börn njóta þess að hjóla og ef þau eiga að velja milli þess að hjóla eða labba þá er hjólið alltaf valið. Það þarf bara að taka valið um að vera keyrð í burtu og ef mamma eða pabbi hjóla alltaf til vinnu þá er auðvelt að rökstyðja af hverju þau eru ekki keyrð útum allt.

Ef að báðir foreldrar hjóla allt árið þá er aukakostnaður eins og leigubílar, strætókort og jafnvel bílaleigubíll þegar skreppa á í fríið aðeins brot af kostnaði þess að eiga og reka bíl allt árið, hvað þá tvo.

 


mbl.is Bensín hækkar um 3 krónur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég myndi glaður vilja sjá

300 kr vegtoll inní miðborg Reykjavíkur

300 kr klukkutímann í bílastæði eða að hafa ókeypis í þau en 15 mín. hámarkstíma.

Einnig myndi ég vilja fækka akgreinum á miklubraut og hringbraut til þess að gera umferð á bíl tolveldari og með því fari fólk að skoða aðra samgöngukosti eins og strætó, göngu eða hjólreiðar. Þessar akgreinar sem fækkað yrði um myndu breitast í reinar fyrir reiðhjól og hugsanlega vespur. 

Það er bara sorglegt hvað fólk er nánast hvatt tili bílanotkunar með forgangshugsun bílaumferðar í öllu skipulagi Reykjavíkurborgar. Enda er að jafnaði bara 1 í hverjum bíl.

Vilberg Helgason, 24.6.2008 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband