Hvað ætlum við að gera?

Og hvað ætlum við Íslendingar að gera.

Það er alltaf verið að tala um hvað allt sé auðvelt á Íslandi, vegna smægðar landsins sé hægt að framkvæma allar breytingar hraðar og við Íslendingar tökum almennt hraðar við okkur en aðrar þjóðir.

Samt finnst mér við ekki vera að gera neitt markvert hérna á klakanum til þess að draga úr útblæstri t.d., Ég hugsa samt að á þessu ári verði úblastur minni en í fyrra sökum þess að bensín hækkaði og smásala er að minnka sem þýðir minni þörf á vöruflutningum. Svo eru engar stóriðjuframkvæmdir og minni byggingarframkvæmdir þannig að allur útblástur vegna þessa er miklu minni.

Samt er ekki verið að gera neitt til þess að nýta þennan samdrátt til að venja fólk á hagkvæmari samgöngumáta eða hvetja til þeirra.

Ef við Íslendingar myndum byrja að nota strætó meira þá myndi það komast í vana og margir fækka um bíl á heimilinu og jafnvel ekki bæta honum við aftur þegar samdrátturinn er búin. En til þess að fólk tileinki sér strætó þarf að vera ókeypis fyrir alla í strætó og leiðakerfin þurfa að henta fólki vel. En Garðabær ætlar ekki einu sinni að gefa námsmönnum í strætó í vetur og Reykjavíkurborg þurfti að hugsa sig tvisvar um. Ég vona bara að það komi strætó yfir hellisheiði í vetur svo hægt verði að draga úr akstri þar yfir.

Það eru margir sem gleyma því að meiri akstur þýðir hærri slysatíðni og það er kostnaður fyrir ríkið og rekstur sjúkrastofnanna. Auk kostnaðar við endurhæfingu, dánarbætur og hefur áhrif á hækkun iðngjalda hjá tryggingarfélögum.

Á sama tíma er verið að fjölga akgreinum á miklubraut og verið að tala um að leyfa bílum að aka þar um með fleiri en einum farþega. Gott og blessað að hafa forgangsakreinar og verðlauna bílstjóra fyrir að vera fleiri en einn í bíl. En er á sama tíma ekki bara verið að auðvelda bílstjórum sem eru einir í bíl að ferðast á hinum akgreinunum og þar með verið að færa umferð frá þeim og auðvelda þeirra akstur.

Og með breikkun miklubrautar er nánast búið að gera möguleika á hjólreiðum meðfram henni að engu. Það hefði átt að gera auðvelt og þægilegt hjólreiðakerfi eftir miklubrautinni svo fólk myndi venjast á að nota hjólið til að komast milli staða. Það á nefnilega að vera auðveldara að komast á milli staða með strætó eða hjóli svo fólk velji það fram yfir bílinn.

Þannig að Ísland er að hvetja til aukins útblástrar í stað þess að draga úr honum. Er ekki kominn tími til þess að menn átti sig á að besta leiðin til að draga úr útblástri og mengun er að fá fólk til að keyra ekki, heldur velja aðra kosti.

Það er alltaf verið að tala um óhefðbundna orkugjafa en þeir eru bara ekki í boði. Það er bið eftir að fá tvinnbíla og vetnisbílar hafa 1 stöð í Reykjavík og Rafmagnsbílar eru ekki nógu langt komnir. Er þetta ekki eins og að selja lóðir á tunglinu að benda fólki á að nota óhefðbundna orkugjafa á meðan hægt er að hvetja fólk til að nýta þá kosti sem eru í boði.


mbl.is Samþykkt að draga úr losun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband