Ræma til Hveragerðis

Hjólaræma frá Reykjavíkur til Hveragerðis samhliða tvíbreikkun Suðurlandsvegar.

Já það stendur til að fara í framkvæmd á fyrstu hjólaleið Íslands milli tveggja sveitafélaga sem ekki eru límd saman og einnig þeirri fyrstu meðfram þjóðvegi eitt.

þetta er náttúrulega snilld að þetta sé að komast í framkvæmd og því mikilvægt að ná fram réttu lausninni og útfærslunni. Fyrir þá sem hafa áhuga þá eru Landssamtök hjólreiðamanna með kynningu á framkvæmdinni í máli og myndum og óska eftir umræðum og skoðanaskiptum um þetta mál.

Það er um að gera að mæta og koma skoðunum sínum á framfæri í kvöld klúkkan 8 í klúbbhúsi Fjallahjólaklúbbsins við Brekkustíg 2, vestur í bæ.

Ég hvet alla til að mæta og bendi á heimasíðu landssamtakanna www.lhm.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Vá, þetta er æði! Þá mun maður aftur taka sig til svona annaslaginn að hjóla til Suðurlands. Og ekki veitir af að hugsa loksins um hjólreiðamenn á þjóðveginum. Mér finnst að umferð þeirra hefur stóraukist nú í sumar.

Úrsúla Jünemann, 14.8.2008 kl. 12:13

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Sammála að þetta er frábært.

Og einnig er ég sammála að umferð hjólreiðamanna á þjóðvegum hefur aukist í ár þó ég geti ekki gefið neinar tölulegar staðreyndir fyrir því.

En til gamans þá tók ég seinustu vikuna í júlí og keyrði Frá Reykjavík til Akureyrar og taldi þá 63 hjólreiðamenn þegar ég keyrði norðurleiðina og svo 49 þegar ég keyrði suður.

Svo í gær skrapp ég á Húsavík frá Akureyri og þar voru 9 hjólreiðamenn á leiðinni á milli sem eru rétt tæpir 100 km. Svo voru þeir orðnir 7 þegar ég fór til baka 2 tímum seinna.

Þetta er ferðamáti sem er að stóraukast og virkilega gaman að sjá alla þessa ferðamenn njóta Íslands til fullnustu með því að hjóla landið.

Og af eigin reynslu er stórhættulegt að hjóla Hellisheiðina eins og hún er, þá sérstaklega þar sem víraveghliðin eru því þau þrengja möguleika bíla til að víkja stórlega þegar þeir taka frammúr manni  á 110 km hraða.

Vilberg Helgason, 14.8.2008 kl. 13:05

3 Smámynd: Stefán Helgi Valsson

Ég sé fyrir mér hjólreiðastíg umhverfis landið og að þar felist tækifæri fyrir ferðaþjónustuna í landinu. Frábærar fréttir að verið sé að leggja stíg milli Reykjavíkur og Hveragerðis. En væri ekki best að hafa slíkan stíg í örlítilli fjarlægð frá þjóðveginum til að forðast hljóðmengunina?

Stefán Helgi Valsson, 14.8.2008 kl. 21:43

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Er eitthvað pláss fyrir okkur hjólreiðamennina á þjóðveginum? :)

Róbert Þórhallsson, 15.8.2008 kl. 00:33

5 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Ég var á þessum fundi og á honum kom fram að þetta er enn á hönnunarstigi og það á eftir að taka allar ákvarðanir. Það gefur okkur hjólreiðamönnum tækifæri til að koma að athugasemdum meðan enn er svigrúm til að breyta áætlunum. Hugmyndin er að setja malbikaða ræmu frá Reykjavík að Hellisheiðavirkjun á malarveg, sem Orkuveita Reykjavíkur er að leggja meðfram heitavatnsleiðslu þar á milli. Þessi vegur er talsvert fyrir norðan Suðurlandsvegin sjálfan. Síðan á hjólavegurinn að fara yfir hálsinn við Hellisheiðavirkjun hinum megin við fellið, sem skíðaskálin í Hveradölum er við og á síðan að beygja að Suðurlandsvegi og fara undir hann í undirgöngum og þaðan eftir gamla Suðurlandsveginum sunnan núverandi vegar. Stígurinn á síðan að vera meðfram núverandi vegi í Kömbunum.

Almenn samstaða virtist vera á fundinum um þessa vegalagningu en þó vilja menn líka hafa opna leið í Lækjarbotna, á bláfjallaveg, í Jósefsdal, að þrengslavegi og síðast en ekki síst að Litlu Kaffistofunni, sem reyndar verður færð. Barátta hjólasamtaka varðandi þennan veg mun væntanlega að mestu snúast um grófleika slitlags og breidd þess. Vitað er að yfirvöld vilja komast eins ódýrt frá þessu og hægt er og því hafa jafnvel verið uppi hugmyndir um að um verði að ræða otterdekk og aðeins 1,5 metri á breitt. Það er helmingur af breidd göngustíga í Fossvogsdal og i Nauthólsvík svo einhver viðmið séu tekin.

Samstaða var um það á fundinum að slitlagið verður að vera fært götuhjólum og því þarf þetta að vera malbik. Einnig kom skýrt fram að ekki kæmi til greina að breiddin verði innan við 2,5 metrar og helst þrír metrar. Það eru komin á markaðin sethjól og njóta þau vaxandi vinsaælda. Mikið er um að þau séu þríhjól. Einnig ferðst margir um með aftanívagna annað hvort fyrir börn eða farangur. Til að slík tæki geti mæst á stígnum þarf breiddin að lágmarki að vera 2,5 metrar. Einnig þarf að hafa það í huga að hjólreiðamenn, sem eru einfaldlega að fara þarna á milli en eru ekki að njóta útiveru fara talsvert hraðar um en útivistamennirnir. Ef þeir fá ekki meira en 1,5 metra til að athafna sig mun það takmarka verulega hraða þeirra og er hætt við að þeir muni þá frekar velja að fara eftir Suðurlandsveginum sjálfum. Því fylgir einnig mikil hætta að hafa ekki breiðari stíg en þetta fyrir hjólreiðamenn á 30 til 60 km. hraða.

Malarvegurinn verður breiðari og því munu bæði hestamenn og krossarar fara þarna um malarveginn sjáfan og það mun valda því að grjót fer upp á hjólavegin. Það gerir aukna kröfu um breidd því mest af grótinu nær rétt upp á jaðra stígsins og þeim mun meiri, sem breiddin er þeim mun meira verður um færa leið framhjá grjótinu að ræða.

Að sjáflsögðu kosta kröfur LHM meira en hugmyndir yfirvalda en höfum í huga að samkvæmt því, sem bæði helstu umferðaöryggissérfræðingar þjóðarinnar hafa sagt og einnig vegahönnuðir þá duga 2+1 vegur vel á Suðurlandsveginum sjálfum allt til ársins 2030 og hann dregur alveg jafn mikið ef ekki meira úr slysahættu en 2+2 vegur eins og til stendur að leggja á Suðurlandsvegi þarna á milli. Það er því verið að setja milljörðum meira í vigin en nauðsynlegt er umferðaöryggis vegna til að bæta þjónustutig hans enn frekar umfram nauðsyn. Það er því ekki óeðlileg krafa að einnig sé sktaðið myndarlega að málum varðandi leið fyrir hjólreiðamenn þarna á milli.

Ég vil hvetja alla áhugamenn um hjólreiðar að fylgjast vel með þessu máli og taka þátt í baráttu LHM fyrir því að þessi hjólaleið verði gerð þanni að sómi sé að en ekki kastað til hendinni þannig að leiðin verið illfær stórum hluta hjólreiðamanna. 

Sigurður M Grétarsson, 16.8.2008 kl. 10:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband