Hver er hin pólitíska tíska á ár

Það veit ég.. Ég veit líka að það er auðvelt að lofa og það er auðvelt að fylgja tískunni þegar fólk hefur áhuga á enhverju. En forréttindi sveitafélaga er að þau þurfa ekk að standa við það sem þau segja.

Í vor var það heitasta að setja upp hjólreiðaáætlanir og ætla að gera Reykjavík að hjólaborg og svo náttúrulega skrefinu lengra ætlaði Akureyri að ganga með enn stærri áætlun. Frábært hugsaði ég. Loksins er eitthvað að gerast í málefnum hjólreiðamanna. 

Ég talaði við reynda hjólreiðamenn sem hafa staðið í baráttu við ríki og sveitafélög um bætta aðstöðu hjólreiðamanna og þeir sögðu, bíddu bara því orð eru orð en við skulum sjá þetta í verki og svo fagna.

Ég sem er greinilega ennþá blautur á bak við eyrun í þessarri baráttu miðað við marga hafði samt trú á að eitthvað væri að fara að gerast. Þá meina ég aðallega hjá sveitafélögunum því fréttir og tilkynningar á áætlununum voru ekki sparaðar.

Tökum dæmi:

Akureyri: komst í fréttir með að þeir ætluðu að gera Akureyri að hjólreiðabæ og fara að gera alvöru hjólastíga og gefa aðgang að götum með sérmerkingum og svo framvegis og fengu Mannvit ef ég man rétt til að vnna áætlunina fyrir sig sem var frábært framtak og það sem ég hef séð af áætluninni var frábært og ég vonaðist til að sjá eitthvað gerast í sumar en NEI ég heyrði seinast að þetta hefði ekki einu sinni verði kynnt formlega fyrir bæjarstjórn, þetta var bara búið til og svo grobbað sig af því.

Reykjavík:  kom með þessa frábæru leið þar sem þeir ætluðu að gera sér hjólastíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og gengu skrefinu lengra en Akureyri og kynntu áætlunina sem var frábær og framkvæmdir áttu að hefjast í sumar, en eitthvað klikkaði... Og ég bíð ennþá spenntur eftir að eitthvað gerist.

Reykjanesbraut: Ég skrifaði færslu einhverntíma fyrir nokkrum vikum þar sem ég sagði "og svo ætla þeir að loka reykjanesbraut fyrir hjólreiðum" en viti menn, það er búið að loka kafla og komið skilti og allt saman en engin önnur leið ?. Það er náttúrulega fáránlegt  þegar fólk fær ekki að hjóla eftir einhverri götu á reiðhjóli á meðan önnur leið  er ekki til boða. Og hvað þá heldur þegar það vantar skilti við upphafi vegar um að ég fái ekki að hjóla alla leið.

En gaman verður að vita hvort það verði í tísku að slá sig til hjólreiðaáhugamanns í sveitastjórnarmálum á næsta ári og lofa öllu fögru eða hvort að eitthvað muni gerast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég veit hvað gerðist í Reykjavík.  þeir fengu valkvíða.  það eru nefninlega tvær gönguleiðir sem liggja meðfram sjó og enda við Kringlumýrarbraut.  Ég gerði ábendingu á 123 og Reykjavik um að það vantaði sér hjólabraut meðfram Sæbrautinni, frá miðbænum að Kringlumýrarbraut vegna mikil fjölda gangandi fólks.  Það svaraði mér maður frá einhverri ágætri stofnun hér í bæ og sagði að þetta væri nú löngu komið á dagskrá, Ægissíðan og alles inni í því.  Yrði tilbúið í haust.  Sumsé hjólaleiðin hinu megin í bænum.  Ekki er öll vitleysan eins.

Hjóla-Hrönn, 11.9.2008 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband