Er þá einhver afsökun eftir

Með þessu nýja og einstaklega vel útfærða korti af höfuðborginni þar sem finna má hjólaleiðir bæði eftir heðbundnu korti og loftmynd af svæðinu ættu allir að geta séð hvaða möguleika þeir hafa til að komast milli tveggja punkta s.s. borgarhluta, hverfa eða innan hverfis auk þess sem þeir sem vilja hjóla sér til heilsubótar geta fundið sér fínan hjólahring.

Það eiga jú næstm allir hjól og því er ekkert annað að gera en prófa að skella sér af stað og hjóla aðeins þó veðrið sé farið að kólna aðeins.

Það er alltaf hægt að klæða af sér rigninguna og rokið og svo eru hjólreiðar hreyfing þannig að maður hjólar sér til hita. Það sem fólk þarf helst að varast þegar það fer að stað í kulda er að eyru, puttar og tær eru það sem helst verða kuldanum að bráð á reiðhjóli og því hentugt að klæða sig eftir því.

En það er samt búið að vera frábært þegar maður er að hjóla að morgni eða síðdegis að sjá hversu mikill fjöldi er farin að hjóla dags daglega og lætur smá vætu og vind ekki trufla sig og kemur ánægt með sig heim á kvöldin við góða heilsu og getur hangið með góðá samvisku yfir sjónvarpinu um kvöldið.

Kortið á netinu má sjá hér

 


mbl.is Nýtt kort fæst gefins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband