Snarklikkaðir í myrkrinu

hfr.jpgÞað er ekki hægt að lýsa þessum strákum betur en þetta... Þeir bruna á hellings hraða niður brekkur með óvæntar beygjur og með adrenalínið í botni.

Þetta eru strákarnir hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur sem hittust í dag og kepptu í Downhill í Öskuhlíðinni og kepptu  um hver væri fljótastur að komast sem hraðast niður brekkur í hlíðinni.

Einhverjir myndu eflaust kalla þetta geðveiki en þetta er að verða heitasta sportið í heiminum í dag á meðan unglingar og fullorðnir eru að leita sér að sma´spennu og svala spennufíkn sinni.

Á heimsvísu er mest aukning í þessu sporti af öllum hjólasportunum sem í boði eru.

Ef farið er inná heimasíðu Hjólreiðafélags Reykjavíkur er bæði hægt að lesa meira um þetta og sjá myndir frá keppninni sem eru einstaklega vel teknar og ekkert verið að sóa flassinu á þær.

En svona í lokin að þá mun Hjólreiðafélag Reykjavíkur vera með námskeið í svona hjólreiðum fyrir krakka og unglinga í sumar.... Um að gerast að fylgjast með á www.hfr.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband