Íþróttir í sjónvarpi - Frakklandshjólreiðarnar

tour_de_france_logoÞað er svolítði skrítið með útsetningar ríkissjónvarpsins á íþróttum. Jú við þurfum að horfa á fótbolta og fréttir og barnaefni víkja, við þurfum að horfa á HM/EM/undanmót í handbolta reglulega og svo loksins þegar stelpurnar okkar í fótbolta eru að gera eitthvað alvöru birtingu. Að sama skapi fær frekar lítill áhugahópur um frjálsar íþróttir alveg ótrúlegan sýingartíma í sjónvarpi og þeir sýna öll gullmót og fleiri í frjálsum. Ég verð því miður að viðurkenna að ég er íþróttafíkill og horfi á allt of mikið af þessu og þekki alveg ótrúlegustu nöfn af spjótkösturum og kúluvörpurum.

Síðan er náttúrulega nýjasta sjónvarpstískan golf. Ok ég skal viðurkenna að sjónvarpið hefur sýnt frá Masters og fleiri stórmótum í gegnum tíðina að sjálfsögðu hef ég fylgst með því og jafnvel þó ég hafi ekki rosalegan áhuga á golfi þá þekki ég golfara sem hafa meikað það seinustu 20 ár í sjón og þekki meira að segja tölfræði aftur tímann um alveg ótrúlegustu golfara.

En mér finnst margt vanta eins og að sýna frá helstu íþróttaviðburðum samtímas eins og Wimbelton Tennis og svo að sjálfsögðu Tour de France.

Wimdelton hefur stundum fengið tíma hjá sjónvarpinu og Tour de France fékk það einu sinni en í dag með vaxandi áhuga á hjólreiðum og að taka þátt í því að hvetja til frekari grænni byltingu í samgöngum ætti sjónvarpið að sýna frá Tour de France sem byrjar um næstu helgi eða 5. júlí.

Síðan ég byrjaði að birta "upphitun fyrir Tour de France" pistlana mína þá hef ég fengið þónokkra pósta frá fólki sem hefur viljað fá frekari upplýsingar um Frakklandshjólreiðarnar og ég hef bent þeim á nokkrar góðar síður og góða you tube hlekki með sögu keppninnar.

Annars þá er keppnin sýnd á Eurosport og verður alveg stórskemmtileg í ár. Sigurvegarinn í fyrra Alberto Contador fær ekki að taka þátt vegna þess að lið hans blandaðist í lyfjahneyskli sem hefur pínu einkennt keppnina undanfarin ár og að sama skapi var sá sem var fyrstur í fyrra rekin úr liði sínu Rabobank fyrir að geta ekki gert grein fyrir hvar hann var þegar hann átti að mæta í lyfjapróf.

cadelEn í ár er sigurstranglegasti maður keppninnar Ástralinn Cadel Evans á því að þrátt fyrir að sigurvegarinn í fyrra sé ekki með verði sigurinn ekki síður sætur en annars. Hann segir að reglur séu reglur og að vinna þessa keppni sé mesta afrek íþróttasögunnar á hverju ári. Það geti enginn íþróttamður hjólað 3500 km á 21 dag með samtals tveggja daga pásu allann tímann sigrað án þess að eiga það skilið.

Þetta er akkúrat ástæðan fyrir því að ég horfi á Tour de France. Þessi keppni er hin fullkomna áreynsla á íþróttahæfileika manna.

 

 

armstongÞað þekkja allir Lance Armstrong sem vann hana 7 ár í röð. Hann hafði aldrei unnið keppnina þegar hann greindist með krabbamein og eftir erfiða baráttu við krabbamein í eistum, lungum og heila mætti hann aftur og sigraði 7 sinnum í röð. Margir efasemdamenn sökuðu hann um lyfjamisnotkun en hugsanlega var raunin sú að reynsla hans af því að yfirstíga krabbamein var sú að sársaukaþröskuldur hans hækkaði það mikið að hann gat hjólað endalaust á háu tempói.

Í kjölfarið af sigurgöngu sinni stofnaði Lance Armstrong, Livestrong samtökin sem safna fé til rannsókna á krabbameini og er hann einn stærsti krabbameinssöfnunarsjóður heims í dag.

En aftur að Tour de France sem byrjar eftir örfáa daga þá eru þetta líkurnar í veðbönkunum í dag

 

Cadel Evans

2/11

Carlos Sastre

2/11

Alejandro Valverde

2/7

Haimar Zubeldia

1/3

Denis Menchov

5/14

Damiano Cunego

5/14

Andy Schleck

5/7

Kim Kirchen

5/6

Roman Kreuziger

5/6

Fränck Schleck

1/1

Þarna hafiði það og endilega tryggið ykkur áskrift að Stöð2 sport þar sem þið getið hofrt á Eurosport. Held að það sé hægt að fá það á símanum líka en endilega ekki missa af þessu. 

En svona aukalega þá las ég um dagin að einhver félög innan ÍSÍ ætluðu sér að stofna sjónvarpsstöð sem myndi sína frá þessum "minna ummfjölluðu íþróttum" og einbeita sér að því. Vonandi að hjólreiðar fái sess í því hjá þeim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mun ódýrara og betra að fá sér ódýran gerfihnattardisk (ca. 20.000)og sjá þetta allt, Wimbeldon og Tour de France í beinni á BBC og ITV. Auk þess færðu einhverjar 100+ stöðvar.

Sigurdur Jonsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 13:50

2 identicon

Frábært blogg, sammála mörgu sem þú segir. En það væri alger snilld ef þú nenntir að smella þessum youtube linkum um sögu Tour de France og linkum á síður fyrir okkur sem höfum áhuga á að kynna okkur keppnina betur.

Bestu þakkir.

Eiður Eiðsson (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 19:43

3 Smámynd: Ágúst Ásgeirsson

Séu menn með sjónvarp Símans þá er þar að finna frönsku stöðina France 2 sem er með frábærar beinar útsendingar frá túrnum og mikla umfjöllun. Ballið byrjaði í dag og því eru jól hjá okkur áhugamönnum hér í Frakklandi. Skrepp á hjólinu á mánudag með félögunum til að horfa á þriðju dagleiðina sem liggur um okkar hjólasvæði.   

Ágúst Ásgeirsson, 5.7.2008 kl. 22:26

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég verð að segja Ágúst að ég dauðöfunda þig af því að komast að sjá þetta á staðnum. Ég verð bara að svipast eftir Íslenska fánanum þarna í þriðju dagleiðinni þegar ég verð límdur við sjónvarpið.

Vilberg Helgason, 5.7.2008 kl. 22:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband