How do you like cycling in Iceland

TheAuthorAtHverar_smallÉg keyrði í gær frá Akureyri til Reykjavíkur. Á leiðinni sá ég þónokkra hjólreiðamenn vera á norðurleið en bara 1 á suðurleið. Allt voru þetta erlendir ferðalangar að ég tel. Það var jú aðallega hjólanördinn í mér sem ályktaði það því þeir voru ekki á þessum hefðbundnu hjólamerkjum sem við þekkjum á Íslandi og klæðnaðurinn var ekki 66, cintamani og þessi merki og jú engin þeirra var með hjálm.

Ég dáist alltaf af fólki sem kemur til Íslands til þess að hjóla hringveginn með allri þeirri umferð sem hann ber og stærð ökutækjanna á honum. Svo er náttúrulega allra veðra von og vegirnir oft ekki breiðir og stundum ekkert nema möl og ryk.

En þegar ég fer og gúggla fólk sem hefur komið og hjólað á Íslandi þá hafa allir sömu söguna að segja. Þetta var alltaf frábært ævintýri og allir fóru yfirsig glaðir heim og geta sagt frá snjókomu á möðrudalsörævum í júní og 20 metrum á sekúndu mótvind á holtavörðuheiði og svo af öllum þessum vinalegu bæjum og vinalegu fólki sem það hitti á leiðinni. Maður heyrir alltaf hvað Íslendingar séu lokaðir en hjólreiðamenn hrósa Íslendingum í hástert.

Það var virkilega gaman að taka púlsinn aðeins á þessu og kynna sér svona eftirá "how do you like Iceland" og komast að því hvað við erum gestrisið fólk hérna á klakanum og að þessir gestir koma ekki til íslands í von um 25°logn og heiðskýrt allan tímann heldur vilja þeir fá eitthvað til að segja frá þegar heim kemur og líta á Ísland sem landið þar sem allt getur gerst.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Úrsúla Jünemann

Já, ævitýri gerast enn. Samt ættu hjólreiðamenn á Íslandi ekki að þurfa að setja sig í lífshættu.

Úrsúla Jünemann, 2.7.2008 kl. 17:03

2 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Ég starfaði um tíma sem leiðsögumaður og hitti marga hjólreiðargarpa á leið eftir hringveginum. Blautir og kaldir með sársaukan í augunum kváðu þeir allir upp með að Ísland væri frábært land og þessi reynsla væri einstök.

Svanur Gísli Þorkelsson, 2.7.2008 kl. 19:33

3 Smámynd: Vilberg Helgason

Úrsúla:
Já sannarlega virðast ævintýrin gerast enn því gaman er að spjalla við þá sem hjóla og eflaust er það einhver áhættufíkn að hjóla á Íslenskum þjóðvegum en sjálfur myndi ég hugsa mig tvisvar um áður en ég legði í slíka ferð. En góðar fréttir voru í útvarpinu í gærmorgun að 3% minni umferð væri miðað við á sama tíma í fyrra. Nú þarf bara að losna við flutningabílana af vegunum og þá smellur þetta allt. Auðvitað væri samt best ef gert væri ráð fyrir rúmari kanti á öllum vegum svo hægt sé að hjóla eftir þeim þegar þeir eru gerðir.

Svanur:
Þetta er nákvæmnlega það sem ég upplifi þegar ég spjalla við erlenda hjólreiðamenn. Þetta er bara ævintýraþrá að hjóla á Íslandi og þetta með sársaukann í augum var akkúrat lýsingin sem mig vantaði til að lýsa manninum sem ég spjallaði við á hverasvæðinu við kröflu í fyrra.

Vilberg Helgason, 2.7.2008 kl. 20:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband