Og hvar á að læsa því

bikelock.jpgÞað skiptir máli hver maður mann er þegar maður glatar hjólinu sínu. Samt skemmtilegt framtak hjá Sunday Mirror að fara og grafa upp hjól Davids Camerons leiðtoga Íhaldsflokksins á Englandi.

Hérna  á Íslandi er hjólum stolið fyrir utan verslanir í gríð og erg og finnast svo yfirleitt innan þeirra hverfa sem þeim er stolið í ef leitað er.

Það eru aðallega tvær ástæður fyrir því að hjólum er stolið hérna. Annarsvegar að fólk notar ekki lása á hjólin sín nægilega mikið og þá sérstaklega krakkar sem jafnvel eru ekki með lása á hjólunum.

Og svo er það ástæðan fyrir því að ég vill síður fara í verslanir og verslunarkjarna því það er að jafnaði ekkert til að læsa hjólið við á staðnum. Aðstæður eru engar fyrir þá sem koma á hjólum.

Til þess að geta læst hjólinu sínu þarf maður að geta læst því við eitthvað og hvort sem það eru hjólagrindur boltaðar í jörðina eða sérstakir staurar þá eru þeir eiginlega hvergi.

Í Kringlunni er t.d. ekki aðstaða fyrir hjól við innganganna eða bara hvergi og það sama á við Smáralind og meira að segja hjólabúðirnar eru ekki með standa fyrir utan búðirnar sínar til þess að fólk geti læst hjólunum sínum sómasamlega.

Þetta er eitthvað sem þarf að bæta hérna heima svo hægt sé að nota hjól til samgangna á viðunandi hátt.


mbl.is Hjól Camerons fundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Viðar Freyr Guðmundsson

Heyr! Heyr!

Viðar Freyr Guðmundsson, 27.7.2008 kl. 15:09

2 Smámynd: Hrannar Baldursson

Höfuðborgarsvæðið er því miður ekki reiðhjólavænt hverfi. Það vantar líka hjólreiðastíga út um allt. Ef slíkt væri til staðar, jafnvel upphitaðir yfir veturinn, þá væri fólk örugglega mun duglegra að nota hjól en einkabíla. Ég tel sjálfum mér trú um að ég væri það.

Hrannar Baldursson, 27.7.2008 kl. 16:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband