Gróf stéttaskipting í umferð á Íslandi

nobicycles.jpgÍslendingar státa sig af lítilli stéttaskiptingu þar sem allir eigi sama rétt til sjúkra og almannaþjónustu þrátt fyrir að annað sýnist mörgum. Allavega þegar horft er fram á veginn.

Undanfarin ár hefur fólk aftur á móti verið skipt í hópa sem eru misvel þjónustaðir og allt gengur út á að þjónusta einn hóp. Þessi hópur er alltaf í fullum forgangi og ríki og borg hafa reynt að fá sem flesta í þennan hóp með því að sinna öðrum hópum ekki eða jafnvel loka á að þeir séu til.

En þessi hópur sem gengur fyrir eru þeir sem ferðast á bíl. Þegar gerð eru ný hverfi eru fyrst teiknaðar götur fyrir bíla, svo eru teiknaðar gangstéttir og svo göngustígar.

Þegar þetta er allt búið þá er hafist framkvæmda. Fyrst eru göturnar gerðar og jafnvel malbikaðar fljótlega svo getur liðið nokkuð langur tími, jafnvel einhver ár þangað til gangstéttar eru kláraðar en þangað til þurfa krakkar á leið til skóla að labba á malarstígum sem aldrei eru mokaðir yfir veturinn eða að rölta eftir götunni á leið til skóla.

Þegar þarna er svo komið og allt tilbúið fyrir bílana og þá sem þurfa að labba á gangstéttunum meðfram vegunum er farið að huga að göngustígum sem eru í besta lagi þriggja metra breiðir og þeir lagðir milli hverfishluta eða tengdir stígakerfi borgarinnar. Þessir göngustígar eru ágætir til síns brúks og mikið notaðir af gangandi vegfarendum.

Síðan standa allir frammi fyrir því að hjólandi umferð þurfi að vera einhverstaðar sem ekki hafði verið gert sérstaklega ráð fyrir í öllum teikningum og plönum við gerð nýs hverfis. Þannig að þá er best að göngustígarnir séu kallaðir göngu og hjólastígar og þeim skipt niður í 1 metir handa hjólandi og 2 handa gangandi. Sem þýðir að til að vera hjólandi þarf að hjóla í röð það er ekki hægt að hjóla hlið við hlið  með barninu sínu til dæmis.

Síðan fyrst búið var að gefa hjólreiðamönnum 1/3 af stígnum hvarflar ekki að neinum að gera reglur um notkun þessara stíga eins og t.d. hvernig menn eiga að mætast á tveimur hjólum sem koma úr sitthvorri áttinni. Ekki er hægt að ætlast til þess að hægri reglan sé notuð því í raun er ekkert til sem segir hvernig mætast á á svona stígum.

Það má því velta því fyrir sér hverjir eru verðmætustu vegfarendurnar.

Eru það bílstjórar sem fá alltaf styðstu og fljótförnustu leiðina og allt gert til þess að þeir komist leiðar sinnar án tafa og hættu.

Eru það gangandi vegfarendur sem þurfa að þvera götur bílanna í gríð og erg því til að gera leið bílstjórans sem stysta og þægilegasta þá eru þvergötur útum allt svo bílstjórar þurfi ekki að leggja krók á leið sína útúr hverfum.

Eru það hjólreiðamenn sem eiga engan stað í umferðinni en þurfa líka að komast leiðar sinnar oft á sem stystum tíma en velja sér hagkvæmari, umhverfisvænni og heilsusamlegri samgöngumáta heldur en bíl. Það er nefnilega ekkert gert til þess að hjólreiðamenn komist inní og útúr hverfum á góðum hraða og án þess að þurfa að setja sig í hættu og án þess að vera sístoppandi. Hjólreiðamenn á 20-40 km hraða eiga nefnilega enga samleið með gangandi umferð.

Því er ekki i fjarri lagi að telja að það sé stéttaskipting í umferðinni þar sem einn tegund af umferð er upphaldið með öllum mögulegum leiðum og hvatt til hennar einnar af stjórnvöldum. Þrátt fyrir að bygging og rekstur mannvirkja og leiða fyrir þá umferð sé langmest af öllum mögulegum samgöngumátum.

Ætli þetta hafi ekki undirstrikast ágætlega í hátíðarræðu Geirs H,. Haarde þegar hann sagði að fólk þyrfti að velja sér óhefðbundna orkugjafa til aksturs í stað þess að benda fólki á að skoða með aðra samgöngumáta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Í guðanna bænum farðu nú að hætta þessu væli. Það nennir enginn að púkka upp á stöku sérvitringa og prófleysingja á hjólum, frekar en þá sem ferðast á stultum, hoppuprikum eða gönguskíðum.

Ég skal selja þér fínan bíl.

Hrannar Magnússon (IP-tala skráð) 27.7.2008 kl. 22:52

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Af hverju ertu að fara að selja bílinn þinn Hrannar

Ertu að skipta yfir í heilsusamlegri samgöngumáta

Vilberg Helgason, 27.7.2008 kl. 23:15

3 identicon

Það eru mikil forréttindi að hafa vilja og getu til að fara flestar mínar ferðir á hjóli.

Ég óska ekki nokkrum manni þann klepp að vera háður bíl til að sinna einföldustu erindum.

Gangi þér vel Hrannar. 

Árni Már (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 00:14

4 identicon

Gott og þarfleggt blogg hjá þér varðandi hjólreiðar og hjólreiðamenninguna eða ómenninguna á íslandi eftir því hvernig á það er litið. Ég er nýfluttur í kópavoginn og hjólaði frá kópavogi yfir í Vesturbæ Reykjavíkur í gær og fékk mér ís í ísbúðinni þar. Tók mig ca. hálftíma hvora leið. Einstaklega ánægjulegt og gerði mér gott eins og gefur að skilja. Yrði vafalaust mun duglegri við að brúka hjólið ef að hjólastígar væru mun víðar en nú er.

Haltu baráttunni áfram! Gott málefni hjá þér.

Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:36

5 identicon

Ef það væri ekki svona góð viðskipti fyrir hið opinbera að hafa fólk á bílum væri þessu varla svona farið. Með því að hafa fólk á bílum getur hið opinbera skattlagt það nánast ótakmarkað. Svo gerir hin litla hreyfing bílstjóranna að þeir munu deyja nokkrum árum fyrr að meðaltali sem aftur mun vera mikill sparnaður fyrir ríkið. 

Héðinn Björnsson (IP-tala skráð) 28.7.2008 kl. 09:47

6 Smámynd: Morten Lange

Héðinn: Það er búið að reikna það  út að samfélagið mundi spara fullt af peningum ef að fleiri mundu hjóla, í stað þess að aka bíla, aðallega vegna minnkun á útgjöldum í heilbrigðisgeiranum, vegna fjarvista frá vinnu oþh. Og þetta voru  nettó tölur, sem sagt reiknað með að skatt-tekjur ríkisins af bílum mundu minnka talsvert. Þetta var þar að auki í raun mjög varlega áætlað, og ekki alla þætti teknar með að mig minnir svo sem astma og hjarta og lungasjúkdóma vegna mengun úr bílum ofl.

Morgunblaðið vitnaði í skýrsluna sem  var skrifuð  fyrir danska ríkinu.  Held að þetta hafi verið fyrir uþb þremur árum síðan.

Goð færsla Vilberg :-)

Ég held að langt sé í það að þessu verði breytt þannig að jafnræði ríki.  Þess vegna ætti að umbuna þá sem hjóla til vinnu og borga þeim meira á km en þeir sem aka. Það er þegar gert sumsstaðar í  Noregi. 

Vinnustaði ættu að jafna út  samgöngustyrki.  Verkfræðistofan Mannvit settu sér samgöngustefnu þar sem þeir sem ekki nýta sér gjaldfrjásu bílastæðin fá styrk sem samsvarar strætókorti á mánuði. Sömuleiðis ætti að gefa skattaívilnanir handa þeim sem hjóla en ekki bara þeim sem fá ókeypis og sem sagt verulega niðurgreitt bílastæði í vinnuna.  ( Í dag eru svoleiðis sætokort og greiðslur handa eim sem hjóla eða ganga skattlögð sem hlunnindi en ekki gjaldfrjálsu bílastæðin )   Og að sjálfsögðu fjarlægja 10% vörugjald af reiðhjólum og fylgihluta.  

Morten Lange, 28.7.2008 kl. 10:46

7 Smámynd: Jón Ragnarsson

Hvar eru nýjustu hverfin? Og eru til hverfi sem enn eru á teikniborðinu? Væri ekki ágætt að fara að kíkja á þetta?

Jón Ragnarsson, 28.7.2008 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband