Sumarhreingerningin

Heyrði í útvarpinu á sunnudag að umhverfissvið þyrfti að draga saman um einhverjar hundruð milljónir.. Og það fyrsta sem þeim datt í hug var að fækka sumarstarfsfólki og draga úr hreinsun á samgöngukerfinu.

Ok ég hef tilfinnanlega minni áhyggjur af bílum sem þurfa að keyra á nokkrum laufblöðum og smá gömlu salti en af okkur hjólreiðamönnum sem sumir nema hverja misfellu í malbiki á sama hátt og bíll nemur kantstein.

Það eru jú ekki allir á fjallahjólum allann ársins hring og margir hverjir á hjólum yfir sumarið sem eru á örþunnum sléttum dekkjum á svokölluðum götu/keppnishjólum. Það er ekki hægt að hjóla á svoleiðis hjólum nema stígar og götur séu almennilega hirtar.

Munurinn á Íslandi og Evrópu er yfirleitt að malbik er slétt allsstaðar annarsstaðar en hérna á klakanum. Eflaust til að auka viðnám í hálku eða þessháttar en ef þetta er ekki sópað er ekki  hægt að stunda keppnishjólreiðar á Íslandi.

Væri ekki nær að loka svona 3 sundlaugum, 2 frjálsíþróttavöllum og banna skokk í nauthólsvik. Það kæmi minna niður á hinum iþróttunum en vanhirða á stíga og gatnakerfi borgarinnar kemur niður á íþróttahjólreiðum.

Hjólreiðar sem íþrótt hefur verð vaxandi sport með hækkandi hita og lengra sumri undanfarin ár og nú er svo komið að fjöldi manns stundar keppnishjólreiðar, bæði í tengslum við þríþraut og svo sem grunnþjálfun fyrir aðrar íþróttir auk þess sem margir eru að æfa hjá Hjólreiðafélagi Reykjavíkur og Hjólamönnum.

Látum ekki ódýrt sport og grænann hagkvæman samgöngumáta líða fyrir kreppuna... Ætli hjólreiðar myndu ekki spara ríkinu 10x meiri kostnað en þeir geta nokkurn tíma lagt í til að bæta aðstæður hjólreiðamanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband