Akureyri er hjólahöfuðborg Ísland aftur

Í sumar skrifaði ég færslu á bloggið mitt um hvort Akureyri væri hjólahöfuðborgin. Ég var að þvælast þar þá og er aftur núna. Í sumar sá ég fólk með börnin og einstaklinga útum allt á hjólum. Þeas að bara á þessum 3 km sem ég gat farið þaðan sem ég er niður á eyri mætti ég tugum manns á hjólum í öllum fjölskylduformum sem  hægt er að finna.

 Núna er kominn vetur og það er jú bæði kaldara, snjómeira og meiri hálka að jafnaði á Akureyri en í Reykjavík og í gærmorgun var glæra hérna og ég fór út snemma morguns og á þessarri sömu leið sem er svo ég endurtaki mig bara 3 km mætti ég 14 manns á hjóli ýmist á leið niður eða upp af brekkunni.

Svo er bara ekki þverfótandi fyrir hjólreiðafólki allann daginn hérna og það besta er að margir hjóla á götunni. Þeas kunna að nýta sér öryggið og réttindin sem fylgja því að halda sig á götunni og það lang besta er að bílar voru bara þolinmóðir og tóku fullt tillit til þeirra..

Ég vona svo sannarlega að Akureyrarbær ætli að halda í hjólreiðaáætlunina sína því það er greinilega þörf fyrir hana hérna norðan heiða miðað við það sem ég sé hérna.

Svo vil ég hrósa Akureyringum til hamingju með að setja ekki má hret og hálku fyrir sig. Enda bæði fín þjónusta við  hjólreiðafólk  hérna og náttúrulega toppfólk á ferð hérna segir gamall Akureyringur ;)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Sæll vertu.

Gaman að lesa þetta. Sem strákur hjólaði ég allar mína ferði á Akureyri og í eitt skipti til Dalvíkur. Fór um allt á hjóli sem sendill hjá ritsímanum með skeytin. Snjór var ekki alltaf fyrirstaða og margar ferðir farnar þótt það væri snjór.

Ég bý í Reykjavík (er alltaf alveg að fara að flytja norður) og hér er líka hjólað. Ég tók reyndar upp á því að fá mér mótorhjól (hippa ) sem er hið besta farartæki. Ég hef eytt verulegum tíma í að fá fjölmiðla til þess að hjálpa okkur (ég er í stjórn Snigla) í forvörnum í umferðinni en vægast sagt lítið orðið ágengt. Eða ekkert. Eitt vekur þó athygli mína varðandi fólk á reiðhjólum. Börnin eru mun löghlýðnari en þau fullorðnu. Stoppa á ljósum - leiða hjólin yfir á gangbrautum og hjóla mun síður á móti umferðinni.

Annars finnst mér vanta almenna fræðslu um réttindi og skyldur hjólreiðafólks. Kanski hef ég bara misst af henni.

Bestu kveðjur norður

Ólafur I Hrólfsson

Ólafur Ingi Hrólfsson, 8.1.2009 kl. 04:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband