Færsluflokkur: Vísindi og fræði
Þar sem að áhugi minn á hjólreiðum á sér dágóðann sess í lífi mínu lendi ég stundum í því að dreyma hjól eða hjólreiðar. Ég lenti í því í nótt og ákvað að flétta upp á netinu hvað draumaráðningar segja um svona drauma og þetta er það sem ég fann.
Samkvæmt draumur.is
Sértu að hjóla í rólegheitum, skaltu búa þig undir nokkurt andstreymi. Ef þú hjólar eins hratt og þú kemst, er það merki um að einhver ber út sögur um þig. Sjáirðu einhvern annan á hjóli skaltu varast að taka á þig áhættu, jafnvel þótt allt virðist vera í lagi.
og úr enskri draumaorðabók á netinu
Að dreyma að þú sért að hjóla þýðir að þig langar að ná meira jafnvægi í lífinu. Þú þarft jafnvægi milli vinnu og frítíma til þess að ná áttum. Ef þú átt í erfiðleikum með að hjóla í draumnum þá bendir það til þess að þú hafir áhyggjur af því að takast á við lífið.
þá er það bara að muna að dreyma ekki reiðhjól eða hjólreiðar.
Vísindi og fræði | 24.6.2008 | 00:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)