Hjólreiðar þá og nú

Þegar ég byrjaði að blogga á sínum tíma(og þá einungis um hjólreiðar) ... sem ég hef nánast tekið mér árs frí frá þá var ekkert fjallað um hjólreiðar í fjölmiðlum nema að hvort hjólreiðamenn í umferðaslysum væru með hjálm eða ekki.

Tour de France fékk dræma umfjöllun, íslenskar hjólreiðakeppnir féngu enga umfjöllun nema þá Tjarnarhringurinn og þá var það bara ef ekki væri neitt að gerast annarsstaðar í íþróttaheiminum og ef eitthvað var fjallað um var það hversu frekir hjólreiðamenn væru ef þeir voguðu sér útá götu.

Í dag er allt breytt. Tour de France fær daglega umfjöllun í öllum miðlum, hjólreiðamót fá einhverja umfjöllun, þó fær Einar Bárða meiri umfjöllun en mótið sjálft ef hann tekur þátt en samt í rétta átt og svo er alltaf verið að tala um fjölgun hjólreiðamanna.

Gísli Marteinn kvartar yfir svikum besta flokksinns sem á sama hátt og L listinn á Akureyri lofaði hjólreiðastígum útum allt en svíkja báðir. ( BF ætlaði að bæta við 10 km á ári af stígum og L listinn á Akureyri ætlaði að gera stíg frá Krossanesborgum útí Kjarnaskóg og nú þegar búið er að malbika götuna útí Kjarnaskóg á Akureyri er ekki vottur af vísi af stíg útí kjarnaskóg)

2 Fréttir í vikunni voru um milljón krónu hjól sem seljast eins og heitar lummur. Undanfarið ár hefur farið ágætlega fyrir umfjöllun um fjallahjólabrunsstíga í Skálafelli og lyftuna sem hægt er að fara upp með og að sama skapi hefur hjólastígurinn í Kjarnaskógi fengið umfjöllun.

Allir frægir eru duglegir að auglýsa að þeir hjóla og Eiríkur sjálfur er með fyrirsögn þar sem hann skrapp í bónus á hjólinu sínu í dag og birtir mynd af hjólinu sínu með bónuspokana.

Þetta er frábær þróun því þegar ég byrjaði að blogga um hjólreiðar var bloggið nokkuð nýtt á nálinni.... allavega rétt að verða "inn" og ég man þegar í morgunútvarpinu á rás2 einn daginn var verið að útskýra þetta hugtak blogg og hvað allir gætu tekið þátt að þá sagði viðmælandinn "það er meira að segja einn bloggari sem bloggar einungis um hjólreiðar" og svo hlógu þau bæði eins og þetta væri svo útópískt.

En í dag er þetta svo á réttri leið. Það hafa komið hjólreiðablöð í miðjum stærstu dagblaða, hjólreiðar fá síður í útivistarblöðum og ferðaþjónustur keppast við að bjóða hjólreiðaferðir.

Núna ætlar Fjármálaráðherra hugsanlega að auka álögur á bensín og því enn meiri ástæða til að huga að öðrum orkugjöfum og þá liggur náttúrulega við að við virkjum okkar eigin orku til samgangna og heilbrigðs lífsstíls.

En til að það geti gengið þarf að bæta aðstæður til hjólreiða á landinu og jafnvel að styrkja enn betur til frábærra verkefna eins og hjólafærni www.hjolafaerni.is og hugsa til lengri tíma og fara að mennta krakka í hjólreiðum unga og virkja réttan hugsunarhátt

Það er langtímasjónarmið


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Her i Groningen, Hollandi, sem er mesta hjolaborg Evropu, hjolar ekki nokkur madur med hjalm, nema their sem eru a keppnishjolum.

Gunnar Th. Gunnarsson, 17.7.2011 kl. 09:56

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Það væri draumur ef aðstæður hér á Íslandi væru boðlegar fyrir alvöru hjólreiðasamgöngur.

Bílar og Hjól eiga ekki nógu góða samleið í blandaðri umferð enda var fyrsta banaslysið sem bíll olli ekki á öðrum ökumanni eða gangandi vegfaranda heldur á hjólreiðamanni 1896 í NY samkv. http://bicycleuniverse.info

En á meðan aðstæður á Íslandi eru ekki eins og maður vildi helst kjósa er val um hjálm mjög góður kostur

Vilberg Helgason, 17.7.2011 kl. 20:02

3 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Ég ákvað að mitt blogg ætti einungis að snúast um hjólreiðar, samgöngur hreyfingu og hollustu.  Ég held að nánast hver einasta færsla hjá mér flokkist sem slík og ég hef meira að segja þurft að setja smá útúrsnúning í færslur öðru hvoru til að halda mig við upphaflegu málefnin.  Ekki að það sé svo nauðsynlegt, en maður verður einhvers staðar að fá útrás fyrir nördaskapinn ;)

Hjóla-Hrönn, 27.7.2011 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband