Færsluflokkur: Umhverfismál

Ekki keyra í dag..... að beiðni Reykjavíkurborgar

mengun
Loftmengun verður líklega yfir heilsuverndarmörkum í dag. Er kalt veður, lítill raki, logn og þurrar götur helsta ástæða þess. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að bæði svifryk og köfnunarefnisdíoxíð gæti því farið yfir mörkin við helstu umferðargötur borgarinnar í dag.

 Í tilkynningunni segir að bílaumferðin sé meginorsök loftmengunar í Reykjavík og því er besta ráðið til að draga úr mengun að hvíla bílinn í dag. Svifryksmengun fer yfir heilsuverndarmörk ef hún er yfir 50 míkrógrömm á rúmmetra á sólarhring. Köfnunarefnisdíoxíð gæti einnig farið yfir klukkutíma heilsuverndarmörk í dag en mörkin eru 110 míkrógrömm á rúmmetra og skapast helst af útblæstri bifreiða.

Svo er fólk með viðkvæm öndunarfæri hvatt til að forðast helstu umferðargötur í dag.


Þrátt fyrr að svona staða er komin upp er ekkert gert til að bjóða fólki uppá aðra kosti.

  • Strætó fækkar ferðum
  • Akgreinum fyrir bíla er fjölgað en engir hjólastígar settir meðfram stofnbrautum.

Og svo á byggja þetta bílamannvirki við úlfarsfell/vesturlandsveg í von um að það verði 20.000 bílar sem þar fari um eftir að sundabraut verður tekin í gagnið "einhverntíman"

Þurfa menn ekki að fara að hugsa út fyrir bílaramman og hvetja til mengunarminni fararkosta.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband