Láttu ekki stela hjólinu þínu eða hluta af því

Það er ekki bara hjólum stolið á Íslandi.Dekkjum/gjörðum er stolið, sætum er stolið og ýmsum aukabúnaði af þeim.Í dag fylgir yfirleitt með hjólum svokallað Quick Release á bæði sæti og dekkjum.

En eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er róin öðru megin með handfangi sem hægt er að losa auðveldlega með handafli. Margir læsa hjólunum sínum við hluti með því að festa dekk, eða sætispípuna við. En ef hjólið er með svona þægindum eins og Quick Release (snögg losun) er auðvelt að stela hálfu hjólinu án þess að þurfa að klippa eða saga á einhvern lás og skilja bara gjörðina eftir.

Besta leiðin er að setja alvöru ró í staðinn.

Einnig vil ég minna á að best er að vera með lás sem nær í gegnum stellið og í eitthvað fast. 

quickrelease.jpg 

Quick Release fyrir dekk/gjarðir  

seat_post_clamp_with_qr_34_9.jpg
Quick Release fyrir sætisstöngina

mbl.is Reiðhjólaþjófnuðum fjölgar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Góð ábending.

Marinó Már Marinósson, 28.4.2010 kl. 23:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband