Reiðhjólaþjófur gripinn !!! og hvað svo

Undanfarna pistla hef ég aðeins komið inn á reiðhjólaþjófnað, farið yfir hvernig passa skuli uppá hjólin sín og að lítið sé viðhafst þegar reiðhjóli sé stolið.

Þessvegna fannst mér gaman að sjá í morgun frétt á RUV.is um að kona hefði verið tekin með 2 reiðhjól sem hún hafði stolið.

Þetta eru ekki fyrstu reiðhjólaþjófnaðir sumarsins. Það virðist vera í tísku að ræna Cannondale hjólum og ég hef rekist á allavega 2 greinar þar sem Cannondale Bad Boy hjólum, sem eflaust eru verðmetin á vel í kringum hálfa milljón hvort á Íslandi ef flutt inn í dag og keypt ný.

Það sem stakk mig aðeins í greininni á RUV var samt að það klárlega vantaði að taka fram hvar manneskjan var tekin með hjólin og hvernig hjól þetta væru.

Ef þetta hefði verið snjósleði eða mótorkrossari hefði tegund verið gefin upp og óskað eftir eigandanum. Jafnvel þó þetta væri einskis virði snjósleði eða mótorkrossari.

Núna er það fjölmiðla að opinbera umræðuna um reiðhjólaþjófnaði og krefja lögregluna um meiri upplýsingar því þetta er að kosta samfélagið og tryggingarfélögin tugi milljóna á ári.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brandurj

Já þetta er alveg satt hjá þér,það vantar að segja að hvar hjólum er stolið,ég bý í Breiðholtinu og vakna alltaf kvíðinn yfir því að hvort að hjólið sé þarna ennþá!

:)

Kveðja

Brandur

Brandurj, 11.5.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband