Var að lesa bloggið hans Gísla Marteins áðan og rakst þar á ótrúlega skemmtilega hugmynd fyrir Reykjavíkinga og þá sem nota stígakerfið þar.
Hugmyndin fellst í því að útbúa rafrænt leiðakerfi fyrir hjólreiðamenn sem svipar til leiðarkerfis Strætó, þe. að maður geti skrifað hvaðan maður kemur og hvert maður ætlar að fara og vefsíða sýnir öruggustu og hentugustu leiðina.
Þetta er í fullkomið framhald af hjólreiðaáætlun sem samþykkt var í fyrravetur.
En nú er svo komið að umhverfisvæn og umhverfishvetjandi borgarstjórnarsamstarf Besta og Samfó ákvað að fresta þessu.
Vonandi að þetta sé ekki ein af sparnaðartillögum flokkanna að fresta þessu því allur hvati til hjólreiða er sparnaður við gatnaviðhald, umferðarslysakostnað, mengun og fleira.
Athugasemdir
Þetta lofar ekki góðu. Alls ekki. En við erum með þessa fínu hjólabraut við Hverfisgötuna. Hahahahaha.
Róbert Þórhallsson, 15.9.2010 kl. 02:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.