Börn á hjólum í upphafi sumars.

Wrong_bike_sizeNúna þegar hjólasumarið fer að skella á fullt hjá okkur mörgum,  ungum sem öldnum þá er ýmislegt sem hafa ber í huga.

Fyrst verður mér hugsað til barnanna sem fá hjólin sín oft ósmurð og ílla hert úr geymslunni eða bílskúrnum eftir veturinn. Í mörgum tilfellum eru hjólin of lítil eða foreldrar fara og kaupa ný og hafa þau of stór svo þau séu til lengri tíma. Allt að ofantöldu getur verið hættulegt.

Prófi fullorðinn að setjast á barnahjól og hjóla með þyngdarpunktinn of neðarlega ræður hann ílla við hjólið, sama lendir hann í ef hann ákveður að labba eftir kantstein eða setjast á hjól sem er of hátt fyrir hann, jafnvægið er ekki fullkmomið. Því ber að passa að börn séu á hjólum af hæfilegri stærð.

Þegar börn fara að hjóla fara þau ekki bara útá gangstétt á hjólunum sínum heldur fara þau á þeim yfir gangbrautir, yfir á T gatnamótum þar sem gróður skyggir á sýn ökumanna sem ekkert hugsa né vilja vita hvað er handan við næsta horn og svo koma upp atvik/aðstæður útum allt þar sem þau þurfa að geta brugðist við, t.d.  með því að beygja frá, bremsa eða jafnvel kasta sér af hjólinu.

Þá skiptir miklu að eftirfarandi hlutir séu í lagi.

  • Bremsur þurfa að vera fullkomnar.
  • Stærð hjólsins þarf að henta barninu svo það valdi því
  • Keðja þarf að vera smurð og strekkt svo hún sé ekki að detta af  (keðjulaust hjól með fótabremsum er bremsulaust hjól)
  • Dekk þurfa að vera með munstri svo þau hafi grip á blautu og grófu yfirborði
  • Endurskinsmerki eru ekki bara uppá punt á hjólum því í ljósaskiptunum sem bæði verða í vor og haust geta þau gert gæfumuninn um tillitssemi ökumanna (sem eru versti óvinur barns á reiðhjóli)
  • Lás þarf að vera á hjólinu og kenna þarf barninu hvernig læsa á hjólinu við hluti til að tryggja að því verði ekki stolið (það þýðir ekki að skamma barnið fyrir að passa ekki hjólið sitt ef því er ekki kennd ábyrgð umgengni um það).

Foreldrar geta keypt olíur til að smyrja keðjur, það þarf yfirleitt 1 sexkant eða skrúfjárn til að herða bremsur og allt þetta er hægt að gera ódýrt. Svo er ekki verra að fara á hjólreiðaverkstæði og láta yfirfara hjólið fyrir sumarið.

Svo er hægt að sannreyna hjólagetu barnanna sinna og útvega þeim þjálfun hjá Hjólafærni á Íslandi http://hjolafaerni.is/index.php?option=com_content&view=article&id=75&Itemid=77

 

Að senda barn útí umferðina á hjóli er gott og hollt fyrir barnið, eykur sjálfstraust, úthald og athyglisgáfu og ég mæli með því fyrir öll börn. En við erum ekki látin skoða bílinn okkar árlega að ástæðulausu... skoðum hjól barnanna okkar líka.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband