Rakst á þessa grein á visir.is. Það sem vakti gleði hjá mér að þetta er í fyrsta skipti sem ég hef séð lögregluna auglýsa eftir stolnu reiðhjóli.
Þetta tel ég akkúrat vera þá þróun sem þurfti að eiga sér stað. Reiðhjól geta verið rándýr eins og þetta reiðhjól sem ég fann á heimasíðu arnarins www.orninn.is og kostar þar 1.290.000. Svo hafa þau oft annað verðgildi eins og aldur og fleira.
Alvöru hjólasölur skrá serial númer þeirra hjóla sem þeir selja á sölunótu með kennitölu kaupanda þannig að hægt er að rekja hjól til þeirra, hvort sem þau kosta 15.000 eða 1,5 milljónir. Því er full ástæða til að auglýst sé eftir hjólum af lögreglu og yrði kannski til þess að reiðhjólaþjófnaður hætti að flokkast sem "varla" glæpur.
Hingað til hafa reiðhjólaþjófnaðir ekki verið rannsakaðir, menn ekki dæmdir fyrir þjófnað á þeim og lögreglan vísað á tryggingarfélögin þegar hjól hverfur.
Flokkur: Samgöngur | 4.4.2013 | 19:43 (breytt kl. 19:48) | Facebook
Athugasemdir
Vel mælt!Sko, lögreglan ætti að hafa fastar síður í dagblöðunum okkar og svo auðvitað á vefnum þeirra. Ég man eftir því þegar mínu hjóli var stolið fyrir utan Laugarnesskólann. Þetta var mitt fyrsta hjól sem ég fékk notað frá pabba. Fékk ég að mála það sjálfur. Pabbi leitaði fótgangandi um öll sundlaugarhverfin og fann hjólið og þann seka sem hann labbaði með alla leið niður til rannsóknarlögreglunnar sem þá var til húsa við Tjörnina. Sannaði hann eigu mína á hjólinu með því að skera af gúmmíhandfangið á stýrinu og þar í var miði með mínu nafni og heimilisfangi. Ég held að sá piltur hafi nú farið varlegar í að stela eftir þetta. Svo lítil eign getur verið stór eins og þú seigir.
Eyjólfur Jónsson, 4.4.2013 kl. 20:45
Frábær saga, Eyjólfur. Sammála ykkur.
Elle_, 5.4.2013 kl. 01:04
Í gamla daga var hjólið mitt ólæst fyrir utan hús, skóla og vinnustað. En það var náttúrulega heima á Ísafirði og maður hefði ekki verið lengi að finna hjólið ef einhver hefði fengið það "lánað". Hérna læsi ég hjólinu þó að ég sé bara að skreppa 10 mínútur inn í búð. Og er bara á óýru hjóli í snatti og búðarrápi. Flott hjá Löggunni að auglýsa eftir hjólinu, en það vantar sárlega eitthvað kerfi, þannig að reiðhjól sem finnast komist í hendur eigenda sinna. Þó að það sé ódýrt hjól, þá verður maður samt glaður að fá aftur eigur sínar.
Hjóla-Hrönn, 5.4.2013 kl. 14:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.