Ætli það sé raunhæfur kostur.
Öll ný reiðhjól sem seld eru væru skráð í þennan gagnagrunn af verslun sem selur hjólið. Kennitala kaupanda og raðnúmer.
Í þennan gagnagrunn gæti fólk einnig skráð hjól sem það á fyrir og þær hjólreiðaverslanir sem selt hafa með með því að skrá kennitölu kaupanda og raðnúmer myndu leggja til sín gögn.
Með þessu móti má ná nokkuð heilstæðum eignargrunni á reiðhjólum á Íslandi. (sem myndi batna á fáum árum)
Kostir eru klárlega að þetta auðveldar fólki að sanna eignahald sitt á reiðhjóli sé því stolið og lögreglan getur flétt upp á eiganda reiðhjóls finnist slíkt.
Stofnkostnaður og rekstur slíks grunns væri síðan kostaður af tryggingarfélögunum sem greiða ógrynni í bætur til fólks sem hjólum er stolið frá á hverju ári. Reiðhjólaþjófnaðir þykja ekki rannsóknarverðir hjá lögreglu og því enda reiðhjól yfirleitt á uppboði ef þeim er stolið eða fá að vera í eigu þjófsins í friði. Allavega eru fyrstu viðbrögð lögreglu ef maður skráir stolið reiðhjól að taka stutta skýrslu og segjast svo senda hana til tryggingarfélagsins.
Gallinn við þetta er að erfitt er að halda svona grunni réttum og því má alveg fara að skrá reiðhjól sem farartæki á einhvern "minni" hátt en vélknúin ökutæki og fólk myndi þurfa að skrá eigandaskipti á reiðhjóli í þar til gerðann gagnagrunn.
Hægt væri að veita almenningi aðgang að slíkum gagnagrunni í heimabanka á sama hátt og fólk fær lykilorð að skattinum eða ættfræðivefnum íslendingabók.
Svo má líka horfa til þess að þegar fólk er komið með aðgang að grunninum getur það skráð sig inn, séð yfirlit yfir reiðhjól skráð á viðkomandi og merkt reiðhjól stolið komi það til eða merkt reiðhjóli fargað sé því hent.
Flokkur: Samgöngur | 5.4.2013 | 18:18 (breytt kl. 18:19) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.