Skattaívilnanir farartækja með óhefðbundna orkugjafa.

Smá úr hátíðarræðu forsetisráðherra á 17. júní 2008 

geirGeir sagði fátt verðmætara trausti og trúverðugleika, hvort sem væri í samskiptum þjóða eða stórfyrirtækja. Íslendingar væru vel búnir undir bakslag en aðgerða væri þó þörf: „Nú þarf að spyrna við fæti, nú verðum við að draga úr notkun eldsneytis með minni akstri og notkun annarra orkugjafa," sagði ráðherra og tók það fram að farartæki knúin óhefðbundnum orkugjöfum nytu þegar skattaívilnana.

Það væri gaman að fá að vita hvaða skattaívilnana farartækið reiðhjól nýtur.

Þetta sýnir enn og aftur að stjórnmálamenn á Íslandi líta ekki á reiðhjól sem samgöngutæki og bíladýrkun þeirra sýnir þá einstefnu sem er í samgöngumálum á Íslandi.

Það hefur sýnt sig að hver hjólandi maður sparar ríkinu umtalsverðar fjárhæðir og í Noregi reiknaði ríkisstjórnin út að hver sem notar hjól í staðin fyrir bíl spari ríkinu hálfa milljón á ári.

Þessvegna þarf að fara að umbuna reiðhjólamönnum með  skattaívilnunum og hvetja til hjólreiða á allan mögulegan hátt.

Skattur á reiðhjólum er 10% og virðisaukaskattur er 24,5% og vegna takmarkana á stærðum pakka til Íslands með póstinum er mjög dýrt að flytja hjól inn til landsins.

Á sama tíma er engin tollur á tölvum og tölvubúnaði, lægri virðisaukaskattur á gosi og nammi en engum gert auðveldara að flytja sér inn hjól.

Ég hef keypt mér hjól og flutt inn frá bandaríkjunum og var sendingarkostnaður sem í boði var frá 300 - 500 dollara nema að fyrirtækið úti væri með samning við eitthvað flutningafyrirtæki sem sendir til Íslands  en þá var sendingarkostnaður um 180$. Flest fyrirtæki eru með samning við bandarísku póstþjónustuna og hún er ekki mjög hagkvæm fyrir innflutning á hjóli til Íslands.

Það þarf að afnema tolla og lækka virðisaukaskatt á reiðhjólum og jafnvel að finna leið til að lækka kostnað á flutningsgjöldum til íslands.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband