Hér að neðan má sjá þær 3 borgir sem taldar eru bestu hjólaborgir heims. Allar eiga þær það sameiginlegt að fólki finnst auðveldara að hjóla en aka til vinnu. Einnig eru þessar borgir þannig að fyrst er hugsað um hjólaleiðir og svo hugsað hvernig á að koma bílum sömu leið. Oft er mun styttra að hjóla en keyra og aðstæður til geymslu reiðhjóla við verslanir, verslunarmiðstöðvar, almenningssamgangnapunkta og aðra staði til fyrirmyndar.
Eftir ræðu Forsætisráðherra í gær að draga eygi úr neyslu og velja aðra orkugjafa þá er augljós að til þess að fá fólk til að velja hagkvæmari kosti þurfi hreinlega að gera aðstöðu fyrir aðra kosti og fyrsta skrefið ætti að vera að hanna gott hjólreiðakerfi á Íslandi og hefjast handa við það strax.
En borgirnar þrjár og kostir þeirra sem hjólaborgir má sjá hér:
1. Amsterdam, Hollandi með 750.000 íbúa
Það ætti engum að koma á óvart að Amsterdam er hjólavænsta borg í heimi. Hvergi er betri hjólreiðamenning og jafn vel hlúið að þörfum hjólreiðamanna. Það fer jú saman hversu margir hjóla og hvernig aðstæður eru til hjólreiða. En í Amsterdam er talið að 40% allra samgangna fari fram á reiðhjólum. Enda hjólakerfið hraðvirkt, öruggt og þægilegt fyrir hjólreiðamenn. Búið er að koma upp kerfi sem dregur úr þjófnaði á hjólum og byggja ótal skýli til að geymslu reiðhjóla.
Það er sem dæmi 10.000 hjóla, yfirbyggð hjólageymsla við aðallestarstöðina.
2. Portland , USA með 533.500 íbúa
Portland er með vandað hjólreiðakerfi sem tengir alla hluta borgarinnar. Þetta hjólakerfi hefur sannað sig með gífurlegri aukningu hjólreiðamanna og þeirra sem nota hjólreiðar til samgangna.
Portland býður fólki með lágar tekjur uppá að skaffa því fullbúnu hjóli sem hægt er að hjóla allan ársins hring auk 5 klukkustunda námskeiðs í viðhaldi á hjólum svo fólk verði að mestu sjálfbært.
3. Kaupmannahöfn, Danmörk með 1,8 milljón íbúa
Kaupannahöfn er í 6. sæti yfir borgir þegar verið er að meta lífsgæði, hún er einnig sú borg sem er með besta hjólreiðakerfið fyrir almenning. Í Danmörk eiga næstum allir reiðhjól og í mörg ár var Kaupmannahöfn þekkt sem hjólaborgin. Kaupmannahöfn ætlar að þrefalda útgjöld til hjólreiða næstu 3 árin.
32% hjóla til vinnu og 50% þeirra segjast hjóla því það sé sé fljótlegt og auðvelt. Hjólaleiðir í Kaupmannahöfn eru mikið notaðar og oft aðskildar frá annarri umferð og hafa jafnvel sín eigin umferðarmerki. Kristjanía er t.d. bílalaus.
Þú getur fengið hjól lánað í sérstökum sjálfssölum gegn greiðslu 20 danskra króna sem þú færð svo endurgreiddar þegar þú skilar hjólinu í einhvern af sjálfssölum borgarinnar.
næstu borgir sem komu fram á listanum voru
4. Boulder, USA 101.500 íbúar
5. Davis, USA 65.000 íbúar
6. Sanders, Noregi 56.000 íbar
7. Þrándheimar, Noregi 162.000 íbúar
8. San Francisco, USA 744.000 íbúar
9. Berlín, Þýskalandi 3.4 milljónir íbúa
10. Barcelona, Spánn 1.6 milljón íbúa
11. Basel, Sviss 200.000 íbúar
Og að lokum smá video af hjólalyftunni í Þrándheimi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.