Jú þau geta svo sem verið á göngu/hjólastígum eða gangstéttum borgarinnar. En þar er komin kreppa. Kreppa í aðstöðumálum hjólreiðamanna í Reykjavík
Vandamálið er að það er allt að fyllast af hjólreiðamönnum á þessum stígum.
En á sama tíma má þar finna aukningu af.
- Gangandi vegfarendum
- Fólki með barnavagna
- Fólki á línuskautum
- Fólki á rafskutlunum sínum
- Fólki með hunda í bandi strekkta þvert yfir stígana
- Fólk með lausa hunda
- Lítil börn að leik
- Fólk á gönguskíðum með hjólum
- og eflaust einhverja fleiri.
Merkilegt að þrátt fyrir alla þessa aukningu í útivist fólks og þá sérstaklega hjólreiðamanna þá er nákvæmlega ekkert búið að gera eða skipuleggja eða svo mikið sem tilkynna um betrumbætur á hjólreiðakerfi Reykjavíkur.
Það er jú fyrir nokkrum árum búið að skilgreina stígana í 2/3 fara undir gangandi og 1/3 undir hjólandi sem skapar hættu á stígunum því gangandi taka ekki tillit til hjólandi og öfugt. Auk þess náttúrulega að það eru engar umferðarreglur á þessari umferð og því ógerlegt að mætast á þessum 1/3 stígum á reiðhjólum.
Svo var tilkynnt þetta fína græna skref um stíg frá Ægissíðu að Reykjanesbraut og ekkert hefur gerst nema jú það er búið að birta myndir af þessu á netinu og lofa fögrum fyrirheitum. En þetta er ekki nóg.
Það vantar að aðskilja stíga til þess að hjólreiðamenn eigi sitt svæði og reyna að stytta vegalengdir fyrir hjólreiðamenn og ennfremur á frekar að gefa þeim eina akrein á miklubraut frekar en breikka hana undir bílaumferð og þrengja aðstæður hjólreiðamanna með því að gera svo hljóðvegg sem útilokar pláss fyrir aðgreiningu göngu og hjólastíga á svæðinu. (góð lesning um þetta er á mberg.blog.is)
en eins og ég hóf þetta þá segi ég bara hvað á að gera við alla þessa hjólreiðamenn því fólk mun ekki nenna að hjóla á löðurhraða á yfirnýttum og umferðarreglulausum stígum borgarinnar. Svo ætla ég að taka undir með fréttamanninum og því hvet ég borgina til að bregðast við og gera eitthvað í þessum málum.
Engin kreppa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Samgöngur | 25.6.2008 | 16:12 (breytt kl. 16:21) | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.