Er strætó ekki fáránlega dýr kostur

Strætó er í fyrsta lagi of dýr til þess að fólk sem þurfi að borga í hann geti notað hann.

Ef að kostnaður við það að komast niður í bæ og heim aftur er 560 kr. á fullorðin og 200 kr á barn

þannig að vísitölufjölskyldan fer saman niður í bæ og heim 2 fullorðnir og 2 börn.

kostnaður 1520 kr. Strætó á að vera þannig að þó þú eigir  bíl þá er hagkvæmara að taka strætó heldur en að eyða bensíni í aksturinn. Á Akureyri hefur ókeypis strætó gefist vel og mikil aukning í notkun hans.

Það eina sem kunningi minn sagði að væri að því að ókeypis væri í strætó er að þú missir ákveðin kvörtunarrétt. Hann er ekki alveg sáttur við leiðarkerfið á Akureyri en finnst hann varla hafa skoðanarétt á því þar sem hann er ekki að borga fyrir strætó.

Ég vil sjá Ókeypis strætó í Reykjavík og hjólagrindur framan á strætó. Einnig vil ég sjá hjólastæði eða standa við hvert einasta strætóskýli þannig að hægt sé að leggja hjólunum sínum við strætóskýli og skreppa lítillega með strætó.

En ef að venjuleg fjölskylda myndi nota strætó 2x á dag og notast við gjaldskrá Strætó þá væri kostnaðurinn yfir 30.000 á mánuði. Það er ekki samkeppnishæft við bílinn.

Til þess að auka veg almennings samgangna þarf að gera bílnum erfiðara fyrir, mjókka götur, lækka hraða, takmarka bílastæði og hækka skatta á bensíni. Og svo þarf að gera  ódýrt eða ókeypis í strætó og auka vægi hjólreiða og stórbæta aðstæður fyrir reiðhjólin á götum borgarinnar.

Og í staðin fáum við minni mengun, minna svifryk, minni háfaða, minna stress og þar með betri borg.


mbl.is Strætó fækkar vögnunum um 32
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Tekurðu með í reikninginn afsláttarkort sem menn bjóðast? Ég held að þar muni miklu á fullu stöku gjaldi. Strætóferðir í Reykajvík eru reyndar alltaf strjálar og gisnar og það hefur versnað með ári hverju til að það sé þægilegur ferðamáti og auk þess er alltaf verið að hringla með áætlanirnar sem gerir fólk alveg ringlað. Annars er ég þér sammála og hef notað strætó í sjö ár.

Sigurður Þór Guðjónsson, 29.6.2008 kl. 12:54

2 Smámynd: Johnny Bravo

Sammála, ég hef 4km í vinnuna og bílinn eyðir 8L af 100, ég fer 22sinnum í mánuði í vinuna, það eru 176km eða 14L * 170 = 2393

 22miðar kosta 5000kr og grænakortið 5600kr

Slit á bílnum er eitthvað en tap í tíma er líka eitthvað, fæ ekki borgað nema vera í vinnunni.

Þetta er einfaldlega of dýrt og þetta þarf að laga, kostar borgina eflaust X að hafa þetta frítt, en þetta sparar líka að gera auka akrein á alla vegi og að malbika allar götur borgarinnar á hverju ári. Þetta heitir að spara aurinn og kasta krónunni.

Johnny Bravo, 29.6.2008 kl. 13:10

3 Smámynd: Marta Gunnarsdóttir

Sammála, stætó á að vera ókeypis og áælanir skýrar. Það er t.d. ekki hægt að sjá í öllum biðskýlum hér í Rvík, hvenær næsti vagn kemur svo sumir ganga frekar en bíða uppá von og óvon. Svo er sama gjald fyrir að fara uppá Akranes úr biðbænum eða á milli stoppustöðva í Grafarvogi. Er eitthvað réttlæti í því?

Marta Gunnarsdóttir, 29.6.2008 kl. 13:10

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Nei Sigurður,

ég tek ekki afsláttarkort inní reikninginn. Eina ástæðan fyrir því er að mér finnst ekki að það eigi að þurfa afsláttarkort í strætó. Strætó á að vera val og þeir sem strætó þjónusta eiga ekki að þurfa að sýna fyrirhyggju og vera undirbúin fyrir almenna strætónotkun heldur að geta gengið í vagnana ókeypis eða ódýrt.

Markmið með þessum kortum er gott og blessað en eins og í mínu tilfelli þá yrði þetta eins og með kortið í ræktina. Lagt af stað með góðum ásetning og svo yrði eflaust tap á kortinu þar sem ég hjóla frekar. Og þegar þú kaupir smá bunka af strætómiðum þá færðu einungis örfáar krónur í afslátt af ferð.

Strætó á að vera hentugur, ódýr og augljós kostur fyrir alla þegar fólki dettur í hug að nota hann.

Vilberg Helgason, 29.6.2008 kl. 13:15

5 Smámynd: Vilberg Helgason

Þetta er akkúrat málið Marta. Það er fáránalegt að ekki sé hægt að skreppa úr foldahverfi í spöngina fyrir slikk og hvað þá að taka börnin með. En ég viðurkenni að mér finnst þetta nokkuð sanngjörn gjaldskrá fyrir þá sem búa á Akranesi.

Og ég held að útreikningur þinn Johnny segi allt sem segja þarf um kostnað við notkun strætókerfisins. Það þarf að vera gróði í því að nota strætó.

Vilberg Helgason, 29.6.2008 kl. 13:42

6 identicon

Þó ég sé mest á bíl sjálfur þá er ég sammála öllu þessu hérna að ofan:  ókeypis í strætó, tíðari ferði, hljólagrindur við stoppistöðvar, þéttara leiðakerfi, forgangsakreinar fyrir strætó, o.fl.  Þetta kemur öllum til góða hvort sem menn eru á bíl eða fara í strætó.

Sveitarfélögin eiga að hætta að kvarta yfir að þetta sé rekið með tapi og vera tilbúin að þetta verði rekið með enn meira tapi.  Það er samt þjóðfélagslega hagkvæmt fyrir heildina.  Það er gríðarlegur kostnaður sem fylgir því að reka núverandi bílaflota og er tap almenningssamgangna er bara hlægilegt miðað við það.  Stjórnmálamennirnir hafa ekki kjark til að sýna að kerfið skili tapi og innheimta skatta fyrir því!  Ég er tilbúinn að greiða minn hluta af þessu tapi með sköttum.

Stjórnmálamenn virðast ekki átta sig á þessu og það þarf að vekja betur athygli á þessum sjónarmiðum við þá.

Alfreð Hauksson (IP-tala skráð) 29.6.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband