Úr fréttinni
"Tilkynnt var um sjö leytið í gærkvöldi um að ekið hefði verið á barn á reiðhjóli í Kaupvangsstræti. Lögregla og sjúkralið voru send á staðinn. Í ljós kom að bifreið hafði verið ekið út af bifreiðastæði við Kaupvangsstræti og í veg fyrir 8 ára dreng á reiðhjóli sem að lenti utan í bifreiðinni. Drengurinn kvartaði undan eymslum í fæti og var hann var færður á slysadeild til skoðunar."
Núna hef ég ekki hugmynd um hvar í Kaupvanngsstræti þetta var en get ýmindað mér að bíllinn hafi þurft að þvera gangstétt tl þess að komast af bílastæðinu og þá hafi drengurinn hjólað á bílinn.
Ég er á því að fréttaflutningur af svona hjólreiðaslysum sé oft fluttur bílnum í hag. Ef þetta hefðu verið 2 bílar þá hefði komið fram að bíll ók útaf bílastæði og í veg fyrir annann bíl sem kom akandi niður götuna sem skall á bílnum sem sem var að koma úr bílastæðinu.
Þarna í fréttinni er lítið eða ekkert lagt uppúr því að drengurinn hafi verið í rétti eða verið á gangstétt og að það hafi verið keyrt í veg fyrir hann.
Áherslur í fréttum og dagbókarfærslum lögreglu einkennast oft að því að af því að hjólreiðamenn lenda á bílum og þeir hjóla á eitthvað og að þeir eru alltaf persónur en bílar eru bara bílar. Ökumenn keyra aldrei á hjólandi vegfaraendur eða í veg fyrir vegfarendur heldur eru það alltaf bílar sem keyra á eða fyrir fólk.
En allavega gat ég enganvegin áttað mig á tildrögum slyssins í fréttinni.
Seinheppinn þjófur á Akureyri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já er þetta ekki skrýtið ? Stundum veltir maður fyrir sér hver tilgangurinn sé að segja frá slysum, ef ekki er vilji til að segja frá tildrög slysa. Kannski ætti að skrifa lesendabréf um þetta, ef hægt er að fullyrða að þessi stefna sé almen.
Morten Lange, 6.7.2008 kl. 21:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.