Öryggi og sýnileiki kostar og ríkið græðir

Það er merkilegt með margt í innheimtu Íslenska ríkisins á virðisaukaskatti. Sumt er á fullum skatti og svo eru lægri skattþrep.

Það sem angrar mig samt við þessa innheimtu ríkissjóðs er að öryggisbúnaður fyrir hjólreiðamenn ber bæði 10% toll og 24,5% virðisaukaskatt.

Reiðhjólahjálmar, ljós á hjólin og allur búnaður til að auka sýnileika ber þennan kostnað. Það sama gildir með reiðhjól og allt sem þeim tilheyrir. Þannig að til þess að koma sér upp góðu reiðhjóli til ferðalaga, samgangna innanbæjar eða bara til að leika sér á þá er verið að borga  370 krónur ofan á hvern þúsundkall sem varan kostar. Og meira að segja er virðisaukaskattur settur á flutningsgjaldið til Íslands sem er þó þjónsta sem maður greiðir fyrir í útlöndum.

Á Englandi er t.d. ekki virðisaukaskattur af reiðhjólahjálmum enda verið að stuðla að auknum hjólreiðum í landinu og mörgum finnst þetta nauðsynlegt öryggistæki og því góð stefna hjá þeim. 

Ég hef nú sagt þetta áður en er ekki komin tími til þess að auka veg hjólreiða á Íslandi og afnema öll innflutningsgjöld vegna reiðhjóla, öryggisbúnaðar á reiðhjól og það sem stuðlað gæti að aukningu á þessum vistvæna fararkosti.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Það er bara svo miklu meira atriði að styðja íslenska menningu. Þess vegna eru t.d. erlendir geisladiskar með 7% virðisaukaskatti.

Það er margt skrýtið í kýrhausnum.

Landfari, 14.7.2008 kl. 00:54

2 Smámynd: Vilberg Helgason

Já það er merkilegt hver forgangsröðin er. En það sem er enn merkilegra er að í áætlin vegagerðarinnar undanfarin ár hafa verið hestastígar og þegar kemur að því að tryggja öryggi hjólreiðamanna þá eru hjólastígar skornir í sundur í árbænum svo hestar hafi það sem best og ef þú ert að ferðast á öðru en fjallahjóli ertu í slæmum málum þegar kemur að þessu.

Einhverntíma heyrði ég að ástæðan fyrir þessu væri að hestar ættu erfitt með að fara yfir hvítar línur sem væru málaðar í jaðar hjólastíga og því þyrfti að skera þá í sundur svo greyið hoho-in yrðu ekki hrætt. En samt hef ég ekki séð mikið af hvítum línum í köntum á hjóla/göngustígum.

Ætli þetta sé ekki allt spurning um hvort fleiri stjórnmálamenn eigi hest eða hjólhest þegar upp er staðið þegar kemur að ákvörðun um laginingu stíga.

Vilberg Helgason, 14.7.2008 kl. 21:33

3 Smámynd: Sigrún Óskars

Sýnileiki kostar: Svo þú sjáir sjálfur almennilega þá eru gleraugu líka í þessum lúxusflokki - 24,5% virðisaukaskattur á gleraugu og linsur (einnig á heyrnartækjum). Já, það er margt skrítið í kýrhausnum.

Sigrún Óskars, 14.7.2008 kl. 22:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband