Vespuplágan komin í Fossvoginn

Ég skal viðurkenna að ég er einskaklega hrifinn af þessari vespumenningu sem er að aukast á Íslandi. Henni fylgja margir kostir eins og minn mengun, minni ógn af þeim þegar maður er að hjóla á götunni og svo fækkar þetta bílum á götunni.

En þær eru til trafala líka. Í fyrra byrjaði mótorkross tískan og maður fór að sjá krakka á mótorhrosshjólum á göngu og hjólastígum innan um gangandi vegfarendur og hjólandi krakka en það var mikið bundið við úthverfin eins og grafarholt, árbæ og fleiri staði þar sem stutt var útúr byggð og heim aftur. Samt ekki líðandi og skapar stóra hættu.

En núna eru það vespurnar sem eru útum allt nema þær halda sig ekki bara í úthverfum heldur mætti ég t.d. 2 á göngubrúnni yfir frá fossvogi að nauthólsvík og svo einni vespu þar rétt áður í fossvoginum og á bakaleiðinn voru 2 í elliðárdalnum þegar ég var að hjóla uppí árbæ.

Persónulega á ég ekkert erfitt með að mæta þessum tækjum og þau hræða mig lítið en litlir krakkar á reiðhjólum og línuskautum eiga einstaklega erfitt með að mæta þessum tækjum eða vita hvernig á að bregðast við þegar þau taka frammúr þeim á jafnvel 50 km hraða.

Það er ekkert spaug að fá á sig 200 kg vespu á 30+ hraða og borgin þarf eitthvað að gera til að sporna við þessari þróun. Einhvertíma hefði verið hægt að segja að ræða þyrfti við foreldra um að brýna fyrir börnunum sínum að vera ekki á vélknúnum tækjum á göngustígum en vandamálið hérna er að þetta er jafnt fullorðið fólk sem og unglingar sem ég er að sjá á göngustígunum.

Í umferðarlögum má ekki vera á mótorknúnu tæki sem kemst á eigin orku á meiri en 15 km hraða og þar með eru vespur ekki löglegar á stígunum né boðlegar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er alveg sannmála þér með þennan akstur á göngustígum. En þú ýkir aðeins með 200 kg vespu, hljóta þá að vera ansi stórar þarna í Fossvoginum.

Guðrún (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 23:13

2 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Mega börn keyra vespur? Hvert er aldurstakmarkið?

Lára Hanna Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 17:04

3 identicon

Ég mætti tveimur stelpum á vespu á hjólreiðastíg í gær, örugglega ekki deginum eldri en 14 ára. Þær komu vinstra megin á móti mér (nb. engar hjólreiðamerkingar á þessum stíg) og mér stóð nú ekki á sama.  Annars telst mér til að ég hafi sparað mér rúmlega 20.000kr með því að hjóla í vinnuna frá því vor. Það er ekki lengi að borga sig upp, hjólið.

Baddi (IP-tala skráð) 19.7.2008 kl. 09:48

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Varðandi þyngd á vespum þá eru þær víst í kringum 85 stykkið sem gerir svona 150-200 kg með ökumanni og reikni hver fyrir sig en ég hélt það væri allavega 100+ og biðst forláts á því.

Og aldurstakmarkið er skellinöðrupróf á vespur.

Og varðandi merkingar á göngu/hjólastígum þá ætlaði Reykjavíkurborg að fjarlægja merkingarnar í sumar en það er víst aðeins of mikið mál og því ekki boðlegt og þeir vonast tl að þær veðrist í burtu. En að sjálfsögðu á að vera hægri umferð á þessum stígum og ef enhverjar 14 ára gellur eru vitlaustu megin á stígunum þá segjir það allt um umferðarmenninguna á þessum stígum. Það eiga sömu reglur að gilda á götunni og á stígum og þá læra börn og aðrir hvernig það á að haga sér í umferðinni.

Og að lokum VESPUR meiga ekki vera á þessum stígum og eiga að vera á götunum PUNKTUR.

Vilberg Helgason, 19.7.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband