Í dag var agalega gott verður. Reyndar svolíitð kaldur vindur en þegar maður vinnur það upp með hreyfingunni af hjólreiðum þá skiptir það ekki öllu mál því bara ánægjan af því að hjóla er fullkomin.
En í dag var ég að hjóla með öðrum og þegar við hjólum þessa vinsælustu stíga borgarinnar þá reynum við að vera á 1/3 stígsins sem merktur er hjólamegin. Þrátt fyrir að Reykjavíkurborg hafi í vor ætlað að fjarlægja þessa skiptingu því hún þótti bæði hættuleg og gegn eðli allra eðlilegra umferðarreglna og jók á misskilning á stígunum um forgang.
Er í raun ekki eðlilegt að hæri umferð gild þar sem annarsstaðar. Af hverju ættum við að kenna börnunum okkar að hjóla á einhverjum sérsvæðum á meðan hægt vær að kenna þeim umferðarreglur heilt yfir með eðlilegri hægri umferð á göngu/hjólastígum jafn við þær reglur sem gilda á bílagötunni.
En ástæða þess að ég skrifaði þennan pistil var að í dag var ég og félagi minn hlið við hlið og líklega tókum við ekki 1/3 af stígnum heldur tókum við tæplega helming og 3 menn komu á móti sem tóku rétt rúmlega 2/3 af göngustígnum og þegar þeir þurftu að mæta okkur og víkja lítillega öskruðu þeir "helvítis hommarnir ykkar vitið þið ekki að þð eruð öfugumegin"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.