Tökum börnin með að hjóla í sólinni

Í dag er veðrið frábært. 13 gráður í hádeginu og glampandi sól. Hið fullkomna hjólreiðaveður.

Í Reykjavík er kjörið að skella sér á hjólinu á einhvern af stígum borgarinnar.

Kjörið er að hjóla í sund t.d. og alltaf gaman að skella sér á hjóli í Árbæjarsundlaug  Þó það séu smá brekkur upp Elliðárdalinn þá er þetta alveg einstaklega falleg leið og þreytan er fljót að gleymast enda hægt að stoppa oft á leiðinni.

Síðan er alltaf hægt að hjóla í Nauthólsvík sem er með ágætis hjólastöndum til að læsa hjólin sín við og jafnvel taka með sér smá nesti og hjóla á Miklatún og slappa af í sólinni.

Og svo er Austurvöllur orðin "heitur reitur" þannig að ef maður vill hanga á netinu þá tekur maður bara fartölvuna með í bakpoka og skellir sér.

Hjólreiðar eru nefnilega hið fullkomna fjölskyldusport og börn njóta þess til fullnustu að fá að fara út að hjóla með foreldrum sínum og allflestir eiga jú hjól. Svo er þetta kjörið tækifæri til að kenna börnunum sínum hvernig á að haga sér í ört vaxand umferð á stígum borgarinnar og líka bara að koma ánægður heim eftir smá holla líkamsrækt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband