Vonandi að hjólreiðamanninum í Vatnsfirði heilsist vel og verði komin á kreik fyrr en varir....
En þrátt fyrir stórauknar hjólreiðar á Íslandi er þetta fyrsta slysið sem ratað hefur á síður blaðanna þar sem bíll á ekki í hlut. Ekki mikil slysatíðni meðal hjólreiðamanna þegar bíllin er víðsfjarri. Sýnir kannski hversu mikilvægt það er að aðskilja hjólreiðar og bíla með almennilegum hjólaleiðum.
Datt af hjóli og fótbrotnaði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Góður punktur. Ekki síst ef við berum líka saman fitukeppina sem geta verið hægfara dauði. Reiðhjólin eru þarfaþing.
Ólafur Þórðarson, 19.7.2008 kl. 21:11
Veistu að ég er eða öllu heldur var fitukeppur sem þurfti að finna mér eitthvað að gera og létti mig um 50 kg með hjólreiðum
gott og rétt stillt reiðhjól gerir hvaða fitukepp sem er að gullfallegum dreng eins og ég er orðin ;)
Ég prófaði hlaup og mjöðm og hné urðu strax slæm, ég prófaði allt sem líkamsræktarstöðvar buðu uppá en alltaf voru þreytuverkir tengdir yfirþyngd en þegar ég fann hjólreiðar kom það. Fann það seinast í dag var ég að hjóla og hnakkurnn var of neðarlega og ég fékk upprifjun á gömlum verk í hné en þegar ég stillti hjólið rétt fór hann eins og skot.
Vilberg Helgason, 19.7.2008 kl. 21:54
Til hamingju með þennan feril sem reiðhjólamaður. Ég þurfti að hætta öllum mínum íþróttum sökum slitgigtar og féll í djúpa þunglyndi. En ég get hjólað og það alveg bjargar mér. Hjólreiðar eru gott fyrir líkamann og ekki siður fyrir sálina.
Úrsúla Jünemann, 19.7.2008 kl. 22:37
Annars er það ekki rétt að hjólið þitt eyði "núll lítrum á hundraðið". Efast ekki um að þú drekkir 2-3 lítra af vatni á slíku ferðalagi ;-)
Ólafur Þórðarson, 20.7.2008 kl. 15:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.