Á maður að vera með hjálm á hjóli ?

hjalmur.jpgÞað er umræða í þjóðfélaginu um nauðsyn reiðhjólahjálma.

 Rök með og rök á móti eru mikið í umræðunni og meðal annars var fræg umræða um að formaður Landssamband Hjólreiðamanna væri ekki með hjálm í viðtal og svo framvegis.

Það er samt um að gera að fólk tjái sig um þetta en hérna koma nokkur rök með og á móti sem fólk getur metið og gaman væri að fá skoðanir um þetta. Ég ætla á stikla á nokkrum greinum sem ég hef lesið en nenni ekki að grafa upp heimildir.

Í Danmörku er stóraukin tíðni á höfuðmeiðslum hjá eldra fólki vegna þess að það notar ekki hjálm.

Í Svíþjóð eru flest höfuðmeiðsl hjólreiðamanna tengd við ölvun hjólreiðamanns samkvæmt grein um daginn.

Á Íslandi er hjálmaskylda barna og börn verða ekki fyrir höfuðmeiðslum án hjálms og aðalfréttaflutningur á hjólreiðaslysum snýst um hvort fólk var með hjálm eða ekki ekki eðli slyssins sjálfs.

Margir halda fram að ef hjálmaskylda væri sett á fullorðna þá myndi draga úr hjólreiðum því "hjálmahár" er ekki cool og meiri fyrirhöfn við að fara á reiðhjól myndi draga úr hjólreiðum.

Margir sem lent hafa í hjólreiðaslysum halda því fram að ef þeir hefðu ekki verið með hjálm í umræddu slysi þá væru þeir ekki á lífi, ég get sett mig í þann hóp.

Að sama skapi er umræðan mikið um hvort vegur meira að fleiri hjóli og að slysatíðni sé það lítil meðal hjólreiðamanna að það taki því ekki að nota hjálm til styttri ferða.

Eða að maður á að vera fyrirmynd fyrir börnin sín og vera alltaf með hjálm og skapa ákveðna Imynd um hvernig haga sér á á hjóli með því t.d. að nota hjálm öllum stundum.

Frábært væri að fá skoðanir fólks á hjálmanotkun og hvað fólki finnst.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Tryggvason

Ég hjóla alltaf með hjálm og börnin mín líka en mér fyndist spennandi að birt væru opinberlega vísindaleg rök með og á móti hjálmnotkun.

Gísli Tryggvason, 25.7.2008 kl. 00:51

2 identicon

Ég nota hjálm ef ég hjóla langt. t.d. frá Reykjavík til Keflavíkur


En innanbæjar nota ég aldrei hjálm, ég hef alveg dottið  á hjólinu mínu en aldrei komist nálægt því að detta á hausinn.

Ég sé ekki hvað hjálmurinn gerir nema ef bíll klessir á þig, þar er svona einu kringumstæðurnar sem ég sé hvernig þú getur rekið hausinn í eitthvað. 

Arnar Flókason (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 09:44

3 Smámynd: Morten Lange

Sælir Vilberg og Gísli :-)

Eins og ég sagði Gísla frá pósti um daginn finnst mér ekki standa steinn við steini í þá fullyrðingu í dönsku blaði að slösuðum meðal eldri hjólreiðamanna skuli aukast vegna þess að þeir  noti  ekki hjálm.  Hvar  er "the smoking gun" út frá hvað hafi breyst, hvað getur verið orsakavaldur ?  Ef miklu færri eldri í Danmörku hjóla núna með hjálm  en áður  (sem er mjög hæpið, gefið umræðuna, sem hefurverið í Danmörku um hjálma, nei fyrirgefið hræðsluáróður án hlutlæga raka), þá  hefði fullyrðingin um hjálmleysi sem orsök næstum því getað staðist.   Orsök slysa liggja ekki í því að menn noti ekki hlífðarbúnaði, heldur of miklum hraða,  skort á varkárni bílstjóra og hjólreiðamanna oþh. En orsökin fyrir útfall slysa gefið að árekstur varð eða einhver datt, getur tengst notkun bílbeltis, hjálma, hönnun bílfronta, hvort virkir loftpúðar hafa verið ofl.

Að mínu mati er spurningin fyrir samfélagið ekki hvort einstaklingur eigi að nota hjálm,  heldur að koma fram með rök um virkni yfir stærri hópa svo sem þjóða, og  ekki fara með brengluð eða hlutdræg rök í áróðri með eða á móti almennri hjálmanotkunar. 

Spurningen er ekki hjálm eða ekki hjálm, það sem er mikilvægt er að fleiri hjóla, því það er svo jákvætt fyrir heilsu, umhverfi, umferðaröryggi og margt fleiri.  Þeir sem hjóla regluleg til samgangna lifa hreinlega nokkur ár  lengur, allveg óháð hjálmana.  

Rök með og á móti fullyrðingum sem hjálmaáróður  byggir  á,  eru viða að finna opinberlega, sérstaklega á enskri tungu, í vísindatímaritum í Wikipedia, á fjölmörgum vefsíðum aðrar og til dæmis í bæklingi frá ESB sem segir að þetta sé ekki það rétta að leggja áherslu á. ("Kids on the move" , frá DG Environment, 2002   aðgengileg líka á netinu )

Rökin eru svo fjölmörg að það er erfitt að vita hvar skal byrja.  Og hvar skal byrja veltur kannski á þolinmæði lesandans og  fordómar.  Einn bloggari fékk kast þegar ég benti á að lesa um hjálma á Wikipedia.  Wikipedia var verri en engar upplýsingar að hennar mati, virðist vera. En ávallt verður maður að meta sjálfur : Hversu hlutlægt er þetta, hversu vel standist rökfærslan / lógíkin, er vitnað í vísindaskýrslur sem ég get lesið sjálfur ?  Koma fram bæði rök og mótrök og svo framvegis. 

En bara svona til  að byrja með má benda á Wikipedia, á ensku, íslensku og t.d. dönsku.  Þar eru fullt af tilvitnunum. 

æAgætis grein ef maður vill lesa um þetta á á hnitmiðaðri form er til dæmis þessi grein úr The Herald og umræðan í kjölfarið

Á vefsíðum LHM má lesa ýmislegt um þetta líka.  Hef ekki tíma til að setja inn linka núna, en "google is your friend".  (site:islandia.is/lhm  og site:lhm.blog.is og site:lhm.is ) Sjálfur heg ég bloggað töluvert um þetta.

Áttir þú kannski við að birta rökin í dagblaði hérlendis ?  Kannski kominn tími á það.  

Morten Lange, 25.7.2008 kl. 10:09

4 identicon

Það er algjör nóbreiner að nota hjám. Þó líkurnar séu e.t.v. litlar á slysi þá eru afleiðingar það slæmar, dauðsfall, að notkunin er algjör skylda.

Ég get líka sett mig í hóp þeirra sem ekki væru á lífi, væri ekki fyrir hjálminn á hausnum. Það var heldur ekkert öfgatilfelli. Var að hjóla mjög hægt eftir malarstíg um vetur og lenti á svelli. Skall aftur fyrir mig, beint á hnakkann.

Ég man á móti ekki eftir neinu tilfelli þar sem belti hefur bjargað lífi mínu í bíl. - Og jafnvel þá neita ég að fara í bíl ef belti er ekki til staðar.

Pælingar um offitu vegna hreyfingarleysis finnst mér ekki eiga við. Má ég frekar biðja um að börnin mín séu offitusjúklingar en undir grænni torfu út af skorti á hjálmnotkun.

Trausti (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 13:46

5 identicon

Það eru tvö markmið: minnka líkurnar á slysum, og minnka líkurnar á alvarlegum slysum.

Alvarleg slys eru hlutmengi slysa.

Hjálmar minnka ekki líkurnar á slysum, þeir minnka líkurnar á höfuðmeiðslum þegar slys hendir.

Aukinn fjöldi hjólreiðamanna minnkar líkurnar á slysum.

Árni Már (IP-tala skráð) 25.7.2008 kl. 16:25

6 Smámynd: Morten Lange

Árni Már :

Tek undir þessa uppstilingu  hjá þér. Gott að átta sér á svoleiðis samhegi og hafa það í huga. Nema að ég með spurningu varðandi það með virkni hjálma.

Áttu þá við alvarlegum höfuðmeiðslum , sem sagt varanlega skaða á heila ?   Eða "bara"  sár á höfði, meðtalin eyru, eitt og annað  höfuðkúpubrot ?

Ef þú ert að tala um alvarleg heilaáverka, vil ég biðja þér um að rökstyðja það. 

Ég þekki ekki til rannsóknir sem standast gagnrýni um bestu rannsóknaraðferðir og  sýna fram á að hjálmar hafa yfir stórum hópi minnkað likurnar á alvarlegum heila-áverkum.  Og ég hef lesið það helsta sem er til að ég tel. 

Ég þekki þvert á móti  rannsóknir (til dæmis eftir Dorothy Robinson) sem  benda til þess að virkni hjálma varðandi alvarlegum höfuðáverkum yfir heilli þjóð hafi verið lítill sem engin. Og gagnrýnin sem þessar rannsóknir  hafa fengið eru frekar léttvæg. Gagnrýnin frá hjálmapóstulum, eins og Thomson og vínir bera keim af að vernda sitt eigið, frekar  en leit að þekkingu. 

Það er líka margt um það hvernig áverkar  á heila verða og varðandi hönnun og prófun hjálma sem styður það að hjálmarnir ekki eru þau undratæki sem af er látið.

Morten Lange, 25.7.2008 kl. 17:43

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það er rétt og nauðsynlegt almennt séð að nota hjálm en samt er óþarfi að vera ofurheilaþvegnari en páfinn. Ég er til dæmis ekki nógu pólitískt korrekt til að setja upp hjálminn ef ég hjóla nokkur hundruð metra út í búð. Líkurnar á að ég detti á hausinn við það eru engar plús eða mínus núll. Hins vegar ætli ég að hjóla nokkra kílómetra milli hverfa eftir misjafnlega mikið vafasömum gangstéttum á þetta 20-30 km. hraða amk. þá nota ég að sjálfsögðu hjálminn. Þetta ætti mest að vera spurning um aðstæður og almenna skynsemi.

Ég hef sjálfur ekki átt bíl í sex ár og ferðast svo til allra minna ferða innanbæjar hér í Rvík á hjóli. Þetta hefur ekki verið sérlega mikið, trúlega að meðaltali 8000 km á ári, sem er ekkert á nútímahjóli og ef maður hjólar allt árið verður ekki hjá byltum komist og þeim hef ég orðið fyrir nokkrum. En maður sem er þokkalega á sig kominn á varla að þurfa að detta beinlínis á hausinn. Ef þú ert að hjóla í hálku eða erfiðri færð ertu að sjálfsögðu á hraða sem hentar aðstæðum. Það er grundvallaratriði í öllum akstri hvort sem um hjól eða bíla er að ræða að haga sér eftir aðstæðum. Vanir hjólreiðamenn eiga líka að vera klárir í að lesa fram fyrir sig ef svo má segja, lesa aðra umferð og aðstæður.

Baldur Fjölnisson, 25.7.2008 kl. 18:17

8 Smámynd: Gísli Tryggvason

Athyglisverð umræða; ítreka áskorun um opinbera samantekt og boð um birtgingu hjá TN á rökum (með og einkum) á móti hjálmum - enda er það frekar "counter-intuitive" röksemd og afstaða.

Gísli Tryggvason, 25.7.2008 kl. 21:06

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þetta hjálmadæmi er annars ágætis dæmi um það sem kallast póstmódernískur fasismi og felst aðallega í ofstækisfullri opinberri innrætingu  pólitísks rétttrúnaðar og alhæfingum sem því fylgja. Lýðurinn er sem sagt látinn fylgjast með sjálfum sér og steypa sér í sama mótið, eins konar dæet-stasi.

Þannig var ég í mesta sakleysi að renna á hjólinu í 10-11 eitt kvöldið í sumar svona einn kílómetra við bestu aðstæðu og dólaði þetta í rólegheitunum og þar sem líkur á höfuðmeiðslum voru minna en hverfandi nennti ég ekki að taka hjálminn með. En þar sem ég beið við umferðarljós bar að konu eina og sagði hún mér að þeir sem hjóluðu án hjálms teldu sig greinilega ekki hafa neinu að tapa. Bæði hafði ég gaman af þessum skarplega frasa og líka kom það mér á óvart að þessi kona hefði áhyggjur af minni lítilmótlegu persónu sem hún þekkti ekki neitt og því tók ég hana tali og við ræddum málin í eitthvað kortér þarna á gatnamótunum. Það sem ég tók frá því var að hún hafði ekki minnsta vit á hjólreiðum enda hafði hún ekki hjólað að ráði frá barnsaldri en hins vegar starfaði hún á heilbrigðissviði og var sem slík vel meðvituð um hversu alvarleg höfuðmeiðsli geta verið. Þannig að þetta var allt gott og blessað og ég skýrði fyrir henni að ég væri alvanur hjólreiðamaður að renna út í búð smávegalengd og það væri að öðru leyti ekki þannig að dauði og djöfull og limlestran sæti um hjólreiðamenn. Þessi óskaplega ógn og hræðsluáróður hlyti að vera ættaður frá bílasölum og pólitískum eignum þeirra (sem vel að merkja hafa af örvæntingarfullum krafti reynt að bregða fæti fyrir hjólreiðar). Þannig að við skildum sátt og höfðum meðtekið sjónarmið hvors annars og vorum sammála um að á öllum sviðum væru umræður og skoðanaskipti almennings af hinu góða en forðast bæri einhliða innrætingu að ofan.

Það er ekkert sem mælir beinlínis gegn notkun hjálma og þá ber almennt að nota er mín skoðun. En samt er óþarfi að alhæfa í öllum tilvikum. Reiðhjól nú á dögum eru líka orðin afar tæknilega fullkomin og ná miklum hraða og það þýðir að ef menn geta átt von á að veltast um eftir óhapp á kannski 30-40 km hraða þá er vissara að hafa ekki bara hausinn heldur líka kroppinn að öðru leyti vel varinn. 

Baldur Fjölnisson, 25.7.2008 kl. 21:39

10 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég er bæði með og á móti.

Auðvitað er þetta þannig að aðstæður hjólreiða á Íslandi eru mjög hjálmahvetjandi enda slæmar leiðir og sambland við akandi umferð hvort sem þú hjólar á götu eða þarft að þvera götu ekki af hinu góða.

Svo að sama skapi er hægt að segja að manneskja sem hjólar útí búð á 6-10 km hraða er eflaust í sama flokki að fá höfuðmeiðsl og manneskja sem hleypur eða gengur rösklega enda hætturnar allsstaðar.

Það sem pirrar mig mest við hjálmaáróður á Íslandi er að þetta snýst allt um hvort einhver var með hjálm eða ekki þegar hann lendir í slysi ekki hvort hann var við viðunandi aðstæður að hjóla. Enda er besta forvörn við meiðslum og þá líka höfuðmeiðslum á reiðhjóli almennileg aðstaða fyrir hjólreiðamenn.

Nánast öll hjólreiðaslys á Íslandi sem talandi er um eru þegar bílar eiga í hlut og ef við þyrftum ekki að eiga við bíla alla leiðina sem við förum hvort sem er til skóla eða vinnu eða bara í frístundum að skreppa í Nauthólsvík þá væri minna um höfuðmeiðsl hérna á landinu ekki bara að enblína á hjálminn.

Ef þú ætlar að æfa fimleika eða júdó eða hvað sem er þá er alltaf lagt uppúr viðunandi aðstöðu og eflaust væri ílla útfærðum fimleikasal lokað af vinnueftirliitinu en aðstæður hjólreiðamanna virðast meiga vera alslæmar án þess að neitt eftirlit eða staðlar um aðstæður séu til.

Pabbi minn hjólaði í dag á smá kafla úr Grafarholti yfir í Árbæ í dag og lenti í því að allir stígar voru með malarhrúgu eða hvassar brúnir þegar þvera þurfti aðrar götur því hann hjólaði jú á göngustígum sem enhverjir vilja að við hjólreðamenn séum á en eru þó engir hjólastígar og ég myndi aldrei nota.

Mér fnnst ekki gott að ráðamenn, samtök og umferðaröryggismál snúi alltaf um hjálmanotkun því málið er miklu stærra en það og það sem fréttir eiga að fjalla um þegar slys verður þar sem hjólreiðamaður á í hlut er ekki hvort hann var með hjálm eða ekki heldur hvort aðstæður hans voru viðunandi eða ekki.

Fréttamiðlar og yfirvald ætti að fá smá réttsýni á það sem skiptir máli í umræðum um hjálma/aðstæður.

Ég er nokkuð viss um að ef einhver keyrir niður af klett á bíl því vegurinn var grafinn í sundur og slasar sig þá snýst fréttin ekki um öryggisbelti heldur um að vegurinn var sundurgrafnn en auðvitað má bæta við í lok fréttarinnar að eflaust hefði betur farið ef ökumaðurinn hefði verið með öryggisbelti.

Vilberg Helgason, 25.7.2008 kl. 22:21

11 Smámynd: Gísli Tryggvason

Athyglisverð umræða; getur verið að niðurstaðan ætti að vera eitthvað á þessa leið?

Hjólahjálma eiga börn ávallt að nota og fullorðnir helst á langferðum, einkum við hættulegar aðstæður og á miklum hraða.

Gísli Tryggvason, 25.7.2008 kl. 23:32

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hauskúpan er þynnri á börnum en fullorðnum og þau ættu því ávallt að nota hjálma og svo er þetta augljóslega líka fúnksjón af almennri færni þeirra við að hjóla, amk. framan af. Annars talandi um þunna hauskúpu þá hefur kerfið alls engar áhyggjur af farsímanotkun barna enda hafa pólitískar eignir farsímaviðskiptanna víst ekki enn fengið leyfi til að ræða það. 

Það segir sig náttúrlega sjálft að á því meiri hraða sem þú ert á reiðhjóli því meiri hætta er á að þú verðir fyrir meiðslum ef þér hlekkist á. Mótorhjólamenn eru ekki í þykkum leðurgöllum sem tískusteitmenti heldur vegna þess að þegar menn veltast um á miklum hraða á malbiki þá flettist af þeim venjulegur fatnaður ásamt einhverju af kjötinu af þeim.

Þegar ég byrjaði að hjóla hérna í Rvík fyrir um 35 árum neyddist ég til að hjóla á götunni þar sem ekki var leyft að hjóla á gangstéttum.  Maður þræddi þannig við gangstéttarbrúnina og var með sirka 50 sm. breitt flagg á hjólinu til vinstri til að benda bílstjórum á hæfilega fjarlægð. Mér hefur síðan verið algjörlega óskiljanlegt hvernig pólitískum eignum bílaviðskiptanna hefur algjörlega tekist að ganga af almenningssamgöngum dauðum og hvernig þeim tekst enn að þvælast fyrir hjólreiðum. Ég er enn að hjóla á handónýtum gangstéttum framhjá gangandi vegfarendum. Líklega verður vændi lögleitt í einu þjóðfélagi þegar umræða um pólitískt vændi er orðin óþolandi pólitísk vændisgögn svona til að slá vopnin úr höndum þeirra sem ræða það.

Baldur Fjölnisson, 26.7.2008 kl. 00:22

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Það vantar þarna eitt orð inn í en þið getið kallað þetta Reglu Baldurs:

Líklega verður vændi lögleitt í einu þjóðfélagi þegar umræða um pólitískt vændi er orðin óþolandi fyrir pólitísk vændisgögn, svona til að slá vopnin úr höndum þeirra sem ræða það.

Baldur Fjölnisson, 26.7.2008 kl. 00:31

14 identicon

Morten, ef þér þykir skorta á vísindalegum rannsóknum á hvort hjálmar verji hausinn eður ei, þú getur á einfaldan hátt sannprófað þetta sjálfur. Þú getur líkt eftir umferðarslysi, látið þig detta á hausinn úr 2-3 metra hæð með og án hjálms - og séð hvort kemur betur út.

Guðmundur A. (IP-tala skráð) 26.7.2008 kl. 10:38

15 Smámynd: Hjóla-Hrönn

Það er samt einn faktor hjá hjólreiðamanni sem er á sama hraða og skokkandi manneskja.  Og það eru bremsurnar.  Ef maður snögghemlar og hjólið stoppar á punktinum, þá er hætta á að það sporðreisist og hjólreiðamaðurinn lendir þá nánast undantekningarlaust fyrst á hausnum.  Maður þarf ekki að vera á mjög mikilli ferð til að þetta gerist.  Ég lenti í þessu fljótlega eftir að ég eignaðist mitt fyrsta handbremsuhjól.  Var með hjálm og ég tel hann hafa bjargað mér frá meiðslum.  Það voru alla vega miklar skemmdir á hjálminum, en hausinn á mér jafn góður og fyrir slys.  Eftir það passa ég að stilla bremsurnar reglulega, því maður slítur venjulega afturbremsunum meira en frambremsunum.  Og ég nota alltaf hjálm, þótt ég sé bara að skreppa út í búð.  Man eftir slysi í fréttunum um daginn þar sem ung stúlka datt á andlitið og hjólið skall ofan á hjálminn.  Mig grunar að slysið hafi átt sér stað með þessum hætti.  Í svona tilfellum er hjálmur mjög gagnlegur.  Sem og öðrum minniháttar slysum.  Og hefur jafnvel eitthvað að segja í stærri slysum.

Hjóla-Hrönn, 26.7.2008 kl. 12:45

16 Smámynd: Morten Lange

Bloggformið  hentar afar illa til alvöru skoðanaskipta í svona flóknu máli. Mjög takmarkaður líftími og ekki mikill tækifæri til að kafa ofan í rökin. Miklar likur á að menn sem hafa eitthvað bitastætt til málinu að leggja "missa af lestina".

Eignilega þá hefðum við átt að ræða þessu frekar á spjallsíðuna tengda Wiki-greinarinnar um hjólreiðahjálma.

Margt ágætt sem kemur fram hér, að vísu, en mjög mikið stuðst við almenna skynsemi, og hún dugar bara ekki í þessu efni. Nema sem grundvöll fyrir ákvarðanir um eigin hag.  Ekki fyrir almennar ráðleggingar og allra síst fyrir ráðlegginga frá virtum félagasamtökum eða opinberum stofnunum.

Las um daginn í umræðuþráð á enskri síðu : "Common sense tells you the earth is flat". Eitthvað til í þessu þó það sé ekki með öllu sambærilegt með hjálmaáróðursumræðuna. 

Guðmundur A : Skotið þitt er ekki svaravert, enda ekki í samhengi við það sem þú varst að vitna í.   

En eins og Vilberg, er ég á því að hjálmar fá allt og mikið athygli, og ekki siður að önnur atriði varðandi öryggi okkar allra í umferðinni fær ekki næga athygli.  Ef við viljum í alvöru gera eitthvað með umferðar(ó)öryggið  og mannfórnirna í umferðinni  þá skulum við lækka hámarkshraða niður í 30 km mun viðar.   Eitt gott skref í viðbót verður grenilega stígið í tengsl við 1,2 og Reykjavík.   Reyndar má viðast lækka hraða.  Það er að segja ef okkur er alvara með þetta  tal um umferðaröryggi

Auk þess þarf  bætta fræðslu og þjálfun bæði bílstjóra og hjólreiðamanna (ódýrt og valkvæmt fyri þá).  Og auðvitað þarf að bæta eftirlit og skerpa reglur  v. syfju við akstur akstur undir áhrifum o.s.frv. 

Ef menn geta ekki séð rök gegn gegnumsýrandi áróðri um almenna hjálmanotkun þá er ég við því að gefast upp á ykkur.  Baldur er nú sjálfur óbeit búinn að benda á ein rökin : Þetta að setja upp hjálm er vesen.  

Miklu meir en varðandi bilbeltin, sem alltaf eru á sinum stað og fyirr marga þarf als ekki að stilla.  Hver getur hugsað sér að þurfa að hafa persónulegt og klunnalegt og persónubundið   bílbelti alltaf meðferðis, og sem þarf að stilla, segjum vikulega, og gefur þér nett hausverk. Ef þið haldið að þetta sé einu rökin þá hafið þið samt rangt fyrir ykkur, svo takið það rólega. ( Farinn að þekkja rökleysið í sumum í þessum umræðum)  

Hver einasti þáttakandi í ræðukeppni og sem þekkja hjálma af eigin raun ætti að geta fundið nokkur rök í viðbót.  Rök eru rök þó mannni finnst þeim etv lítilvæg. 

Varðandi það að segja að börn "eiga" að nota hjálm þá segi ég: Já það er nú einu sinni lögin/reglur settar af ráðherra ( á lélegum grunni).  En skýrsla frá  The National Childrens's Bureau um hjólreiðar komst að þeirri niðurstöðu að hjálmar eru alls ekki það mikilvægasti, heldur að börnin hjóla. Ef mas um hjálma á einhvern séns á að draga úr hjólreiðum, (og það segir sér sjálft ) þá er betra að sleppa masið. Skýrsluhöfundurinn ( Tim Gill)  velur sjálfur samt að nota hjálm, og að börnin sín noti hjálm. En gefið er að ef eitt þeirra vildi  frekar sleppa hjálmin, þá finnst honum mikilvægast að barnið haldi áfram að hjóla, ekki hvort hjálm sé á hausnum. 

Nei, við eigum ekki að halda að öryggismál hjólreiða séu fundin lausn með því að setja upp hjálm.  Fyrir utan það að skýrslur og alla reynslu sýna að börn hafi iðulega hjálmin rangt stillta. 

Og íðulega tala menn um að "tryggja öryggið" með bara að setja upp hjálm.  Það er að skjota sig í fótinn.  Stikkorð : Viðhald, þekking, færni, að hjólað sé með börnin og þeim kennt.  Auk þess er aðal-ógnvaldurinn auðvitað bílaumferðin.  

Loks vil ég spyrja : Gefum okkur að fram komi að það mundi bjarga eitt mannslíf á ári ef allir voru alltaf með mótorhjólahjálma á sér - alltaf.  ( sem er sennilega satt , ef við horfum bara á krafta í slysum og þess háttar).    Væri þá enginn mótstaða gegn því að setja lög sem mundi krefjast að allir væru alltaf með hjálm á hausnum ?

Fyndist okkur í lagi að hvetja alla til að nota alltaf mótorhjólahjálm ( nema í rúminu etv ? )  

 Sumir vísindamenn í Ástralíu hönnuðu hjálma til að nota í bíla í venjulegri umferð.  Sagt var að þau mundi bjarga mun fleiri en hjóleiðahjálma mundu gera.  Í F-1 og rall nota menn hjálma, allveg eins og keppendur í Tour de France ...

OK einn moli í viðbót áður en ég hætti :

Ástralsk rannsókn sem var ansi bjartsýnn varðandi virkni hjálma, komst að þeirri niðurstöðu að samt mundi það tæplega borga sér fyrir samfélaginu að allir  krakkar notuðu hjálma við hjólreiðar.  

 Kostnaður við hjalmana var um það bil sú sama og kostnaðurinn við meiðslin sem menn komust hjá.  Í skýslunni var skýrt tekið fram að ekki hefði samt   verið reiknað inn í dæminu að hjálmskylda fækki hjólreiðamönnum.  Og ekki þann skaði og kostnað sem samfélagið og fjölskyldurnar bera sökum hrapandi heilsu þegar færri hjóla.   

Ég hvet lesendur til að skoða hjálmamálin  í samhengi við fækkun hjólreiðamanna sökum hræðsluáróðurs, kostnaðs, óþægindis, tímasóunar,  skammur líftími og viðkvæmni hjálma,  áhyggjur í tengsl við hjálma.  Í framhaldi skoða  samhengið  við áhrif á lýðheilsu.   Rólega og af yfirvegun.  Ég veit af reynslu að rökin sem virðast "counter-intuitive"  taka langan tíma og ítarlegan lestur að meðtaka.  

Morten Lange, 27.7.2008 kl. 01:44

17 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég held að það fari í taugarnar á ýmsum alvönum hjólreiðamönnum að vera litnir hornauga af sjálfseftirlitsstasíinu ef þeir sjást hjálmlausir á ferð. Og svo verðum við náttúrlega að vera blessuðum börnunum jákvæð fyrirmynd, allavega í því sem hentar pólitískum og viðskiptalegum hagsmunum og kostar téða hagsmuni ekki neitt. Kerfið elskar okkur og ruslpósturinn líka og vill vernda okkur á allan hátt enda stefnir óðfluga í að ALLIR fái krabbamein af ýmsu tagi á lífsleiðinni og athyglisbrestur er fyrir löngu orðið viðtekið norm og greindarvísitala 80-90 telst núna "meðalgreind" og svo framvegis. Það er byrjað að dæla óþverra í börn strax eftir fæðingu og þau sem á einhvern hátt eru veik fyrir deyja en mörg önnur verða hrjáð af margskonar "heilkennum" (dæmigert gildishlaðið dulúðarheiti yfir það sem kerfið sjálft og eigendur þess í rauninni búa til en hvorki vilja né geta tekið á). Opinber umræða um risavaxnar eftirlits- og forsjárhyggjustofnanir og herdeildir lesblindra og ofurheilaþveginna vandamálafræðinga og kostnað og árangur við rekstur þessarra risabattería á kostnað skattgreiðenda - er síðan að sjálfsögðu engin. Vandamálafræðingar hafa hag af því að finna upp og búa til vandamál og ef starfsemi þeirra er að verða eitt allsherjar vandamál þá er það bara vandamálfræðunum í hag.

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 17:49

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sjálfur leysi ég þetta vandamál á þann hátt að ég er yfirleitt með hjálminn meðferðis en ef engin sérstök ástæða er til þess að vera með hann á hausnum, td. ef ég er á leið niður laugaveginn á 6 km. hraða þá læt ég hann hanga á stýrinu. Þetta segir ofurpólitíska eftirlitsstasíinu augljóslega að ég sé á réttri og pólitískt korrekt línu hvað hjálminn varðar en sé bara ekki með hann á hausnum alveg í augnablikinu sennilega vegna þess að ég sé ekki í bráðri lífshættu eða heilaskaðahættu þarna á laugaveginum á rúmlega gönguhraða. Hvað um það; sums staðar þarf maður að vera virkilega vel vakandi til þess að hjóla eftir gangstéttum án viðhalds sem eru þannig vegna þess að nánast enginn gengur eftir þeim og allir eru á bílum sem þeir eiga ekki krónu í og ég vona bara að þeir missi ekki einbeitinguna við að hafa áhyggjur af mér og reki tána í misfellu á laugaveginum og detti á hausinn og meiði sig vegna þess að þeir voru ekki með hjálm á hausnum. 

Baldur Fjölnisson, 27.7.2008 kl. 21:04

19 Smámynd: Vilberg Helgason

Gísli.

Ég held að það sé erfitt að segja hvenær menn eiga að nota hjálm og hvenær ekki. Menn eru mishæfir á hjóli og mislíklegir til að lenda í slæmum aðstæðum. Samt geta allir lent í hjólreiðaslysi fyrr eða síðar.

Ég þekki nokkra sem lent hafa fyrir bíl og aðra sem dottið hafa af öðrum orsökum og hlotið af meiðsl.

Ég hjóla til dæmis á fleiri tegundum en einu af hjóli og tel mig mun líklegri til að fara framfyrir mig og verða fyrir höfuðhöggi þegar ég hjóla á hjóli með hrútastýri og engum framdempara heldur en þegar ég er á fjallahjóli með dempara, enda hefur það verið raunin að ég fór allavega þrisvar framfyrir mig með hrútastýri í vetur en aldrei á fjallahjóli. Þá datt ég yfirleitt til hliðar þar sem þyngdarpunkturnn var annarsstaðar.

Síðan er það þegar þú hjólar á götunni í stað á göngustígum að þá er mun meiri líkur á því að þú hafir minni stjórn á aðstæðum þegar eitthvað kemur uppá eins og þegar flutningabíll þrengir að þér á hringtorgi eða bíll þverar í veg fyrir þig þannig að persónulega er ég alltaf með hjálm þegar ég hjóla á götunni sama á hvaða hjóli ég er.

En ég skal að sama skapi viðurkenna að þegar ég er að rúnta í róglegheitunum í skínandi sól og skreppa með strákana mínum í gegnum fossvoginn eða elliðárdal í Nauthólsvík þá sleppi ég stundum hjálminum þó ég láti þá alltaf hjóla með hjálm.

Ég held að það sé ekki til nein þumalputtaregla um notkun hjálma og ég tel að alir sem hjóla eigi að nota hjálm sem oftast þó ég telji að það eigi að vera í þeirra valdi hvenær þeir nota þá.

Og varðandi að vera fordæmi fyrir börn þá er eflaust ágætt að fullorðnir séu börnum sínum fyrirmyndir í hjálmanotkun en að foreldrar sleppi því að hjóla með börnunum sínum því þau eigii ekki hjálm eða vilji hreinlega ekki notast við svoleiðis tel ég heldur ekki rétt og að siðferðisleg skylda foreldra haldi aftur af foreldrum að hjóla með börnunum sínum tel ég líka rangt.

Þessi fyrirmyndarrulla sem notuð er í þessu sambandi er hálf undarleg því alla daga hafa foreldrar fyrir börnunum sínum hluti sem eru ekki til eftirbreytni eins og keyra yfir á gulu ljósi, reykja, nota ekki húfu og vettlinga þegar kalt er úti, drekka bjór, borða í stofunni og svona væri hægt að halda endalaust áfram. En einhverra hluta vegna hefur fyrirmyndarrullunni verið troðið inní hjálmanotkun á reiðhjólum og er að hafa neikvæð áhrif á hjólreiðar.

Vilberg Helgason, 27.7.2008 kl. 21:50

20 Smámynd: Morten Lange

Ég vildi gjarnan sjá vísindaleg gögn með og á móti því að nota hjálma í bíla og þegar menn eru á göngu. Og hvað með að lögbinda að allir bílar séu neonlítaðir ?  Eða að hraðalás séu settar í bílar þannig að þurfi heimsókn á verkstæði eftir að hafa farið, segjum 5 sinum yfir 100 km hraða.  Það er margt í umferðaröryggismálum sem er klarlega miklu, miklu mikilvægari en að setja frauðhatta á reiðhjólamenn, og sem er miklu, miklu mun líklegra til að hafa jákvæð áhrif þegar á heildina er litið.  Og sem ekki lýktar af "blame the victim".

Afur að hjálmana fyrir reiðhjólamenn : Nóg er til af efni  á vef LHM, og í Wikipediu, og  ekki er skort á tilvitnanir í vísindum þar.

Morten Lange, 28.7.2008 kl. 11:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband