Fullur á mánudegi... gvöð minn góður

Vantar alveg í fréttina hvort maðurinn var með hjálm eða ekki miðað við almennan fréttaflutning um hjólreiðamenn á Íslandi

En það er ekki sniðugt að hjóla fullur það er svona jafn gáfulegt og að keyra fullur. Ég prófaði þetta sem unglingur og það var ekki hjólað sérlega beint og valdið var frekar lítið á farartækinu ef ég man rétt.

Annars eru höfuðmeiðsl hjólreiðamanna í Svíþjóð af stórum hluta sökum ölvunar við hjólreiðar. Spurning hvort enhver svoleiðis dæmi séu hér á klakanum.

Láttu ekki vín breyta þér í hjólasvín!!!

Svo smá video af einum fullum á hjóli


mbl.is Fullur á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Oddný Hannesdóttir Borg

Ferirgefðu, - akkuru má maður, - nú eða kona ekki vera "fullur" á mánudegi?  Hef búið í Svíþjóð í 35 ár, - og skv. sænskri "statistik" stafa höfuðmeiðsli hjólreiðamann ekki fyrst og fremst sökum áfeingis, - HELDUR af því að þeir eru ekki með hjálm!  Bæði og; ...... fullur og hjálmlaus = vitlaus!  Gvuð blessi þig, - ef einhvur er.  Magga Hannesar

Margrét Oddný Hannesdóttir Borg, 29.7.2008 kl. 22:24

2 Smámynd: Morten Lange

Jebb, það er örugglega eitthvað af slysunum á hjóli sem orsakast af áfengi og etv eiturlyf. En það væri áhugavert að vita hversu fullur þarf að vera á hjóli til að hætta á slysi verði jafn mikill hjá meðalmanni í bil með 0,5 prómill og 1 promill, bara sem dæmi.  Þessi í myndskeiðinu leit samkvæmt mínum fordómum út eins og róni og hefur  sennilega verið á 2 prómill hið minnsta, og kemst  kannski nálægt því að falla undir refsiverða ölvun á almennafæri (samkv. íslenskum lögum ef strangt túlkað)?  

Það er í rauninni nánast ótrúlegt að hér á landi sé rymri heimildir í lögunum til að hjóla fullur en að aka fullur.  Hvernig ætla það hafi komið til ?   Kannski hafa menn sem sömdu lögnum verið allsgáðir og séð að minni hætta stafi af hjólreiðamanni sem er fullur en af bílstjóra fullan ?

Ég held að mikill aukning í hættu verði þegar menn eru fullir.  Samt held ég að maður sem ætti ekki að aka, en stendur vel í lappirnar, talar skyrt ofl, og er með segjum 0,6 prómill eða rúmlega það  gæti samt hjólað heim, án teljandi áhættu. Ekki síst ef hann er vanur hjólreiðamaður. En ég er opinn fyrir rökum :-)  Og ég segi þetta að sjálfsögðu bara sem pæling á eigin vegum.  Áfengið er hættulegt reiðhjólamönnum líka og ekki bara þegsar ökumenn bifreiða drekka, þó það sé mesti hættan.  En spurningin er hvort stort hlutfall þeirra sem slasa sér drukknir á hjóli séu ekki verulega drukknir ?

Morten Lange, 29.7.2008 kl. 22:27

3 Smámynd: Morten Lange

Margrét Oddný : Þetta eru fordómar í þér.  Ég er til dæmis vitlaus á margan máta en ekki vegna þess að ég hafi lesið mér til um hjálma í nokkur ár og þaulrætt við færustu menn og kosið svo að sleppa hann flestum stundum.

Ég verð að segja að gegnðarlausir fordómar með upphrópunarmerki og hástafir gegn hjálmlausum séu ansi þreytandi.  Þú finnur umræða um hjálma í annarri færslu hér hjá Vilberg.  En að vísu : Gefið að maður ætlar sér að drekka sér vitlaus ( hef nánast aldrei gert það sjálfur ), þá má segja að það sé ekki versta hugmyndin að vera með hjálm, og mögulega ekki bara þegar maður er á reiðhjólinu.  En ég er til í að fara ofan í saumana á þessa sænska statistík. Kannski koma þarna fram gögn sem standast gagnrýna skoðun og gagnast til að draga álýktanir.  Það væri áhugavert.   Ertu með tilvitnun ?   

Fyrir þá sem hafa þessar venjulegar fordómar, þá ítreka ég að ég sé ekki á móti hjálma, bara hvernig ómeðvitað er logið er til um galdraeiginleika þeirra, og að þeim sé gefið, segjum 5 sinnum, meira gaum sem heildarlausn gegn alvarlegum höfuðmeiðslum en bera ver.  

Morten Lange, 29.7.2008 kl. 22:42

4 Smámynd: Vilberg Helgason

Ég er persónulega á því að ef hjólreiðamenn vilja sömu virðingu og ökumenn fnnst mér allt í lagi að þeir lúti þá sömu lögum og ökumenn bifreiða.

Ef hjólreiðamenn vilja fá að hjóla á götunum og vera innan um aðra umferð þá er ekki spurning um að prómilmagn á að vera það sama og annarra sem nota sömu götur.

Vilberg Helgason, 29.7.2008 kl. 22:46

5 Smámynd: Morten Lange

Skiljanleg afstaða, Vilberg, því fordómar eru erfiðar að snúa.  

En ég var meira að velta fyrir mér efnisleg rök sem mundu styðja þessi mun á milli ökumenn reiðhjóla og bifeiða.  Frekar en tilfinningar,  fordómar og strategía.  En hinir síðarnefdi eru því miður oft mjög mikilvægir og stundum verður að taka mið af þeim.  Spurning hvenær sé raunsætt að vera "raunsær", ef þannig má að orði komast.  

Varðandi prómillmagn, þá eru margir á því að það ætti að lækka mörkin niður í 0,2  eða jafnvel segja 0,0 í lögunum en gefa mælisvigrúm.  Sá að lækkun úr 0,8 í 0,0 hefði fækkað dauðsföllum í umferðinni í Króatíu um þriðjung.

Morten Lange, 29.7.2008 kl. 23:09

6 Smámynd: S. Lúther Gestsson

Máttu hjóla á götunni?

Máttu vera á hjólinu í miðri umferð?

Máttu vera á gangstétt?

Máttu vera innan um fólk?

ÁTTU AÐ VERA ÖLVAÐUR Á HJÓLI? 

Þarf eitthvað að velta þessu fyrir sér? 

S. Lúther Gestsson, 30.7.2008 kl. 03:05

7 Smámynd: Morten Lange

S. Lúther : Fín færsla um hjólatúrinn sem ég fann á blogginu hjá þér.  

Ætlaði að ver með langa "lærða" færslu og setja út á framsetninguna og lógikin hjá þér, en ákvað að sleppa því.  Kannski hefði égh geryt það ef ég hefði ekki kíkt inn á bloggi hjá þér og séð að þú fjallaðir nýlega um þennan fína hjólatúr þar :-) 

En meiningin hjá mér þarna fyrir ofan var að velta fyrir mér málum í siðaðri umræðu og að ég taldi gagnlaga, ekki vera með áróður eða segja frá neinum sannleika.  Umferðaröryggiosmál eru oft flóknari, margslúngnari og með fleira tengingar í önnur málefni en virðist í fyrstu. 

Morten Lange, 30.7.2008 kl. 14:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband