Það var gaman að heyra forstöðumann Baðstrandarinnar í Nauthólsvík hvetja fólk nánast til að koma ekki því það væri svo mikil örtröð að bílar væru fastir vel út á bústaðaveg.
En það sem vakti athygli mín var að hann sagði einnig að meira að segja hjólreiðamenn væru í röðum og ættu einnig erfitt með að komast að.
Segir þetta ekki allt um að gangandi og hjólandi vegfarendur eiga ekki samleið og ef hjólreiðamenn ættu sína leiði sem væri aðskilin með/á móti þá væri hægt að halda uppi almennilegri hjólaumferð í borginni.
Reyndar þá kom Gísli Marteinn í vor með hin svokölluðu "Grænu skref" sem ættu að bæta hag hjólreiðamanna með nýjum stíg sérstaklega fyrir hjólreiðamenn frá ægissíðu til ellðárssdals en í allt sumar hef ég ekki séð svo mikið sem eina gröfu eða einn mælingarmann til þess að taka þetta út.
Allavega óska ég eftir því að hægt sé að taka við þeim fjölda hjólreiðamanna sem þurfa að nota stígana þegar mest liggur vð og það er gert með almennilegu stígakerfi fyrir hjólreðamenn.
Athugasemdir
Sæll,
hérna má lesa um áhugavert prógramm sem er í gangi í Rotterdam, hvar verið er að hefja hjólreiðar á verðugan stall.
http://www.thames-gateway.org.uk/uploadedFiles/News/Buninch%20and%20Volken%20Smidt,%20On%20your%20bike.pdf
Það væri óskandi að borgaryfirvöld í Reykjavík sæu sér hag í svona áætlun.
Brynjar Kristinsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 11:13
Umferðarmenningin í Reykjavík er hreint til fyrirmyndar. Hvergi í heiminum er minni mengun af völdum umferðar og auðveldara að komast leiðar sinnar. Ástandið fer meira að segja batnandi með hverju árinu sem líður. Það hafa verið framsýnr menn sem stjórnað hafa borginni og ekki eru þeir síðri sem nú eru við stjórnvölinn. Það verður unun að aka og hjóla um borgina eftir c:a 10 ár. Auðvitað á að leggja endanlega niður allar almenningssamgöngur til að spara fé og fyrirhöfn.
Júlíus Valsson, 31.7.2008 kl. 13:40
Er þetta einhverskonar grín "hjólreiðamenn í röðum" ??? Erum við að tala um Reykjavík?
Ég hef svosem ekki verið mikið í Rvk. undanfarið, en minnist þess ekki að hafa séð mann á hjóli þar, aldrei.
Er þetta eitthvað nýtt?
kop, 31.7.2008 kl. 19:16
Ehe
Hjólaði úr Kópavogi yfir í Nauthólsvík og fann nú ekki mikið fyrir hjólreiðaörtröðinni. Allavegana ekki á stígunum. Aðstaðan þarna í Nauthólsvík er alveg ágæt þar sem maður getur lagt hjólinu og læst því. Svo eftir dvölina í Nauthólsvík fannst mér tilvalið að hjóla uppí Perlu og fá mér ís til að kóróna útiveruna. Þá merkilegt nokk var ekki nokkurn einasta hjólreiðastand eða eitthvað álíka að finna þrátt fyrir að Öskjuhlíðin sé með ágætis hjólreiða- og göngustíga. Er ekki hægt að gera eitthvað til að þrýsta á þá aðila sem að eiga að sjá um mál sem þessi. Hvað er til ráða Vilberg. Er ekki hægt að vera með einhver áhuga- og hagsmunasamtök til að berjast fyrir betri hjólreiðamenningu? Nú sé ég akkúrat í þessum rituðu orðum að það er tengill hjá þér á Hjólreiðafélag Reykjavíkur. Er ekki hægt að beita því félagi til breytinga í þessum efnum. Ég bara spyr. Ætla að smella á linkinn á eftir og sjá hvað gerist.
kveðja
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 31.7.2008 kl. 20:32
Ég fór nú líka í Nauthólsvíkina, að vísu keyrandi og það er rétt, umferðaröngþveitið var svakalegt og með öllu óskiljanlegt að lögreglan skyldi ekki vera á gatnamótunum við Vodafone höllina að stýra umferðinni. Það er alveg með ólíkindum.
En hvaða bull er þetta með reiðahjólamennina,...það var engin örtröð hjá þeim þó margir væru.
En styð þetta sem Eggert segir, virkja Hjólreiðafélagið og www.linuskautar.is til að berjast fyrir hönd hjólreiða- og línuskautafólks um bættar samgönguleiðir á þessum farskjótum og öðrum álíka. það er fullt af stígum útum allt og hefur verið gert vel í þessu en það þarf samt líka að viðhalda þessu því það er mjög erfitt að skauta á sumum þessara stíga. Eru grófir og/eða skemmdir.
Steini Thorst, 31.7.2008 kl. 21:55
Nú prófaði ég ekki að hjóla í Nauthjólsvík þennan dag þar sem ég þurfti að bregða mér úr borginni. En engu að síður að þá þarf ekki svona gott veður til þess að ófært sé á göngu/ hjólastígum/ línuskautastígum/ skokkstígum/ rafmagnstryllum hreyfiskertra til þess að allt sé ófært á þessum stígum.
Þetta virkar nefnilega þannig að til þess að geta hjólað milli bæjarhluta þarf maður að komast á meira en 7 km hraða að meðaltali til þess að eitthvað gagn sé af því að hjóla milli bæjarhluta.
En varðandi báráttumál fyrir bættum samgöngum hjólreiðamanna þá eru landssamtök hjólreiðamanna www.lhm.is mikið að berjast fyrir þessum málefnum og Hjólreiðafélag Reykjavíkur á sinnn mann þar inni.
En klárlega þarf einhverja bót á samgöngum hjólreiðamanna því þeir eiga að geta hjólað á góðum hraða eftir sínum stígum og til þess þarf stíga sem hafa umferðarreglur og aðskildar hjólreinar í hvora átt.
Vilberg Helgason, 31.7.2008 kl. 22:56
Ég er fljótari að hjóla niður í nauthólsvík heldur en að keyra. Og ég bý í Seljahverfinu.
baddi (IP-tala skráð) 1.8.2008 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.